Með augun á leikskólum á Suðurnesjum vegna beltaleysis Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 16:03 Sigvaldi Arnar Lárusson varðstjóri með uglu sem hann bjargaði um árið. Lögreglan á Suðurnesjum Fjöldi ökumanna sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni sem voru á leið með börn sín í leikskólann í Reykjanesbæ var með öryggisbúnað í ólagi. Í sumum tilfellum voru börnin laus í bílnum. Varðstjóri á svæðinu segir þetta mikið áhyggjuefni. Síðustu daga hefur lögreglan á Suðurnesjum haft afskipti af rúmlega áttatíu ökumönnum á leið með börn sín í leikskólann til að kanna notkun þeirra á bílstólum og bílbeltum. Í ljós kom að of margir voru með þau mál í ólagi. Fyrsta daginn voru tæplega þrjátíu ökumenn stöðvaðir og var um helmingur þeirra sem ekki notaði tiltekinn öryggisbúnað. Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart og brýnt að fólk hugi að öryggi barnanna sinna sama hversu stutt vegalengdin er. „Í gær var þetta meira en helmingur sem var með öryggismál í ólagi. Í morgun var þetta talsvert betra en alls ekki nógu gott,“ segir Sigvaldi. Vegna þessarar sláandi niðurstöðu mun lögreglan herða eftirlit við leik- og grunnskóla bæjarins. Sigvaldi segir vandan snúast um að foreldrarnir séu ekki í beltum, gleyma að setja börnin í belti, eru ekki með þau í bílstólum og þá eru þau bara sum laus í bílnum. „Flestir eru að bera því við að þetta eru bara stuttar vegalengdir. Ég á heima bara þarna og er að skjótast bara hingað. En slys þurfa engar vegalengdir,“ segir Sigvaldi. Foreldrar verði að festa börnin í bílnum. Hann segir börnin dýrmætasta farm sem hver og einn ekur um með. „Þú hlýtur að vilja passa þennan dýrmæta farm,“ segir Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglumál Reykjanesbær Samgöngur Tengdar fréttir Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun. 8. janúar 2019 15:05 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Fjöldi ökumanna sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni sem voru á leið með börn sín í leikskólann í Reykjanesbæ var með öryggisbúnað í ólagi. Í sumum tilfellum voru börnin laus í bílnum. Varðstjóri á svæðinu segir þetta mikið áhyggjuefni. Síðustu daga hefur lögreglan á Suðurnesjum haft afskipti af rúmlega áttatíu ökumönnum á leið með börn sín í leikskólann til að kanna notkun þeirra á bílstólum og bílbeltum. Í ljós kom að of margir voru með þau mál í ólagi. Fyrsta daginn voru tæplega þrjátíu ökumenn stöðvaðir og var um helmingur þeirra sem ekki notaði tiltekinn öryggisbúnað. Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir þetta hafa komið sér gríðarlega á óvart og brýnt að fólk hugi að öryggi barnanna sinna sama hversu stutt vegalengdin er. „Í gær var þetta meira en helmingur sem var með öryggismál í ólagi. Í morgun var þetta talsvert betra en alls ekki nógu gott,“ segir Sigvaldi. Vegna þessarar sláandi niðurstöðu mun lögreglan herða eftirlit við leik- og grunnskóla bæjarins. Sigvaldi segir vandan snúast um að foreldrarnir séu ekki í beltum, gleyma að setja börnin í belti, eru ekki með þau í bílstólum og þá eru þau bara sum laus í bílnum. „Flestir eru að bera því við að þetta eru bara stuttar vegalengdir. Ég á heima bara þarna og er að skjótast bara hingað. En slys þurfa engar vegalengdir,“ segir Sigvaldi. Foreldrar verði að festa börnin í bílnum. Hann segir börnin dýrmætasta farm sem hver og einn ekur um með. „Þú hlýtur að vilja passa þennan dýrmæta farm,“ segir Sigvaldi Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögreglumál Reykjanesbær Samgöngur Tengdar fréttir Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun. 8. janúar 2019 15:05 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun. 8. janúar 2019 15:05