Sögulegar en umdeildar kosningar í Kongó Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2018 08:24 Starfsmenn kjörstjórnar í Kinshasa undirbúa kosningavél. AP/Jerome Delay Nú standa yfir sögulegar en umdeildar kosningar í næst stærsta ríki Afríku, Kongó. Kosningunum hafði verið frestað í rúm tvö ár. Ef kosningarnar ganga vel fyrir sig verða þetta fyrstu friðsömu kosningar landsins frá því Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Forsetinn Joseph Kabila, sem tók við völdum árið 2001 eftir að faðir hans var ráðinn af dögum, átti að stíga til hliðar fyrir rúmum tveimur árum samkvæmt stjórnarskrá landsins en frestaði kosningunum vegna þess að yfirkjörstjórn landsins þurfti frest til að skrá kjósendur. Ákvörðun Kabila var umdeild og leiddi til ofbeldis þar sem hann var sakaður um að valdníðslu. Þá var kosningunum einnig frestað í síðustu viku vegna vandræða með kosningavélar. Þúsundir véla eyðilögðust í eldi í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Nærri því 40 milljónir manna eru á kjörskrá en sú ákvörðun yfirvalda að meina rúmri milljón manna í þremur kjördæmum að kjósa vegna ebólu hefur valdið miklum deilum. Alls eru frambjóðendur 21 en þrír menn eru líklegastir til að verða kjörnir, samkvæmt BBC.Það eru þeir Emmanuel Ramazani Shadary, fyrrverandi innanríkisráðherra sem beittur var refsiaðgerðum af Evrópusambandinu fyrir að berja niður mótmæli í fyrra. Hann er hliðhollur Kabila, sem hefur gefið í skyn að hann vilji bjóða sig aftur fram árið 2023. Stjórnarandstaðan segir að verði Shadary kosinn muni Kabila stjórna ríkinu áfram á bakvið tjöldin. Martin Fayulu, fyrrverandi forsvarsmaður olíufyrirtækis þingmaður þykir einnig líklegur. Hann hefur heitið hefur því að auka hag íbúa Kongó. Fátækir íbúar Kongó óttast þó að hann muni setja hag þeirra í forgang. Felix Tshisekedi Tshilombo, sonur látins stjórnarandstöðuleiðtoga er sá þriðji. Hann leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins og segist ætla að berjast gegn fátækt í landinu.AP fréttaveitan segir alls óvíst að Kongó sé klárt fyrir kosningar. Einungis níu prósent íbúa Kongó hafa aðgang að rafmagni og stór hluti íbúa hefur aldrei notast við tölvu. Yfirkjörstjórnin segir þó að það muni taka kjósendur minna en mínútu að kjósa. Þá hafa fregnir borist af því að kosningagögn hafi ekki borist til kjörstaða víða um landi. Á afskekktum svæðum þarf að bera vélarnar í gegnum skóga og í Kinshasa, höfuðborg Kongó, sögðust starfsmenn kjörstjórna ekki hafa séð kosningavélar allt að 48 klukkustundum áður en kosningarnar hófust. Afríka Austur-Kongó Belgía Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Nú standa yfir sögulegar en umdeildar kosningar í næst stærsta ríki Afríku, Kongó. Kosningunum hafði verið frestað í rúm tvö ár. Ef kosningarnar ganga vel fyrir sig verða þetta fyrstu friðsömu kosningar landsins frá því Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Forsetinn Joseph Kabila, sem tók við völdum árið 2001 eftir að faðir hans var ráðinn af dögum, átti að stíga til hliðar fyrir rúmum tveimur árum samkvæmt stjórnarskrá landsins en frestaði kosningunum vegna þess að yfirkjörstjórn landsins þurfti frest til að skrá kjósendur. Ákvörðun Kabila var umdeild og leiddi til ofbeldis þar sem hann var sakaður um að valdníðslu. Þá var kosningunum einnig frestað í síðustu viku vegna vandræða með kosningavélar. Þúsundir véla eyðilögðust í eldi í Kinshasa, höfuðborg Kongó. Nærri því 40 milljónir manna eru á kjörskrá en sú ákvörðun yfirvalda að meina rúmri milljón manna í þremur kjördæmum að kjósa vegna ebólu hefur valdið miklum deilum. Alls eru frambjóðendur 21 en þrír menn eru líklegastir til að verða kjörnir, samkvæmt BBC.Það eru þeir Emmanuel Ramazani Shadary, fyrrverandi innanríkisráðherra sem beittur var refsiaðgerðum af Evrópusambandinu fyrir að berja niður mótmæli í fyrra. Hann er hliðhollur Kabila, sem hefur gefið í skyn að hann vilji bjóða sig aftur fram árið 2023. Stjórnarandstaðan segir að verði Shadary kosinn muni Kabila stjórna ríkinu áfram á bakvið tjöldin. Martin Fayulu, fyrrverandi forsvarsmaður olíufyrirtækis þingmaður þykir einnig líklegur. Hann hefur heitið hefur því að auka hag íbúa Kongó. Fátækir íbúar Kongó óttast þó að hann muni setja hag þeirra í forgang. Felix Tshisekedi Tshilombo, sonur látins stjórnarandstöðuleiðtoga er sá þriðji. Hann leiðir stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins og segist ætla að berjast gegn fátækt í landinu.AP fréttaveitan segir alls óvíst að Kongó sé klárt fyrir kosningar. Einungis níu prósent íbúa Kongó hafa aðgang að rafmagni og stór hluti íbúa hefur aldrei notast við tölvu. Yfirkjörstjórnin segir þó að það muni taka kjósendur minna en mínútu að kjósa. Þá hafa fregnir borist af því að kosningagögn hafi ekki borist til kjörstaða víða um landi. Á afskekktum svæðum þarf að bera vélarnar í gegnum skóga og í Kinshasa, höfuðborg Kongó, sögðust starfsmenn kjörstjórna ekki hafa séð kosningavélar allt að 48 klukkustundum áður en kosningarnar hófust.
Afríka Austur-Kongó Belgía Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira