Þurfti að innheimta milljóna króna lán frá Sigurði vegna Fullra vasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2019 10:28 Hákon Örn Bergmann segist hafa verið meðvirkur vegna vinskapar til langs tíma við Sigurð. Vísir/Vilhelm Hákon Örn Bergmann, einn þriggja sem eru ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallað, sagðist hafa þekkt Sigurð Kristinsson lengi. Sigurður hafi alltaf verið vel stæður en sumarið 2017 lenti hann í lausafjárvandræðum. Sagðist Hákon Örn hafa lánað Sigurði peninga yfir nokkuð tímabil og að lánið hefði numið þremur milljónum krónum. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurður Ragnar Kristinsson sætir ákæru fyrir skipulagningu og innflutning á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í janúar í fyrra. Sigurður kaus að tjá sig ekkert við aðalmeðferðina í morgun. Hann sagði allt hafa komið fram í skýrslutökum hjá lögreglu og hann stæði við framburð sinn þar.Sigurður og Hákon Örn með verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm„Björgunarhringur“ á leið frá Spáni Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði. Um er að ræða kvikmyndina Fullir vasar en Hákon nefndi ekki sérstaklega um hvaða mynd væri að ræða í dómsal. Sagði Hákon gerð kvikmyndarinnar hafa farið langt fram úr áætlunum og vantaði hann nauðsynlega pening til að halda framleiðslunni gangandi. Hákon Örn sagðist hafa beðið Sigurð um pening til baka í desember árið 2017 og að Sigurður hefði greint honum frá því að björgunarhringur væri á leið frá Spáni til Íslands. Sigurður hafi sagt Hákoni að kaupa símanúmer sem átti að stíla á pakka sem átti að flytja með DHL frá Spáni til Íslands. Hákon sagðist ekki hafa áttað sig almennilega á því hvað hefði verið í pakkanum, hann taldi að um hefði verið að ræða peningasendingu frá Sigurði sem hann átti að fá sem endurgreiðslu á láninu.Sigurður Ragnar Kristinsson ásamt verjanda sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni.Vísir/VilhelmRunnu tvær grímur á Hákon Hákon sagði að það hefðu runnið á hann tvær grímur þegar kom í ljós að pakkinn var stílaður á Skáksamband Íslands. Hann ákvað því að biðja félaga sinn um að greiða fyrir pakkann, taka á móti honum og koma á áfangastað í Mosfellsbæ gegn niðurfellingu skuldar. Hákon sagðist hafa fengið slæma tilfinningu fyrir þessum pakka, án þess að vita hvað væri í honum. Á einhverjum tímapunkti fékk hann að heyra að um eitt kíló af fæðubótarefnum væri að ræða. Sagðist Hákon hafa reynt að fjarlægja sig málinu eins og hann gæti. Þá hefði hann verið samvinnuþýður hjá lögreglu við að upplýsa málið. Hákon sagðist hafa verið góður vinur Sigurðar og málið hefði gengið of langt af hans hálfu vegna þess að hann var meðvirkur með Sigurði vini sínum og vildi ekki bregðast honum. Er Hákon er ákærður fyrir skipulagningu og að leggja ráðin um innflutninginn en hann neitar alfarið sök. Dómsmál Skáksambandsmálið Tengdar fréttir Réttað í máli Sigurðar í dag Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. 7. janúar 2019 06:00 Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Hákon Örn Bergmann, einn þriggja sem eru ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallað, sagðist hafa þekkt Sigurð Kristinsson lengi. Sigurður hafi alltaf verið vel stæður en sumarið 2017 lenti hann í lausafjárvandræðum. Sagðist Hákon Örn hafa lánað Sigurði peninga yfir nokkuð tímabil og að lánið hefði numið þremur milljónum krónum. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurður Ragnar Kristinsson sætir ákæru fyrir skipulagningu og innflutning á fimm kílóum af amfetamíni frá Spáni til Íslands í janúar í fyrra. Sigurður kaus að tjá sig ekkert við aðalmeðferðina í morgun. Hann sagði allt hafa komið fram í skýrslutökum hjá lögreglu og hann stæði við framburð sinn þar.Sigurður og Hákon Örn með verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm„Björgunarhringur“ á leið frá Spáni Hákon Örn sagðist hafa verið að fjármagna gerð kvikmyndar og í desember árið 2017 hefði hann vantað pening til baka frá Sigurði. Um er að ræða kvikmyndina Fullir vasar en Hákon nefndi ekki sérstaklega um hvaða mynd væri að ræða í dómsal. Sagði Hákon gerð kvikmyndarinnar hafa farið langt fram úr áætlunum og vantaði hann nauðsynlega pening til að halda framleiðslunni gangandi. Hákon Örn sagðist hafa beðið Sigurð um pening til baka í desember árið 2017 og að Sigurður hefði greint honum frá því að björgunarhringur væri á leið frá Spáni til Íslands. Sigurður hafi sagt Hákoni að kaupa símanúmer sem átti að stíla á pakka sem átti að flytja með DHL frá Spáni til Íslands. Hákon sagðist ekki hafa áttað sig almennilega á því hvað hefði verið í pakkanum, hann taldi að um hefði verið að ræða peningasendingu frá Sigurði sem hann átti að fá sem endurgreiðslu á láninu.Sigurður Ragnar Kristinsson ásamt verjanda sínum, Stefáni Karli Kristjánssyni.Vísir/VilhelmRunnu tvær grímur á Hákon Hákon sagði að það hefðu runnið á hann tvær grímur þegar kom í ljós að pakkinn var stílaður á Skáksamband Íslands. Hann ákvað því að biðja félaga sinn um að greiða fyrir pakkann, taka á móti honum og koma á áfangastað í Mosfellsbæ gegn niðurfellingu skuldar. Hákon sagðist hafa fengið slæma tilfinningu fyrir þessum pakka, án þess að vita hvað væri í honum. Á einhverjum tímapunkti fékk hann að heyra að um eitt kíló af fæðubótarefnum væri að ræða. Sagðist Hákon hafa reynt að fjarlægja sig málinu eins og hann gæti. Þá hefði hann verið samvinnuþýður hjá lögreglu við að upplýsa málið. Hákon sagðist hafa verið góður vinur Sigurðar og málið hefði gengið of langt af hans hálfu vegna þess að hann var meðvirkur með Sigurði vini sínum og vildi ekki bregðast honum. Er Hákon er ákærður fyrir skipulagningu og að leggja ráðin um innflutninginn en hann neitar alfarið sök.
Dómsmál Skáksambandsmálið Tengdar fréttir Réttað í máli Sigurðar í dag Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. 7. janúar 2019 06:00 Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Réttað í máli Sigurðar í dag Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. 7. janúar 2019 06:00
Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. 7. janúar 2019 09:34