Nei, nei, ekki á Alþingi! Ívar Halldórsson skrifar 25. desember 2018 15:46 Nú í aðdraganda nýs árs líta landsmenn gjarna í eigin barm og heita sjálfum sér að standa sig betur gagnvart náunganum. Mistök liðins árs skal ekki endurtaka og hlúa skal betur að anda, sál og líkama. Nærgætni, kærleika, virðingu, stuðning og traust skal setja á oddinn í samskiptum við annað fólk og fagmennskan fer í framsætið á nýju starfsári. Við skulum því vona að áramótaheiti „Klaustursmanna“ verði á engan hátt í takt við þessi óæskilegu loforð sem hér fara á eftir: 1. Ég ætla aldrei að tala niðrandi um fatlaða þegar verið er að hljóðrita mig. 2. Ég ætla aldrei að tala um konur sem kynlífsdúkkur þegar verið er að hljóðrita mig. 3. Ég ætla aldrei að drulla yfir samstarfsmenn mína þegar verið er að hljóðrita mig. 4. Ég ætla að leyna betur drykkju minni á vinnutíma á nýju ári ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig og fylgjast með. 5. Ef ég og vinnufélagar mínir þurfum að baktala aðra þingmenn á opinberum stöðum ætla ég að tryggja að við notum dulnefni fremur en alvöru nöfn fórnarlamba okkar - ef einhver skyldi vera að hljóðrita samtalið. 6. Á nýju ári mun ég taka þingmennsku minni alvarlega - í það minnsta opinberlega; ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig. 7. Ef ég næst aftur með allt niðrum mig á upptöku á nýju ári, mun ég vera betur undirbúinn með sannfærandi afsakanir til að geta skorast faglega undan ábyrgð á orðum mínum. 8. Ég ætla aldrei að fara aftur á þennan illa hljóðeinangraða Klaustursbar með vinnufélögum mínum. 9. Ef ég verð var við að verið sé að hljóðrita ósæmilegt samtal okkar vinnufélaganna á nýju ári, ætla ég að hneykslast, sýnast vera nóg boðið og ganga burt í fússi. 10. Sama á hverju dynur og hverju ég klúðra á nýju ári - mun ég ekki í einhverri þjóðarmeðvirkni freistast til að segja af mér þingmennsku. Nei, nei, ekki á Alþingi! Fólk hefur kynnst Klaustursmálinu vel undanfarnar vikur (kannski of vel) og á sterkt eftirbragð umræðunnar eflaust eftir að finnast á tungu þjóðarinnar fram yfir áramót. Traust fólks til þingmanna virðist hafa allt annað en aukist og margir eiga bágt með trúa því að heiðri Alþingis verði bjargað meðan fólki finnst þingmenn skorast undan ábyrgð og freista fremur þess að flýja kastljósið með því að vekja athygli á „andremmu“ annarra. Upptaka varpaði óvart ljósi á ýmislegt ónotalegt sem átti aldrei að losna úr viðjum myrkursins. Kurr í kyrrþey bergmálaði um allt og siðferðislegar vangaveltur um vinnubrögð alþingismanna voru nú skyndilega á milli vara allra landsmanna. En svo er ein spurningin sem eflaust margir glíma við þessi: Ef við áttum aldrei að heyra samtal Klaustursriddaranna, af hverju getum við ekki þá bara látið eins og það hafi aldrei átt sér stað? Getum við ekki af-heyrt svívirðilegt samtalið einhvern veginn? Við höfðum aldrei rétt á að vera meðvituð um þá vítaverðu framkomu sem átti sér stað milli vinnufélaga innan Alþingis. En það er auðvitað hægara sagt en gert að af-vita það sem maður þegar veit. Auðvitað reynum við að vera bjartsýn og vonum að innri og afsökunarlaus endurskoðun eigi sér stað innan menningar Alþingis í kjölfar Klaustursmálsins; að þingmenn geri alvarlega úttekt á eigin siðferði og vinnubrögðum. Að þeir læri af mistökum sínum og taki auðmjúk skref til endurbóta. Við skulum vona innilega að áramótaheiti alþingismanna endurspegli betra innræti, betri samvisku og raunverulega og ríkari ábyrgðarkennd gagnvart okkur sem veittum þeim umboð til góðra verka í þágu lands og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í aðdraganda nýs árs líta landsmenn gjarna í eigin barm og heita sjálfum sér að standa sig betur gagnvart náunganum. Mistök liðins árs skal ekki endurtaka og hlúa skal betur að anda, sál og líkama. Nærgætni, kærleika, virðingu, stuðning og traust skal setja á oddinn í samskiptum við annað fólk og fagmennskan fer í framsætið á nýju starfsári. Við skulum því vona að áramótaheiti „Klaustursmanna“ verði á engan hátt í takt við þessi óæskilegu loforð sem hér fara á eftir: 1. Ég ætla aldrei að tala niðrandi um fatlaða þegar verið er að hljóðrita mig. 2. Ég ætla aldrei að tala um konur sem kynlífsdúkkur þegar verið er að hljóðrita mig. 3. Ég ætla aldrei að drulla yfir samstarfsmenn mína þegar verið er að hljóðrita mig. 4. Ég ætla að leyna betur drykkju minni á vinnutíma á nýju ári ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig og fylgjast með. 5. Ef ég og vinnufélagar mínir þurfum að baktala aðra þingmenn á opinberum stöðum ætla ég að tryggja að við notum dulnefni fremur en alvöru nöfn fórnarlamba okkar - ef einhver skyldi vera að hljóðrita samtalið. 6. Á nýju ári mun ég taka þingmennsku minni alvarlega - í það minnsta opinberlega; ef einhver skyldi vera að hljóðrita mig. 7. Ef ég næst aftur með allt niðrum mig á upptöku á nýju ári, mun ég vera betur undirbúinn með sannfærandi afsakanir til að geta skorast faglega undan ábyrgð á orðum mínum. 8. Ég ætla aldrei að fara aftur á þennan illa hljóðeinangraða Klaustursbar með vinnufélögum mínum. 9. Ef ég verð var við að verið sé að hljóðrita ósæmilegt samtal okkar vinnufélaganna á nýju ári, ætla ég að hneykslast, sýnast vera nóg boðið og ganga burt í fússi. 10. Sama á hverju dynur og hverju ég klúðra á nýju ári - mun ég ekki í einhverri þjóðarmeðvirkni freistast til að segja af mér þingmennsku. Nei, nei, ekki á Alþingi! Fólk hefur kynnst Klaustursmálinu vel undanfarnar vikur (kannski of vel) og á sterkt eftirbragð umræðunnar eflaust eftir að finnast á tungu þjóðarinnar fram yfir áramót. Traust fólks til þingmanna virðist hafa allt annað en aukist og margir eiga bágt með trúa því að heiðri Alþingis verði bjargað meðan fólki finnst þingmenn skorast undan ábyrgð og freista fremur þess að flýja kastljósið með því að vekja athygli á „andremmu“ annarra. Upptaka varpaði óvart ljósi á ýmislegt ónotalegt sem átti aldrei að losna úr viðjum myrkursins. Kurr í kyrrþey bergmálaði um allt og siðferðislegar vangaveltur um vinnubrögð alþingismanna voru nú skyndilega á milli vara allra landsmanna. En svo er ein spurningin sem eflaust margir glíma við þessi: Ef við áttum aldrei að heyra samtal Klaustursriddaranna, af hverju getum við ekki þá bara látið eins og það hafi aldrei átt sér stað? Getum við ekki af-heyrt svívirðilegt samtalið einhvern veginn? Við höfðum aldrei rétt á að vera meðvituð um þá vítaverðu framkomu sem átti sér stað milli vinnufélaga innan Alþingis. En það er auðvitað hægara sagt en gert að af-vita það sem maður þegar veit. Auðvitað reynum við að vera bjartsýn og vonum að innri og afsökunarlaus endurskoðun eigi sér stað innan menningar Alþingis í kjölfar Klaustursmálsins; að þingmenn geri alvarlega úttekt á eigin siðferði og vinnubrögðum. Að þeir læri af mistökum sínum og taki auðmjúk skref til endurbóta. Við skulum vona innilega að áramótaheiti alþingismanna endurspegli betra innræti, betri samvisku og raunverulega og ríkari ábyrgðarkennd gagnvart okkur sem veittum þeim umboð til góðra verka í þágu lands og þjóðar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun