Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 13:48 Gissur Pétursson hættir sem forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Vilhelm Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Gissur hefur verið forstjóri Vinnumálastofnunar frá því að stofnunin var sett á fót árið 1997. Áður veitti hann um skeið forstöðu skrifstofu vinnumála í félagsmálaráðuneytinu og árin 1986 – 1996 starfaði hann sem sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu. Gissur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í stjórnmálafræði. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra segist í tilkynningu hlakka til að vinna með Gissuri við uppbyggingu á nýju ráðuneyti félagsmála. Þar sé fyrir sterkur hópur starfsfólks með mikla þekkingu á verkefnum ráðuneytisins. „Nú bætast við ný verkefni með aukinni ábyrgð á húsnæðismálum samhliða því að Mannvirkjastofnun færist undir ábyrgðarsvið míns nýja ráðherraembættis. Eins og fram hefur komið breytist embættisheiti mitt í félags- og barnamálaráðherra þar sem ég mun leggja mikinn þunga í verkefni í þágu barna, bæði innan ráðuneytisins og í samvinnu þvert á ráðuneyti og stofnanir. Meðal verkefna Gissurar sem ráðuneytisstjóra verður að greina helstu sóknarfæri og huga að því hvernig skipulagi nýs ráðuneytis verði best hagað í þágu verkefnanna sem undir það heyra.“ Stjórnsýsla Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Gissur hefur verið forstjóri Vinnumálastofnunar frá því að stofnunin var sett á fót árið 1997. Áður veitti hann um skeið forstöðu skrifstofu vinnumála í félagsmálaráðuneytinu og árin 1986 – 1996 starfaði hann sem sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu. Gissur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í stjórnmálafræði. Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra segist í tilkynningu hlakka til að vinna með Gissuri við uppbyggingu á nýju ráðuneyti félagsmála. Þar sé fyrir sterkur hópur starfsfólks með mikla þekkingu á verkefnum ráðuneytisins. „Nú bætast við ný verkefni með aukinni ábyrgð á húsnæðismálum samhliða því að Mannvirkjastofnun færist undir ábyrgðarsvið míns nýja ráðherraembættis. Eins og fram hefur komið breytist embættisheiti mitt í félags- og barnamálaráðherra þar sem ég mun leggja mikinn þunga í verkefni í þágu barna, bæði innan ráðuneytisins og í samvinnu þvert á ráðuneyti og stofnanir. Meðal verkefna Gissurar sem ráðuneytisstjóra verður að greina helstu sóknarfæri og huga að því hvernig skipulagi nýs ráðuneytis verði best hagað í þágu verkefnanna sem undir það heyra.“
Stjórnsýsla Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira