Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2018 13:15 Christine Engelhardt og Woody Allen kynntust í október árið 1976. Mynd/Samsett Fyrrverandi leikkonan og fyrirsætan Christina Engelhardt segir í fyrsta sinn frá leynilegu ástarsambandi sínu við bandaríska leikstjórann Woody Allen í viðtali við The Hollywood Reporter sem birtist í dag. Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. Allen vildi ekki tjá sig um fullyrðingar Engelhardt við Hollywood Reporter en hann hefur áður verið sakaður um að hafa átt í kynferðislegum samböndum við stúlkur undir lögaldri. Byrjuðu að sofa saman þegar hún var enn sextán ára Engelhardt hitti Allen fyrst á veitingastað í New York haustið 1976, hún var þá 16 ára og hann 41 árs. Allen var á þessum tíma nýbúinn að leikstýra kvikmyndunum Sleeper og Love and Death, og frumsýning Annie Hall, einnar af hans þekktustu kvikmyndum, var rétt handan við hornið. Engelhardt segist hafa komið auga á Allen á staðnum, skrifað símanúmerið sitt á miða og skilið hann eftir á borðinu hjá honum. Allen hafi fljótlega hringt í hana og boðið henni heim til sín. Engelhardt segir að hann hafi aldrei spurt hana hvað hún væri gömul og innan fáeinna vikna voru þau byrjuð að sofa saman. Hún náði ekki sautján ára aldri, lögaldri í New York á þeim tíma, fyrr en í desember. Sér ekki eftir neinu Viðhorf Engelhardt til sambandsins hefur breyst með árunum, einkum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar og ásakana Dylan Farrow, ættleiddrar dóttur Allens og leikkonunnar Miu Farrow, en Dylan sakar Allen um að hafa misnotað sig kynferðislega um árabil. Engelhardt fer þó enn fögrum orðum um Allen og segist í raun hvorki bera kala til hans né sjá eftir sambandinu. „Þetta er ekki til þess að „rústa þessum manni“. Ég er að tala um ástarsöguna mína. Hún mótaði mig. Ég sé ekki eftir neinu.“ Hún viðurkennir þó að Allen hafi haft yfirhöndina í sambandinu og að valdaójafnvægið hafi verið skýrt. Hún hafi dáð Allen löngu áður en þau hittust og þá hafi þau fylgt ákveðnum óskrifuðum reglum í einu og öllu. Bann var lagt við því að ræða störf hans og þau hittust auk þess aðeins heima hjá honum. Engelhardt segir ástarfundi þeirra jafnframt hafa talið yfir hundrað skipti. Woody Allen og Mia Farrow. Sú síðarnefnda reyndist nýja kærastan sem Allen kynnti Engelhardt fyrir undir lok áttunda áratugarins.Getty/Ron Galella Kynnti hana allt í einu fyrir kærustunni Þegar þau höfðu verið saman í fjögur ár kynnti Allen hana svo fyrir „kærustu“ sinni en Engelhardt segist þegar þar var komið sögu hafa gert ráð fyrir að sjálf væri hún kærasta Allens. Hin nýja kærasta reyndist verðandi eiginkona Allens, Mia Farrow, sem þegar var orðin fræg fyrir leik sinn í Rosemary‘s Baby og The Great Gatsby. Engelhardt segist hafa verið niðurbrotin í fyrstu en fór smám saman að kunna vel við Farrow með tímanum. Þá heldur hún því fram að þau hafi stundað saman kynlíf öll þrjú í íbúð Allens við ýmis tilefni. Síðast í sambandi árið 2001 Allen setti sig síðast í samband við Engelhardt með sendibréfi í janúar árið 2001, sem birt er í viðtali Hollywood Reporter. „Ég minnist tíma okkar saman með hlýju,“ skrifar Allen. „Ef þú kemur einhvern tímann til New York væri yndislegt ef þú heilsaðir upp á mig og konuna mína – ég held hún myndi kunna vel við þig.“ Allen vísar þar til eiginkonu sinnar Soon-Yi-Previn. Sambandið hófst á níunda áratug síðustu aldar, þegar hún var 21 árs og hann 56 ára, og er ekki síst umdeilt vegna þess að Allen var fósturfaðir Previn þegar þau tóku saman. Sjá einnig: Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Tengingin við Manhattan þungbærÞá segir Engelhardt einnig frá því þegar hún horfði á Manhattan í fyrsta skipti, kvikmynd úr smiðju Allen sem frumsýnd var árið 1979 – þegar samband þeirra stóð enn yfir. Allen leikur eitt aðalhlutverkanna, karlmann á miðjum aldri sem á í ástarsambandi við sautján ára stúlku.Í áður óbirtu handriti að sjálfsævisögu, sem hverfist um sambandið við Allen, lýsir Engelhardt því hvernig áhorfið hafi verið sér afar þungbært. Hún hafi séð samband þeirra speglast í sambandi Allens og stúlkunnar í kvikmyndinni.„Ég grét á meðan myndin var í gangi, ég áttaði mig smám saman á stöðunni um leið og mín versta martröð flaut upp á yfirborðið. Hvernig gat honum liði svona? Hvernig gat ekki verið meira varið í samband okkar?“Engelhardt kveðst þó ekki halda því fram að hún sé sú eina sem Allen hafi litið til við skrif á handritinu að Manhattan. Leikkonan Stacy Nelkin, sem átti einnig í ástarsambandi við Allen þegar hún var 17 ára, hefur fullyrt að hún sé fyrirmynd Tracy, stúlkunnar í myndinni.„Ég var brot. Stórkostlegir listamenn velja brot af því besta,“ segir Engelhardt.Sjálfur vildi Allen ekki tjá sig um viðtalið í Hollywood Reporter. Woody Allen hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði, m.a. vegna breyttra viðhorfa í garð sambanda hans við ungar stúlkur í gegnum tíðina - líkt og rakið hefur verið hér. Þá lýsti Dylan Farrow meintri misnotkun Allen á sér ítarlega í viðtali við CBS fyrr á árinu.Fyrir vikið hefur frumsýningu nýjustu kvikmyndar hans, A Rainy Day in New York, verið seinkað ítrekað. Myndin var tekin upp í fyrrahaust en hefur enn ekki fengið vilyrði um útgáfu frá framleiðendum. Þá hafa leikarar sem unnið hafa með Allen í gegnum árin beðist afsökunar á samstarfinu, þar á meðal Timothée Calamet og Colin Firth. Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Mál Woody Allen Hollywood Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Fyrrverandi leikkonan og fyrirsætan Christina Engelhardt segir í fyrsta sinn frá leynilegu ástarsambandi sínu við bandaríska leikstjórann Woody Allen í viðtali við The Hollywood Reporter sem birtist í dag. Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. Allen vildi ekki tjá sig um fullyrðingar Engelhardt við Hollywood Reporter en hann hefur áður verið sakaður um að hafa átt í kynferðislegum samböndum við stúlkur undir lögaldri. Byrjuðu að sofa saman þegar hún var enn sextán ára Engelhardt hitti Allen fyrst á veitingastað í New York haustið 1976, hún var þá 16 ára og hann 41 árs. Allen var á þessum tíma nýbúinn að leikstýra kvikmyndunum Sleeper og Love and Death, og frumsýning Annie Hall, einnar af hans þekktustu kvikmyndum, var rétt handan við hornið. Engelhardt segist hafa komið auga á Allen á staðnum, skrifað símanúmerið sitt á miða og skilið hann eftir á borðinu hjá honum. Allen hafi fljótlega hringt í hana og boðið henni heim til sín. Engelhardt segir að hann hafi aldrei spurt hana hvað hún væri gömul og innan fáeinna vikna voru þau byrjuð að sofa saman. Hún náði ekki sautján ára aldri, lögaldri í New York á þeim tíma, fyrr en í desember. Sér ekki eftir neinu Viðhorf Engelhardt til sambandsins hefur breyst með árunum, einkum í ljósi #MeToo-hreyfingarinnar og ásakana Dylan Farrow, ættleiddrar dóttur Allens og leikkonunnar Miu Farrow, en Dylan sakar Allen um að hafa misnotað sig kynferðislega um árabil. Engelhardt fer þó enn fögrum orðum um Allen og segist í raun hvorki bera kala til hans né sjá eftir sambandinu. „Þetta er ekki til þess að „rústa þessum manni“. Ég er að tala um ástarsöguna mína. Hún mótaði mig. Ég sé ekki eftir neinu.“ Hún viðurkennir þó að Allen hafi haft yfirhöndina í sambandinu og að valdaójafnvægið hafi verið skýrt. Hún hafi dáð Allen löngu áður en þau hittust og þá hafi þau fylgt ákveðnum óskrifuðum reglum í einu og öllu. Bann var lagt við því að ræða störf hans og þau hittust auk þess aðeins heima hjá honum. Engelhardt segir ástarfundi þeirra jafnframt hafa talið yfir hundrað skipti. Woody Allen og Mia Farrow. Sú síðarnefnda reyndist nýja kærastan sem Allen kynnti Engelhardt fyrir undir lok áttunda áratugarins.Getty/Ron Galella Kynnti hana allt í einu fyrir kærustunni Þegar þau höfðu verið saman í fjögur ár kynnti Allen hana svo fyrir „kærustu“ sinni en Engelhardt segist þegar þar var komið sögu hafa gert ráð fyrir að sjálf væri hún kærasta Allens. Hin nýja kærasta reyndist verðandi eiginkona Allens, Mia Farrow, sem þegar var orðin fræg fyrir leik sinn í Rosemary‘s Baby og The Great Gatsby. Engelhardt segist hafa verið niðurbrotin í fyrstu en fór smám saman að kunna vel við Farrow með tímanum. Þá heldur hún því fram að þau hafi stundað saman kynlíf öll þrjú í íbúð Allens við ýmis tilefni. Síðast í sambandi árið 2001 Allen setti sig síðast í samband við Engelhardt með sendibréfi í janúar árið 2001, sem birt er í viðtali Hollywood Reporter. „Ég minnist tíma okkar saman með hlýju,“ skrifar Allen. „Ef þú kemur einhvern tímann til New York væri yndislegt ef þú heilsaðir upp á mig og konuna mína – ég held hún myndi kunna vel við þig.“ Allen vísar þar til eiginkonu sinnar Soon-Yi-Previn. Sambandið hófst á níunda áratug síðustu aldar, þegar hún var 21 árs og hann 56 ára, og er ekki síst umdeilt vegna þess að Allen var fósturfaðir Previn þegar þau tóku saman. Sjá einnig: Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Tengingin við Manhattan þungbærÞá segir Engelhardt einnig frá því þegar hún horfði á Manhattan í fyrsta skipti, kvikmynd úr smiðju Allen sem frumsýnd var árið 1979 – þegar samband þeirra stóð enn yfir. Allen leikur eitt aðalhlutverkanna, karlmann á miðjum aldri sem á í ástarsambandi við sautján ára stúlku.Í áður óbirtu handriti að sjálfsævisögu, sem hverfist um sambandið við Allen, lýsir Engelhardt því hvernig áhorfið hafi verið sér afar þungbært. Hún hafi séð samband þeirra speglast í sambandi Allens og stúlkunnar í kvikmyndinni.„Ég grét á meðan myndin var í gangi, ég áttaði mig smám saman á stöðunni um leið og mín versta martröð flaut upp á yfirborðið. Hvernig gat honum liði svona? Hvernig gat ekki verið meira varið í samband okkar?“Engelhardt kveðst þó ekki halda því fram að hún sé sú eina sem Allen hafi litið til við skrif á handritinu að Manhattan. Leikkonan Stacy Nelkin, sem átti einnig í ástarsambandi við Allen þegar hún var 17 ára, hefur fullyrt að hún sé fyrirmynd Tracy, stúlkunnar í myndinni.„Ég var brot. Stórkostlegir listamenn velja brot af því besta,“ segir Engelhardt.Sjálfur vildi Allen ekki tjá sig um viðtalið í Hollywood Reporter. Woody Allen hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði, m.a. vegna breyttra viðhorfa í garð sambanda hans við ungar stúlkur í gegnum tíðina - líkt og rakið hefur verið hér. Þá lýsti Dylan Farrow meintri misnotkun Allen á sér ítarlega í viðtali við CBS fyrr á árinu.Fyrir vikið hefur frumsýningu nýjustu kvikmyndar hans, A Rainy Day in New York, verið seinkað ítrekað. Myndin var tekin upp í fyrrahaust en hefur enn ekki fengið vilyrði um útgáfu frá framleiðendum. Þá hafa leikarar sem unnið hafa með Allen í gegnum árin beðist afsökunar á samstarfinu, þar á meðal Timothée Calamet og Colin Firth.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Mál Woody Allen Hollywood Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira