Une Misère á mála hjá Nuclear Blast Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 16. janúar 2019 11:46 Meðlimir Une Misère hafa allir verið virkir í íslensku grasrótarsenuninni í töluverðan tíma, og verið meðlimir fjölda annarra þungarokkssveita. Amy Haslehurst Íslenska öfgarokksveitin íslenska Une Misère hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfurisann Nuclear Blast. Í tilefni þess gaf sveitin út lagið Damages ásamt myndbandi nú í morgun. Hljómsveitin hefur starfað markvisst að þessu síðastliðin tvö ár en metnaður og kröftug sviðsframkoma sveitarinnar hefur ekki getað farið fram hjá þeim sem fylgjast með þessum anga tónlistar á Íslandi. Þrátt fyrir það er þetta stórt skref fyrir sveitina og merkur árangur, sér í lagi þar sem sveitin hefur áður einungis gefið út eina smáskífu og þriggja laga kassettu á stafrænu formi. Draumur að rætast Samkvæmt tilkynningu frá sveitinni eru meðlimir Une Misère „yfir sig hrifnir af gangi mála og eru virkilega spenntir að fá þetta tækifæri til að komast nær markmiði sínu.“ Þar kemur jafnframt fram að áður en hljómsveitin var stofnuð þótti þeim ansi fjarstæðukennt að eitthvað eins og þetta myndi í rauninni gerast, „að þetta stór draumur myndi í alvöru rætast.“ Sveitin er skipuð söngvaranum Jóni Má Ásbjörnssyni, trommuleikaranum Benjamín Bent Árnasyni, bassaleikaranum Þorsteini Gunnari Friðrikssyni og gítarleikurunum Finnboga Erni Einarssyni, Fannari Má Oddssyni og Gunnari Inga Jones, en Finnbogi og Fannar syngja einnig. Nuclear Blast hefur hýst og hýsir mörg af allra stærstu nöfnum þungarokksheimsins í dag en þar má nefna Slayer, Meshuggah og Behemoth, en einnig má nefna að íslenska rokksveitin The Vintage Caravan er gefin út af plötufyrirtækinu. Þunglyndi, kvíði og fíkn Í tilefni samningsins ákvað sveitin að gefa út nýtt lag og myndband, við lagið „Damages“ Samkvæmt tilkynningu fjallar lagið um „að vera staddur á brúninni og það er engin undankomuleið í sjónmáli. Það fjallar um það að finna ekki fyrir neinu öðru en öllu því versta sem maðurinn getur ímyndað sér. Damages fjallar um þunglyndi, kvíða og fíkn því eins og er þá munu geðsjúkdómar og fíkn alltaf vera til staðar, þetta er ekki læknanlegt ástand. Hinsvegar er það meðhöndlanlegt – með hjálp.“ Þetta rímar við öflug skilaboð sem hljómsveitin hefur að flytja gagnvart geðsjúkdómum, fíknivandamálum og hvernig tekið er á þeim í dag. Í tilkynningu kemur einnig fram að lagið sé tileinkað Bjarna Jóhannesi Ólafssyni, „góðum vini sem yfirgaf þennan heim alltof snemma.“ Tónlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Íslenska öfgarokksveitin íslenska Une Misère hefur skrifað undir plötusamning við þýska útgáfurisann Nuclear Blast. Í tilefni þess gaf sveitin út lagið Damages ásamt myndbandi nú í morgun. Hljómsveitin hefur starfað markvisst að þessu síðastliðin tvö ár en metnaður og kröftug sviðsframkoma sveitarinnar hefur ekki getað farið fram hjá þeim sem fylgjast með þessum anga tónlistar á Íslandi. Þrátt fyrir það er þetta stórt skref fyrir sveitina og merkur árangur, sér í lagi þar sem sveitin hefur áður einungis gefið út eina smáskífu og þriggja laga kassettu á stafrænu formi. Draumur að rætast Samkvæmt tilkynningu frá sveitinni eru meðlimir Une Misère „yfir sig hrifnir af gangi mála og eru virkilega spenntir að fá þetta tækifæri til að komast nær markmiði sínu.“ Þar kemur jafnframt fram að áður en hljómsveitin var stofnuð þótti þeim ansi fjarstæðukennt að eitthvað eins og þetta myndi í rauninni gerast, „að þetta stór draumur myndi í alvöru rætast.“ Sveitin er skipuð söngvaranum Jóni Má Ásbjörnssyni, trommuleikaranum Benjamín Bent Árnasyni, bassaleikaranum Þorsteini Gunnari Friðrikssyni og gítarleikurunum Finnboga Erni Einarssyni, Fannari Má Oddssyni og Gunnari Inga Jones, en Finnbogi og Fannar syngja einnig. Nuclear Blast hefur hýst og hýsir mörg af allra stærstu nöfnum þungarokksheimsins í dag en þar má nefna Slayer, Meshuggah og Behemoth, en einnig má nefna að íslenska rokksveitin The Vintage Caravan er gefin út af plötufyrirtækinu. Þunglyndi, kvíði og fíkn Í tilefni samningsins ákvað sveitin að gefa út nýtt lag og myndband, við lagið „Damages“ Samkvæmt tilkynningu fjallar lagið um „að vera staddur á brúninni og það er engin undankomuleið í sjónmáli. Það fjallar um það að finna ekki fyrir neinu öðru en öllu því versta sem maðurinn getur ímyndað sér. Damages fjallar um þunglyndi, kvíða og fíkn því eins og er þá munu geðsjúkdómar og fíkn alltaf vera til staðar, þetta er ekki læknanlegt ástand. Hinsvegar er það meðhöndlanlegt – með hjálp.“ Þetta rímar við öflug skilaboð sem hljómsveitin hefur að flytja gagnvart geðsjúkdómum, fíknivandamálum og hvernig tekið er á þeim í dag. Í tilkynningu kemur einnig fram að lagið sé tileinkað Bjarna Jóhannesi Ólafssyni, „góðum vini sem yfirgaf þennan heim alltof snemma.“
Tónlist Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira