Fletti ofan af knattspyrnusambandi Gana og var myrtur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2019 22:30 Kwesi, fyrrum formaður knattspyrnusambands Gana, sést hér taka við mútum. Þetta myndskeið varð honum að falli. Rannsóknarblaðamaðurinn Ahmed Hussein-Suale var myrtur í Gana á miðvikudag. Hann átti stóran þátt í að opinbera mikla spillingu innan knattspyrnusambands þjóðarinnar. Tveir menn á mótorhjóli keyrðu upp að bifreið Hussein-Suale og skutu hann til bana með þremur skotum. Hann lést á staðnum. Hussein-Suale var einn af aðalmönnunum sem notuðu faldar myndavélar og villtu á sér heimildir til þess að fletta ofan af spillingunni í Gana. Þeir gripu fjölmarga innan hreyfingarinnar að því að þiggja mútur. Þar á meðal sjálfan formann knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantakyi. Sá var á endanum settur í lífstíðarbann frá knattspyrnu og stjórnvöld í Gana tóku yfir rekstur knattspyrnusambandsins. Hussein-Suale eignaðist því marga volduga óvini og er talið að einhver þeirra standi að baki morðinu. Þingmaðurinn Kennedy Agyapong var mjög ósáttur við blaðamennskuna og hvatti landa sína til þess að ganga í skrokk á Hussein-Suale. Það er sláandi að sjá þetta viðtal.Sad news, but we shall not be silenced. Rest in peace, Ahmed. #JournalismIsNotACrime#SayNoToCorruptionpic.twitter.com/Gk2Jdgo6Sn — Anas Aremeyaw Anas (@anasglobal) January 17, 2019 Agyapong var í gær færður til yfirheyrslu en hann er ekki sagður vera grunaður um aðild að morðinu. Ofbeldi gegn blaðamönnum í Gana er ekki algengt en aðeins einn blaðamaður hafði verið myrtur í landinu áður. Það var árið 1992. Fótbolti Gana Tengdar fréttir Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Fyrrum forseti knattspyrnusambands Gana í lífstíðarbann Einn valdamesti maðurinn í afrískum fótbolta, Kwesi Nyantakyi, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta en hann var gripinn glóðvolgur við að þiggja mútur. 31. október 2018 10:30 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Rannsóknarblaðamaðurinn Ahmed Hussein-Suale var myrtur í Gana á miðvikudag. Hann átti stóran þátt í að opinbera mikla spillingu innan knattspyrnusambands þjóðarinnar. Tveir menn á mótorhjóli keyrðu upp að bifreið Hussein-Suale og skutu hann til bana með þremur skotum. Hann lést á staðnum. Hussein-Suale var einn af aðalmönnunum sem notuðu faldar myndavélar og villtu á sér heimildir til þess að fletta ofan af spillingunni í Gana. Þeir gripu fjölmarga innan hreyfingarinnar að því að þiggja mútur. Þar á meðal sjálfan formann knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantakyi. Sá var á endanum settur í lífstíðarbann frá knattspyrnu og stjórnvöld í Gana tóku yfir rekstur knattspyrnusambandsins. Hussein-Suale eignaðist því marga volduga óvini og er talið að einhver þeirra standi að baki morðinu. Þingmaðurinn Kennedy Agyapong var mjög ósáttur við blaðamennskuna og hvatti landa sína til þess að ganga í skrokk á Hussein-Suale. Það er sláandi að sjá þetta viðtal.Sad news, but we shall not be silenced. Rest in peace, Ahmed. #JournalismIsNotACrime#SayNoToCorruptionpic.twitter.com/Gk2Jdgo6Sn — Anas Aremeyaw Anas (@anasglobal) January 17, 2019 Agyapong var í gær færður til yfirheyrslu en hann er ekki sagður vera grunaður um aðild að morðinu. Ofbeldi gegn blaðamönnum í Gana er ekki algengt en aðeins einn blaðamaður hafði verið myrtur í landinu áður. Það var árið 1992.
Fótbolti Gana Tengdar fréttir Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Fyrrum forseti knattspyrnusambands Gana í lífstíðarbann Einn valdamesti maðurinn í afrískum fótbolta, Kwesi Nyantakyi, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta en hann var gripinn glóðvolgur við að þiggja mútur. 31. október 2018 10:30 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00
Fyrrum forseti knattspyrnusambands Gana í lífstíðarbann Einn valdamesti maðurinn í afrískum fótbolta, Kwesi Nyantakyi, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta en hann var gripinn glóðvolgur við að þiggja mútur. 31. október 2018 10:30
Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26