Allt að 150 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2019 10:16 Ný könnun ASÍ leiðir í ljós mikinn mun milli sveitarfélaga. vísir/vilhelm Allt að 53% eða 150.205 kr. verðmunur er á almennum leikskólagjöldum á ári milli sveitarfélaganna miðað við 8 tíma með fæði. Þetta sýnir ný könnun Alþýðusambands Íslands þar sem samanburður var gerður á leikskólagjöldum. Þar segir að verðmunurinn sé enn meiri, 69% eða 131.802 kr. á ári milli ef sömu leikskólagjöld fyrir forgangshópa eru skoðuð. Munurinn er líka meiri ef gjöld fyrir 9 tíma eru skoðuð. Á almennu gjaldi er 58% munur eða 17.837 kr. á mánuði sem jafngildir 196.207 kr. á ári og 65% munur er á hæsta og lægsta gjaldi fyrir forgangshópa eða 14.049 kr. á mánuði sem jafngildir 154.539 kr. á ári.Lægstu gjöldin í Reykjavík Miðað við 8 tíma (almennt gjald) eru lægstu gjöldin í Reykjavík, 25.963 kr. en þau hæstu í Garðabæ, 39.618 kr. Fyrir forgangshópa (8 tímar m. fæði) eru gjöldin lægst í Reykjavík. 17.259 kr. en hæst hjá Sveitarfélaginu Árborg 29.241 kr. Níu tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa kostar mest í Kópavogi, 34.387 kr. en minnst í Reykjavík, 21.512 kr. en almennt gjald fyrir 9 tíma vistun er hæst í Fljótsdalshéraði, 46.770 kr. en lægst á Seltjarnarnesi, 29.249 kr. 13 af 16 sveitarfélögum hækka leikskólagjöldin (m. fæði) milli ára en hækkunin nam oftast um 2-3 %. Mestu hækkanirnar á 8 tíma gjaldi m. mat eru á Seltjarnarnesi, 5% almennt gjald og 5,4% fyrir forgangshópa og hjá Fljótsdalshéraði 4,2% á almennu gjaldi og 5% hjá forgangshópum. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð eða 4,1% á 8 tímum m. mat og 5,3% lækkun á sama gjaldi fyrir forgangshópa. Mesta hækkun á tímagjaldi er 4% hækkun á Seltjarnarnesi en mesta lækkun er 11,8% á tímagjaldi fyrir forgangshópa í Skagafirði. Mesta hækkun á matargjaldi er 12,8% hjá Fljótsdalshéraði en mesta lækkun á sama gjaldi er 16,6% í Fjarðarbyggð.8 tímar dýrastir í Garðabæ Mikill munur er á leikskólagjöldum sveitarfélaganna en 53% munur er á hæstu og lægstu almennu gjöldunum, 8 tímum með fæði eða 13.655 kr á mánuði sem jafngildir 150.205 kr. á ári. Hæst eru gjöldin í Garðabæ 39.618 en þau hækkuðu um 3% um áramótin. Næst hæst eru þau á Fljótsdalshéraði, 38.783 kr. þar sem þau hækkuðu um 4,2% um áramót en þriðju hæst eru leikskólagjöldin á Akranesi, 37.170 kr. en þau hækkuðu um 3% um áramót. Lægst eru gjöldin í Reykjavík, 25.963 þrátt fyrir 2,9% hækkun og næst lægst á Seltjarnarnesi, 27.180 kr. eftir 5% hækkun um áramótin. Mesta hækkunin var á Seltjarnarnesi en mesta lækkunin í Fjarðarbyggð, 4,1% sem er með sjöttu ódýrustu gjöldin.ASÍHæstu gjöldin fyrir forgangshópa í Árborg Heildarmyndin breytist töluvert þegar gjöld fyrir forgangshópa eru skoðuð en meðal þeirra sem tilheyra þeim hópi eru einstæðir foreldrar, námsmenn og öryrkjar. Hæstu gjöldin fyrir þennan hóp miðað við 8 tíma með fæði eru hjá Sveitarfélaginu Árborg, 29.241 kr. eftir 3,61% hækkun um áramótin og næst hæstu gjöldin eru í Vestmanneyjum, 29.057 kr. eftir 3,81% hækkun. Reykjanesbær er með þriðju hæstu gjöldin eða 30 kr. lægri en Vestmanneyjar, 29.027 kr. eftir 2,99% hækkun. Mesta hækkunin milli ára hjá þessum hópi er á Seltjarnarnesi eða 5,41 % sem er þrátt fyrir það með næst lægstu gjöldin og næst mesta hækkunin er hjá Fljótsdalshéraði, 4,98% sem er með fjórðu hæstu gjöldin. Gjöldin lækka mest í Fjarðarbyggð um 5,35% og næst mest í Skagafirði um 5,34%. Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum er 69% eða 11.982 kr. sem gerir 131.802 kr. á ári.ASÍ9 tímar 44% dýrari en 8 tímar í Kópavogi Margir foreldrar nýta sér að geta haft börnin í 9 tíma á leikskóla til að auðveldara sé að samræma vistunartíma barna við vinnutíma og getur það jafnvel verið nauðsynlegt fyrir suma eins og einstæða foreldra. Níundi tíminn er hins vegar mjög dýr í mörgum tilfellum og getur hækkað leikskólagjöldin töluvert. Lægstu almennu gjöldin fyrir 9 tíma með fæði eru á Seltjarnarnesi, 30.685 kr. þrátt fyrir 4,9% hækkun en þau hæstu í Fljótsdalshéraði, 48.522 kr. eftir 3,7% hækkun.ASÍLægstu gjöldin (9 tímar m. fæði) fyrir forgangshópa eru í Reykjavík, 21.512 kr. (2,9% hækkun) en þau hæstu í Kópavogi, 34.387 kr. en þar hækkuðu gjöldin um 3,4% um áramót. Dýrasti níundi klukkutíminn er í Kópavogi á 14.472 kr. en gjöldin þar hækka um 44% við það að vera með barn í vistun í 9 tíma í stað 8 tíma. Ódýrastur er níundi tíminn í Skagafirði en þar kostar það einungis 3.066 kr. á mánuði að bæta níunda tímanum við.Systkinaafslættir Systkinaafslættir er eitt af því sem getur haft mikil áhrif ef fólk er með fleira en eitt barn á leikskóla. Afslátturinn er mismikill eftir sveitarfélögum eða frá 25-75% fyrir annað barn og 75-100% afsláttur fyrir þriðja barn. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám fyrir vistun og fæði í leikskólum hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2019.Sjá samanburð á leikskólagjöldum 2018 og 2019 hér. Garðabær Reykjanesbær Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Allt að 53% eða 150.205 kr. verðmunur er á almennum leikskólagjöldum á ári milli sveitarfélaganna miðað við 8 tíma með fæði. Þetta sýnir ný könnun Alþýðusambands Íslands þar sem samanburður var gerður á leikskólagjöldum. Þar segir að verðmunurinn sé enn meiri, 69% eða 131.802 kr. á ári milli ef sömu leikskólagjöld fyrir forgangshópa eru skoðuð. Munurinn er líka meiri ef gjöld fyrir 9 tíma eru skoðuð. Á almennu gjaldi er 58% munur eða 17.837 kr. á mánuði sem jafngildir 196.207 kr. á ári og 65% munur er á hæsta og lægsta gjaldi fyrir forgangshópa eða 14.049 kr. á mánuði sem jafngildir 154.539 kr. á ári.Lægstu gjöldin í Reykjavík Miðað við 8 tíma (almennt gjald) eru lægstu gjöldin í Reykjavík, 25.963 kr. en þau hæstu í Garðabæ, 39.618 kr. Fyrir forgangshópa (8 tímar m. fæði) eru gjöldin lægst í Reykjavík. 17.259 kr. en hæst hjá Sveitarfélaginu Árborg 29.241 kr. Níu tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa kostar mest í Kópavogi, 34.387 kr. en minnst í Reykjavík, 21.512 kr. en almennt gjald fyrir 9 tíma vistun er hæst í Fljótsdalshéraði, 46.770 kr. en lægst á Seltjarnarnesi, 29.249 kr. 13 af 16 sveitarfélögum hækka leikskólagjöldin (m. fæði) milli ára en hækkunin nam oftast um 2-3 %. Mestu hækkanirnar á 8 tíma gjaldi m. mat eru á Seltjarnarnesi, 5% almennt gjald og 5,4% fyrir forgangshópa og hjá Fljótsdalshéraði 4,2% á almennu gjaldi og 5% hjá forgangshópum. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð eða 4,1% á 8 tímum m. mat og 5,3% lækkun á sama gjaldi fyrir forgangshópa. Mesta hækkun á tímagjaldi er 4% hækkun á Seltjarnarnesi en mesta lækkun er 11,8% á tímagjaldi fyrir forgangshópa í Skagafirði. Mesta hækkun á matargjaldi er 12,8% hjá Fljótsdalshéraði en mesta lækkun á sama gjaldi er 16,6% í Fjarðarbyggð.8 tímar dýrastir í Garðabæ Mikill munur er á leikskólagjöldum sveitarfélaganna en 53% munur er á hæstu og lægstu almennu gjöldunum, 8 tímum með fæði eða 13.655 kr á mánuði sem jafngildir 150.205 kr. á ári. Hæst eru gjöldin í Garðabæ 39.618 en þau hækkuðu um 3% um áramótin. Næst hæst eru þau á Fljótsdalshéraði, 38.783 kr. þar sem þau hækkuðu um 4,2% um áramót en þriðju hæst eru leikskólagjöldin á Akranesi, 37.170 kr. en þau hækkuðu um 3% um áramót. Lægst eru gjöldin í Reykjavík, 25.963 þrátt fyrir 2,9% hækkun og næst lægst á Seltjarnarnesi, 27.180 kr. eftir 5% hækkun um áramótin. Mesta hækkunin var á Seltjarnarnesi en mesta lækkunin í Fjarðarbyggð, 4,1% sem er með sjöttu ódýrustu gjöldin.ASÍHæstu gjöldin fyrir forgangshópa í Árborg Heildarmyndin breytist töluvert þegar gjöld fyrir forgangshópa eru skoðuð en meðal þeirra sem tilheyra þeim hópi eru einstæðir foreldrar, námsmenn og öryrkjar. Hæstu gjöldin fyrir þennan hóp miðað við 8 tíma með fæði eru hjá Sveitarfélaginu Árborg, 29.241 kr. eftir 3,61% hækkun um áramótin og næst hæstu gjöldin eru í Vestmanneyjum, 29.057 kr. eftir 3,81% hækkun. Reykjanesbær er með þriðju hæstu gjöldin eða 30 kr. lægri en Vestmanneyjar, 29.027 kr. eftir 2,99% hækkun. Mesta hækkunin milli ára hjá þessum hópi er á Seltjarnarnesi eða 5,41 % sem er þrátt fyrir það með næst lægstu gjöldin og næst mesta hækkunin er hjá Fljótsdalshéraði, 4,98% sem er með fjórðu hæstu gjöldin. Gjöldin lækka mest í Fjarðarbyggð um 5,35% og næst mest í Skagafirði um 5,34%. Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum er 69% eða 11.982 kr. sem gerir 131.802 kr. á ári.ASÍ9 tímar 44% dýrari en 8 tímar í Kópavogi Margir foreldrar nýta sér að geta haft börnin í 9 tíma á leikskóla til að auðveldara sé að samræma vistunartíma barna við vinnutíma og getur það jafnvel verið nauðsynlegt fyrir suma eins og einstæða foreldra. Níundi tíminn er hins vegar mjög dýr í mörgum tilfellum og getur hækkað leikskólagjöldin töluvert. Lægstu almennu gjöldin fyrir 9 tíma með fæði eru á Seltjarnarnesi, 30.685 kr. þrátt fyrir 4,9% hækkun en þau hæstu í Fljótsdalshéraði, 48.522 kr. eftir 3,7% hækkun.ASÍLægstu gjöldin (9 tímar m. fæði) fyrir forgangshópa eru í Reykjavík, 21.512 kr. (2,9% hækkun) en þau hæstu í Kópavogi, 34.387 kr. en þar hækkuðu gjöldin um 3,4% um áramót. Dýrasti níundi klukkutíminn er í Kópavogi á 14.472 kr. en gjöldin þar hækka um 44% við það að vera með barn í vistun í 9 tíma í stað 8 tíma. Ódýrastur er níundi tíminn í Skagafirði en þar kostar það einungis 3.066 kr. á mánuði að bæta níunda tímanum við.Systkinaafslættir Systkinaafslættir er eitt af því sem getur haft mikil áhrif ef fólk er með fleira en eitt barn á leikskóla. Afslátturinn er mismikill eftir sveitarfélögum eða frá 25-75% fyrir annað barn og 75-100% afsláttur fyrir þriðja barn. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám fyrir vistun og fæði í leikskólum hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2019.Sjá samanburð á leikskólagjöldum 2018 og 2019 hér.
Garðabær Reykjanesbær Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira