Lööf hyggst greiða atkvæði gegn Löfven Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2018 10:38 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Annie Lööf, formaður sænska Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði gegn Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra og formanni Jafnaðarmannaflokksins, sem nýr forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu á þinginu. Lööf segir að Jafnaðarmannaflokkurinn hafi ekki sýnt nægan vilja til málamiðlunar í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf. Þá hafi Jafnaðarmenn reynst tregir til að láta af samstarfi við Vinstriflokkinn til að hægt sé að finna grundvöll til samstarfs. Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins.Óformleg samtöl Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, segir að hann muni veita flokkunum nokkra daga til að melta þá stöðu sem nú er uppi. Hann muni á þeim tíma eiga óformleg samtöl við flokksleiðtoga. Hann hafði áður tilnefnt Löfven sem nýjan forsætisráðherra, en eftir viðræður síðustu daga hefur Miðflokkurinn, sem er einn borgaralegu flokkanna, sagst munu greiða atkvæði gegn Löfven eftir að hafa áður opnað á samstarf. Lööf hefur lagt mikla áherslu á að ná saman um nýja stjórn flokka úr báðum blokkum, til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar komist til áhrifa. Kosningar fóru fram í Svíþjóð þann 9. september síðastliðinn og hefur ekkert gengið að mynda nýja stjórn. Bæði þeim Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, og Stefan Löfven hefur mistekist að mynda starfhæfa stjórn. Hið sama á við um Lööf sem skilaði sínu stjórnarmyndunarumboði 22. nóvember.Snúin staða Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Í byrjun nóvember hafnaði þingið tillögu þingforseta um Kristersson sem nýr forsætisráðherra. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins. 23. nóvember 2018 09:54 Annie Lööf gefst upp Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. 22. nóvember 2018 10:06 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Annie Lööf, formaður sænska Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði gegn Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra og formanni Jafnaðarmannaflokksins, sem nýr forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu á þinginu. Lööf segir að Jafnaðarmannaflokkurinn hafi ekki sýnt nægan vilja til málamiðlunar í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf. Þá hafi Jafnaðarmenn reynst tregir til að láta af samstarfi við Vinstriflokkinn til að hægt sé að finna grundvöll til samstarfs. Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins.Óformleg samtöl Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, segir að hann muni veita flokkunum nokkra daga til að melta þá stöðu sem nú er uppi. Hann muni á þeim tíma eiga óformleg samtöl við flokksleiðtoga. Hann hafði áður tilnefnt Löfven sem nýjan forsætisráðherra, en eftir viðræður síðustu daga hefur Miðflokkurinn, sem er einn borgaralegu flokkanna, sagst munu greiða atkvæði gegn Löfven eftir að hafa áður opnað á samstarf. Lööf hefur lagt mikla áherslu á að ná saman um nýja stjórn flokka úr báðum blokkum, til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar komist til áhrifa. Kosningar fóru fram í Svíþjóð þann 9. september síðastliðinn og hefur ekkert gengið að mynda nýja stjórn. Bæði þeim Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, og Stefan Löfven hefur mistekist að mynda starfhæfa stjórn. Hið sama á við um Lööf sem skilaði sínu stjórnarmyndunarumboði 22. nóvember.Snúin staða Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Í byrjun nóvember hafnaði þingið tillögu þingforseta um Kristersson sem nýr forsætisráðherra. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins. 23. nóvember 2018 09:54 Annie Lööf gefst upp Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. 22. nóvember 2018 10:06 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00
Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins. 23. nóvember 2018 09:54
Annie Lööf gefst upp Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. 22. nóvember 2018 10:06