Segir Obamacare ekki samrýmast stjórnarskrá Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2018 09:41 Löggjöfin er iðulega kennd við Barack Obama, forvera Trump í embætti. Getty/Bloomber Alríkisdómari í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að lykilhluti heilbrigðislöggjafarinnar Afoordable Care Act, sem oftast er kallað Obamacare, samrýmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnar úrskurðinum og líklegt er að málið fari nú fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Samráð 20 ríkja vilja meina að löggjöfin í heild sé ógild eftir breytingar á skattalögum Bandaríkjanna sem samþykktar voru á síðasta ári. Þá var felld úr gildi klausa um að mönnum yrði gerð refsing ef þeir væru ekki með sjúkratryggingu. Trump hét því að afnema Obamacare, sem samþykkt var 2010 og átti að tryggja þeim sjúkratryggingar sem höfðu ekki efni á þeim. Repúblikanar hafa verið í meirihluta á Bandaríkjaþingi síðan Trump tók við sem forseti en þrátt fyrir það eru lögin ennþá í gildi. Árið 2017 var hins vegar felld úr gildi klausa um að menn yrðu að vera með sjúkratryggingu ellegar greiða sérstakan skatt. Trump tók fregnum um úrskurðinn fagnandi á Twitter. Wow, but not surprisingly, ObamaCare was just ruled UNCONSTITUTIONAL by a highly respected judge in Texas. Great news for America! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2018 Hann hvatti einnig Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í þinginu að samþykkja „sterk lög“ sem myndu tryggja „frábæra“ heilbrigðisþjónustu. Úrskurðurinn kom einum degi áður en frestur til að sækja um Obamacare fyrir næsta ár rann út. Sarah Sanders, talskona Hvíta Hússins, segir þó að lögin séu enn í gildi þar til frekari vendingar verða í málinu. Hvíta húsið hefur hvatt fulltrúadeild þingsins til að koma á öðru og betra kerfi í staðinn. En þrátt fyrir að fulltrúar 20 ríkja hafi í sameiningu reynt að fella Obamacare eru önnur ríki á þeirri skoðun að ef Obamacare verði fellt úr gildi muni það valda milljónum Bandaríkjamanna skaða. Nancy Pelosi, forseti öldungadeildar þingsins sagði að úrskurðinn væri grimmdarlegur og fáránlegur og sagði að honum yrði áfrýjað. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Alríkisdómari í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að lykilhluti heilbrigðislöggjafarinnar Afoordable Care Act, sem oftast er kallað Obamacare, samrýmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnar úrskurðinum og líklegt er að málið fari nú fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Samráð 20 ríkja vilja meina að löggjöfin í heild sé ógild eftir breytingar á skattalögum Bandaríkjanna sem samþykktar voru á síðasta ári. Þá var felld úr gildi klausa um að mönnum yrði gerð refsing ef þeir væru ekki með sjúkratryggingu. Trump hét því að afnema Obamacare, sem samþykkt var 2010 og átti að tryggja þeim sjúkratryggingar sem höfðu ekki efni á þeim. Repúblikanar hafa verið í meirihluta á Bandaríkjaþingi síðan Trump tók við sem forseti en þrátt fyrir það eru lögin ennþá í gildi. Árið 2017 var hins vegar felld úr gildi klausa um að menn yrðu að vera með sjúkratryggingu ellegar greiða sérstakan skatt. Trump tók fregnum um úrskurðinn fagnandi á Twitter. Wow, but not surprisingly, ObamaCare was just ruled UNCONSTITUTIONAL by a highly respected judge in Texas. Great news for America! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2018 Hann hvatti einnig Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í þinginu að samþykkja „sterk lög“ sem myndu tryggja „frábæra“ heilbrigðisþjónustu. Úrskurðurinn kom einum degi áður en frestur til að sækja um Obamacare fyrir næsta ár rann út. Sarah Sanders, talskona Hvíta Hússins, segir þó að lögin séu enn í gildi þar til frekari vendingar verða í málinu. Hvíta húsið hefur hvatt fulltrúadeild þingsins til að koma á öðru og betra kerfi í staðinn. En þrátt fyrir að fulltrúar 20 ríkja hafi í sameiningu reynt að fella Obamacare eru önnur ríki á þeirri skoðun að ef Obamacare verði fellt úr gildi muni það valda milljónum Bandaríkjamanna skaða. Nancy Pelosi, forseti öldungadeildar þingsins sagði að úrskurðinn væri grimmdarlegur og fáránlegur og sagði að honum yrði áfrýjað.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira