Veselnitskaya ákærð fyrir að hindra framgang réttvísinnar Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 16:05 Natalia Veselnitskaya, rússneski lögfræðingurinn sem fundað með Donald Trump yngri og öðrum starfsmönnum framboðs Trump í júní 2016. AP/Dmitry Serebryakov Rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya hefur verið ákærð í Bandaríkjunum fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. Veselnitskaya er þó hvað þekktust vegna fundar hennar og forsvarsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í turni Trump í New York árið 2016. Milliliður hafði boðað til fundarins með því loforði að Veselnitskaya væri á vegum yfirvalda Rússlands og hún ætlaði að veita framboði Trump upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Hún hefur verið til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakenda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Veselniskaya var lögmaður fyrirtækisins Prevezon Holdings en saksóknarar á Manhattan hafa reynt að leggja hald á milljóna dala eignir fyrirtækisins og annarra vegna umfangsmikilla svika og fjárþvættis rússneskra glæpamanna í Bandaríkjunum. Saksóknarar segja skipulögð glæpasamtök hafa svikið um 230 milljónir dala út úr skattkerfi Bandaríkjanna. Þessi peningar hafi svo verið fluttir á milli skúffufyrirtækja áður en þeir enduðu í sjóðum fasteignafélagsins Prevezon, sem er skráð á Kýpur. Fyrirtækið þvættaði svo féð í fasteignum og þá meðal annars á Manhattan í New York. Svikahrapparnir þóttust vera forsvarsmenn bandarískra fyrirtækja til að svíkja fé úr skattinum. Móðurfélag fyrirtækjanna sem um ræðir, réð hóp lögmanna til að rannsaka málið og þar á meðal var Rússinn Sergei Magnitsky. Þeir komust á snoðir um svikin og bendluðu rússneska embættismenn við málið. Magnitsky var þó handtekinn í Rússlandi og lést í fangelsi. Saksóknarar segja hann hafa verið barinn af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum hafi verið meinaður aðgangur að honum í fangelsi. Í kjölfar þessa voru lög sem kallast Magnitsky Act sett á í Bandaríkjunum og þau gera yfirvöldum Bandaríkjanna kleift að beita rússneska embættismenn sem fremja mannréttindabrot refsiaðgerðum. Í ákæru sem opinberuð var í dag segir að yfirvöld Rússlands hafi neitað að starfa með rannsakendum í Bandaríkjunum. Þess í stað hafi þeir sent bréf til Bandaríkjanna sem ætlað var að hreinsa rússneska embættismenn og starfsmenn Prevezon af sök. Veselnitskaya er gert að starfað með rússneskum saksóknara við skriftir bréfsins og logið fyrir dómi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Rússneski lögmaðurinn Natalia Veselnitskaya hefur verið ákærð í Bandaríkjunum fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Ákæran snýr að umfangsmiklu dómsmáli varðandi svik og peningaþvætti rússneskra glæpamanna. Veselnitskaya er þó hvað þekktust vegna fundar hennar og forsvarsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í turni Trump í New York árið 2016. Milliliður hafði boðað til fundarins með því loforði að Veselnitskaya væri á vegum yfirvalda Rússlands og hún ætlaði að veita framboði Trump upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Hún hefur verið til rannsóknar hjá Robert Mueller, sérstökum rannsakenda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Veselniskaya var lögmaður fyrirtækisins Prevezon Holdings en saksóknarar á Manhattan hafa reynt að leggja hald á milljóna dala eignir fyrirtækisins og annarra vegna umfangsmikilla svika og fjárþvættis rússneskra glæpamanna í Bandaríkjunum. Saksóknarar segja skipulögð glæpasamtök hafa svikið um 230 milljónir dala út úr skattkerfi Bandaríkjanna. Þessi peningar hafi svo verið fluttir á milli skúffufyrirtækja áður en þeir enduðu í sjóðum fasteignafélagsins Prevezon, sem er skráð á Kýpur. Fyrirtækið þvættaði svo féð í fasteignum og þá meðal annars á Manhattan í New York. Svikahrapparnir þóttust vera forsvarsmenn bandarískra fyrirtækja til að svíkja fé úr skattinum. Móðurfélag fyrirtækjanna sem um ræðir, réð hóp lögmanna til að rannsaka málið og þar á meðal var Rússinn Sergei Magnitsky. Þeir komust á snoðir um svikin og bendluðu rússneska embættismenn við málið. Magnitsky var þó handtekinn í Rússlandi og lést í fangelsi. Saksóknarar segja hann hafa verið barinn af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum hafi verið meinaður aðgangur að honum í fangelsi. Í kjölfar þessa voru lög sem kallast Magnitsky Act sett á í Bandaríkjunum og þau gera yfirvöldum Bandaríkjanna kleift að beita rússneska embættismenn sem fremja mannréttindabrot refsiaðgerðum. Í ákæru sem opinberuð var í dag segir að yfirvöld Rússlands hafi neitað að starfa með rannsakendum í Bandaríkjunum. Þess í stað hafi þeir sent bréf til Bandaríkjanna sem ætlað var að hreinsa rússneska embættismenn og starfsmenn Prevezon af sök. Veselnitskaya er gert að starfað með rússneskum saksóknara við skriftir bréfsins og logið fyrir dómi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira