Benjamín gegn Benjamín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2018 08:00 Benjamínarnir tveir, Gantz og Netanjahú. Nordicphotos/AFP Benjamín Gantz, fyrrverandi herforingi í Ísrael, stofnaði í gær nýjan stjórnmálaflokk sem mun bjóða fram í þingkosningum í apríl næstkomandi. Flokkurinn nefnist Ísraelski þrautseigjuflokkurinn en stefna hans hefur ekki verið opinberuð nema að takmörkuðu leyti. Ljóst er þó að flokkur Gantz mun leggja áherslu á þjóðaröryggi og efnahagsmál. Reuters greindi frá.Gantz mælist sterkur Gantz og flokkur hans mælast sterkustu andstæðingar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins. Í könnun Midgam sem birti var á jóladag, mældist Líkúd með 29 prósent og Gantz, er hafði ekki enn stofnað flokk sinn, með sextán prósent. Verði þetta raunin myndi það reyndar þýða að Líkúd bætti við sig fylgi. Flokkurinn fékk 23,4 prósent árið 2015. Ísraelska blaðið Haaretz birti greiningu á stöðunni í gær þar sem sagði að lögregla og ríkissaksóknaraembættið vildu ákæra manninn sem líklegast er að myndi stjórn eftir kosningar, Netanjahú, fyrir mútuþægni í að minnsta kosti tveimur ákæruliðum. Tekið var fram að líklega væru fá fordæmi fyrir þessu í hinum vestræna heimi. Lögregla mælti opinberlega með því í upphafi desembermánaðar að Netanjahú yrði ákærður fyrir mútuþægni. Málið snýst annars vegar um meintar gjafir frá milljarðamæringum sem sagðir eru vinir forsætisráðherrans og svo boð til fjölmiðils um innleiðingu hagstæðrar löggjafar gegn jákvæðri umfjöllun. Stjórnin liðaðist í sundur Netanjahú hefur sömuleiðis verið gagnrýndur vegna gerðar vopnahlés við Hamas. Sú ákvörðun leiddi til þess að einn samstarfsflokkanna sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfinu og minnkaði þingstyrk stjórnarinnar í 61 sæti af 120. Forsætisráðherrann ákvað svo að flýta kosningunum, sem upphaflega áttu að fara fram í nóvember, vegna þess að stjórn hans var að liðast í sundur vegna umdeilds frumvarps um að koma skyldi á herskyldu fyrir strangtrúuðustu gyðinga landsins. Haaretz fullyrti að auki að Netanjahú myndi reyna, ef hann nær kjöri, að þvinga væntanlega samstarfsflokka til þess að koma á löggjöf sem bannar að sitjandi forsætisráðherra sé ákærður. „Það hljómar vitfirrt en það er planið. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði í umfjölluninni. Vefmiðillinn Times of Israel greindi svo möguleika Gantz og talaði um „baráttu Benjamínanna tveggja“. Þar sagði að miðað við kannanir virtist ólíklegt að hefðbundnir stjórnarandstöðuflokkar næðu að steypa Netanjahú af stóli. Ef Netanjahú nær að halda forsætisráðuneytinu fram í lok júlí verður hann þaulsetnasti leiðtogi Ísraels. Skýst þannig upp fyrir David Ben-Gurion. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Benjamín Gantz, fyrrverandi herforingi í Ísrael, stofnaði í gær nýjan stjórnmálaflokk sem mun bjóða fram í þingkosningum í apríl næstkomandi. Flokkurinn nefnist Ísraelski þrautseigjuflokkurinn en stefna hans hefur ekki verið opinberuð nema að takmörkuðu leyti. Ljóst er þó að flokkur Gantz mun leggja áherslu á þjóðaröryggi og efnahagsmál. Reuters greindi frá.Gantz mælist sterkur Gantz og flokkur hans mælast sterkustu andstæðingar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins. Í könnun Midgam sem birti var á jóladag, mældist Líkúd með 29 prósent og Gantz, er hafði ekki enn stofnað flokk sinn, með sextán prósent. Verði þetta raunin myndi það reyndar þýða að Líkúd bætti við sig fylgi. Flokkurinn fékk 23,4 prósent árið 2015. Ísraelska blaðið Haaretz birti greiningu á stöðunni í gær þar sem sagði að lögregla og ríkissaksóknaraembættið vildu ákæra manninn sem líklegast er að myndi stjórn eftir kosningar, Netanjahú, fyrir mútuþægni í að minnsta kosti tveimur ákæruliðum. Tekið var fram að líklega væru fá fordæmi fyrir þessu í hinum vestræna heimi. Lögregla mælti opinberlega með því í upphafi desembermánaðar að Netanjahú yrði ákærður fyrir mútuþægni. Málið snýst annars vegar um meintar gjafir frá milljarðamæringum sem sagðir eru vinir forsætisráðherrans og svo boð til fjölmiðils um innleiðingu hagstæðrar löggjafar gegn jákvæðri umfjöllun. Stjórnin liðaðist í sundur Netanjahú hefur sömuleiðis verið gagnrýndur vegna gerðar vopnahlés við Hamas. Sú ákvörðun leiddi til þess að einn samstarfsflokkanna sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfinu og minnkaði þingstyrk stjórnarinnar í 61 sæti af 120. Forsætisráðherrann ákvað svo að flýta kosningunum, sem upphaflega áttu að fara fram í nóvember, vegna þess að stjórn hans var að liðast í sundur vegna umdeilds frumvarps um að koma skyldi á herskyldu fyrir strangtrúuðustu gyðinga landsins. Haaretz fullyrti að auki að Netanjahú myndi reyna, ef hann nær kjöri, að þvinga væntanlega samstarfsflokka til þess að koma á löggjöf sem bannar að sitjandi forsætisráðherra sé ákærður. „Það hljómar vitfirrt en það er planið. Það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði í umfjölluninni. Vefmiðillinn Times of Israel greindi svo möguleika Gantz og talaði um „baráttu Benjamínanna tveggja“. Þar sagði að miðað við kannanir virtist ólíklegt að hefðbundnir stjórnarandstöðuflokkar næðu að steypa Netanjahú af stóli. Ef Netanjahú nær að halda forsætisráðuneytinu fram í lok júlí verður hann þaulsetnasti leiðtogi Ísraels. Skýst þannig upp fyrir David Ben-Gurion.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira