Móðir Elvars Arnar var heldur betur sátt með varnarleikinn hjá sínum strák en það vill svo til að Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, þjálfaði hana á yngri árum. Hún sagðist eiga mikið í varnarleik stráksins.
Gústav Jakob Daníelsson, faðir Björgvins Páls, var heldur betur sáttur með sinn mann eftir leik en hann viðurkennir að taka neikvæða umræðu um markvörslu landsliðsins meira inn á sig en Björgvin sjálfur.
Móðir Arons Pálmarsson var svo mjög stolt með leiðtogann og fyrirliðann sem sonur hennar er. Arndísi vantar reyndar miða á leikina í Köln því hana langar ekkert heim.
Hér að neðan má sjá foreldraröltið eftir leik.
Viðmælendur í réttri röð:
Benoný Friðriksson (eyjamaður)
Arndís Heiða Einarsdóttir (móðir Arons Pálmarssonar)
Þorger Haraldsson (formaður handknattleiksdeildar Hauka) og Ragnhildur Sigurðardóttir (móðir Elvars Arnar)
Gústaf Ólafsson (faðir Ólafs Gústafssonar)
Gústav Jakob Daníelsson (faðir Björgvins Páls)