Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 16:23 Pelosi býður Trump að fresta stefnuræðu sinni eða senda hana inn skriflega. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur dregið til baka boð sitt til Donalds Trump forseta um að hann flytji stefnuræðu í þinginu. Ástæðan er lokun alríkisstofnana sem hefur nú staðið yfir í tæpan mánuð. Í bréfi sem Pelosi sendi forsetanum kemur fram að lokun alríkisstofnana þýði að ekki sé hægt að tryggja nauðsynlegar öryggisráðstafanir í kringum árlega stefnuræðu sem til stóð að Trump flytti 29. janúar. Bauð Pelosi honum að fresta stefnuræðunni eða senda þinginu skrifaða ræðu í staðinn og vitnaði til fordæma um um það. Hluti bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður frá því fyrir jól eftir að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn frumvörpum sem demókratar og repúblikanar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump vill reisa á landamærunum við Mexíkó. Pelosi bendir á að hvorki leyniþjónustan sem sér um öryggismál forsetans né heimavarnaráðuneytið hafi verið fjármagnað í 26 daga. Lykildeildir þar séu nú í lamasessi vegna útgjaldadeilu forsetans við þingið. Hvíta húsið hefur ekki svarað erindi þingforsetans. Löng hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti flytji stefnuræðu á Bandaríkjaþingi fyrir báðum deildum þingsins, hæstaréttardómurum og yfirmönnum hersins einu sinni á ári.Here's the letter (dated Sept. 2018) from DHS that Pelosi references when she says SOTU, along with other big events, is designated a "National Special Security Event." pic.twitter.com/NOlAGasxuU— Ashley Killough (@KilloughCNN) January 16, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur dregið til baka boð sitt til Donalds Trump forseta um að hann flytji stefnuræðu í þinginu. Ástæðan er lokun alríkisstofnana sem hefur nú staðið yfir í tæpan mánuð. Í bréfi sem Pelosi sendi forsetanum kemur fram að lokun alríkisstofnana þýði að ekki sé hægt að tryggja nauðsynlegar öryggisráðstafanir í kringum árlega stefnuræðu sem til stóð að Trump flytti 29. janúar. Bauð Pelosi honum að fresta stefnuræðunni eða senda þinginu skrifaða ræðu í staðinn og vitnaði til fordæma um um það. Hluti bandarískra alríkisstofnana hefur verið lokaður frá því fyrir jól eftir að fjárveitingar til þeirra kláruðust. Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn frumvörpum sem demókratar og repúblikanar á þingi höfðu náð saman um og hefðu fjármagnað rekstur stofnananna áfram. Ástæðan var sú að í þeim var ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump vill reisa á landamærunum við Mexíkó. Pelosi bendir á að hvorki leyniþjónustan sem sér um öryggismál forsetans né heimavarnaráðuneytið hafi verið fjármagnað í 26 daga. Lykildeildir þar séu nú í lamasessi vegna útgjaldadeilu forsetans við þingið. Hvíta húsið hefur ekki svarað erindi þingforsetans. Löng hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti flytji stefnuræðu á Bandaríkjaþingi fyrir báðum deildum þingsins, hæstaréttardómurum og yfirmönnum hersins einu sinni á ári.Here's the letter (dated Sept. 2018) from DHS that Pelosi references when she says SOTU, along with other big events, is designated a "National Special Security Event." pic.twitter.com/NOlAGasxuU— Ashley Killough (@KilloughCNN) January 16, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09 Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Trump sagður hafa slegið í borðið og stormað út af fundi Donald Trump fundaði með leiðtogum Demókrata á Bandaríkjaþingi í kvöld. 9. janúar 2019 21:09
Demókratar taka við völdum í fulltrúadeildinni Nancy Pelosi tók í dag við fundarhamri fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og verður þannig ein af valdamestu konum Bandaríkjanna 3. janúar 2019 19:36