Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2019 10:33 Í myndatexta Fréttablaðsins var þroskaður faðir tvegga stúlkubarna kallaður afi þeirra. Runólfur, formaður Félags eldri feðra, segir þetta lýsandi fyrir aldurfordóma sem vaða uppi í þessu samfélagi. Fbl/Anton Brink Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins í tengslum við myndatexta við mynd sem birtist í blaðinu á gamlaársdag. Þar segir að margt hafi verið um manninn á flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Gróubúð á Grandagarði. „Þessar stúlkur virtu fyrir sér flugeldapakkann Tralla, á meðan afi þeirra hafði mögulega augastað á einhverju örlitlu kraftmeira.“Æskudýrkun og aldursfordómar Meinið er að þar var ekki afi stúlknanna á ferð heldur faðir þeirra. Runólfur Ágústsson, sem er formaður Félags eldri feðra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar sem segir „Félag eldri feðra harmar þau inngrónu viðhorf upphafinnar æskudýrkunar og aldursfordóma sem endurspegluðust í mynd Fréttablaðsins af ritara félagsins, dr. Birni Karlssyni hvar hann var staddur ásamt ungum dætrum sínum í flugeldasölu hér í bæ á gamlársdag. Björn var þar titlaður og talinn afi stúlknanna.“Myndin umdeilda en hér er Dr. Björn að huga að flugeldum. Með honum á myndinni eru dætur hans Birna Eldey og Ásta Melrós.fbl/ernirRunólfur bendir á að blaðið hafi nú þegar leiðrétt fréttina en það sé „allt of algengt að einstaklingar sem komnir eru á miðjan aldur séu afskrifaðir sem virkir þátttakendur í okkar samfélagi. Í því samhengi og út frá þeim aldursfordómum sem koma hér fram hjá miðlinum bendir félagið sérstaklega á getu og hæfni félagmanna til barneigna og uppeldis sem að mati þess vex með auknum þokka, þroska og aldri. Eldri feður eru betri feður!“ Svo segir í yfirlýsingu sem Runólfur sendir frá sér fyrir hönd félagsins.Fórnarlambið vill sem minnst úr málinu gera Ritari félagsins, sá sem fyrir þessum mistökum varð, er ekki eins herskár og formaðurinn. Segir þetta aðallega vandræðalegt. Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi blaðsins og fyrrverandi ritstjóri hafi sett sig í samband við hann en Björn vildi sem minnst úr málinu gera. „Hún sagði að ljósmyndarinn hefði gert þessi mistök, að tala ekki við mig. Og baðst afsökunar, sem ég tók gilda.“ Félag eldri feðra er um þriggja ára gamall félagsskapur, óformlegur en félagsmenn eru um fimmtán talsins. Í þeim hópi eru auk Runólfs og Björns menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara og Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmanns.Uppfært 14:25 Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar var Björn í myndatexta kallaður Dr. Bjarni. Sem er allt annar maður. Þetta hefur nú verið lagfært. Dr. Björn sem og lesendur er beðinn afsökunar og mistökin hörmuð. Blm. Félagsmál Tengdar fréttir Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Félag eldri feðra harmar mistök Fréttablaðsins í tengslum við myndatexta við mynd sem birtist í blaðinu á gamlaársdag. Þar segir að margt hafi verið um manninn á flugeldasölu björgunarsveitarinnar Ársæls í Gróubúð á Grandagarði. „Þessar stúlkur virtu fyrir sér flugeldapakkann Tralla, á meðan afi þeirra hafði mögulega augastað á einhverju örlitlu kraftmeira.“Æskudýrkun og aldursfordómar Meinið er að þar var ekki afi stúlknanna á ferð heldur faðir þeirra. Runólfur Ágústsson, sem er formaður Félags eldri feðra, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar sem segir „Félag eldri feðra harmar þau inngrónu viðhorf upphafinnar æskudýrkunar og aldursfordóma sem endurspegluðust í mynd Fréttablaðsins af ritara félagsins, dr. Birni Karlssyni hvar hann var staddur ásamt ungum dætrum sínum í flugeldasölu hér í bæ á gamlársdag. Björn var þar titlaður og talinn afi stúlknanna.“Myndin umdeilda en hér er Dr. Björn að huga að flugeldum. Með honum á myndinni eru dætur hans Birna Eldey og Ásta Melrós.fbl/ernirRunólfur bendir á að blaðið hafi nú þegar leiðrétt fréttina en það sé „allt of algengt að einstaklingar sem komnir eru á miðjan aldur séu afskrifaðir sem virkir þátttakendur í okkar samfélagi. Í því samhengi og út frá þeim aldursfordómum sem koma hér fram hjá miðlinum bendir félagið sérstaklega á getu og hæfni félagmanna til barneigna og uppeldis sem að mati þess vex með auknum þokka, þroska og aldri. Eldri feður eru betri feður!“ Svo segir í yfirlýsingu sem Runólfur sendir frá sér fyrir hönd félagsins.Fórnarlambið vill sem minnst úr málinu gera Ritari félagsins, sá sem fyrir þessum mistökum varð, er ekki eins herskár og formaðurinn. Segir þetta aðallega vandræðalegt. Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi blaðsins og fyrrverandi ritstjóri hafi sett sig í samband við hann en Björn vildi sem minnst úr málinu gera. „Hún sagði að ljósmyndarinn hefði gert þessi mistök, að tala ekki við mig. Og baðst afsökunar, sem ég tók gilda.“ Félag eldri feðra er um þriggja ára gamall félagsskapur, óformlegur en félagsmenn eru um fimmtán talsins. Í þeim hópi eru auk Runólfs og Björns menn á borð við Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, Ara Edwald forstjóra, Halldór Baldursson skopmyndateiknara og Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmanns.Uppfært 14:25 Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar var Björn í myndatexta kallaður Dr. Bjarni. Sem er allt annar maður. Þetta hefur nú verið lagfært. Dr. Björn sem og lesendur er beðinn afsökunar og mistökin hörmuð. Blm.
Félagsmál Tengdar fréttir Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fimmtugir feður hafa meiri tíma fyrir börnin Hópur karla sem eignast börn eftir fimmtugt hefur stofnað félagsskap. Formaðurinn segir menn fyrst þá hafa nægilegan þroska í föðurhlutverkið og telur leikskólana vera talsvert betri í dag en þeir voru fyrir þrjátíu árum. 4. maí 2017 07:00