Allt að 150 þúsund króna munur á leikskólagjöldum Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2019 10:16 Ný könnun ASÍ leiðir í ljós mikinn mun milli sveitarfélaga. vísir/vilhelm Allt að 53% eða 150.205 kr. verðmunur er á almennum leikskólagjöldum á ári milli sveitarfélaganna miðað við 8 tíma með fæði. Þetta sýnir ný könnun Alþýðusambands Íslands þar sem samanburður var gerður á leikskólagjöldum. Þar segir að verðmunurinn sé enn meiri, 69% eða 131.802 kr. á ári milli ef sömu leikskólagjöld fyrir forgangshópa eru skoðuð. Munurinn er líka meiri ef gjöld fyrir 9 tíma eru skoðuð. Á almennu gjaldi er 58% munur eða 17.837 kr. á mánuði sem jafngildir 196.207 kr. á ári og 65% munur er á hæsta og lægsta gjaldi fyrir forgangshópa eða 14.049 kr. á mánuði sem jafngildir 154.539 kr. á ári.Lægstu gjöldin í Reykjavík Miðað við 8 tíma (almennt gjald) eru lægstu gjöldin í Reykjavík, 25.963 kr. en þau hæstu í Garðabæ, 39.618 kr. Fyrir forgangshópa (8 tímar m. fæði) eru gjöldin lægst í Reykjavík. 17.259 kr. en hæst hjá Sveitarfélaginu Árborg 29.241 kr. Níu tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa kostar mest í Kópavogi, 34.387 kr. en minnst í Reykjavík, 21.512 kr. en almennt gjald fyrir 9 tíma vistun er hæst í Fljótsdalshéraði, 46.770 kr. en lægst á Seltjarnarnesi, 29.249 kr. 13 af 16 sveitarfélögum hækka leikskólagjöldin (m. fæði) milli ára en hækkunin nam oftast um 2-3 %. Mestu hækkanirnar á 8 tíma gjaldi m. mat eru á Seltjarnarnesi, 5% almennt gjald og 5,4% fyrir forgangshópa og hjá Fljótsdalshéraði 4,2% á almennu gjaldi og 5% hjá forgangshópum. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð eða 4,1% á 8 tímum m. mat og 5,3% lækkun á sama gjaldi fyrir forgangshópa. Mesta hækkun á tímagjaldi er 4% hækkun á Seltjarnarnesi en mesta lækkun er 11,8% á tímagjaldi fyrir forgangshópa í Skagafirði. Mesta hækkun á matargjaldi er 12,8% hjá Fljótsdalshéraði en mesta lækkun á sama gjaldi er 16,6% í Fjarðarbyggð.8 tímar dýrastir í Garðabæ Mikill munur er á leikskólagjöldum sveitarfélaganna en 53% munur er á hæstu og lægstu almennu gjöldunum, 8 tímum með fæði eða 13.655 kr á mánuði sem jafngildir 150.205 kr. á ári. Hæst eru gjöldin í Garðabæ 39.618 en þau hækkuðu um 3% um áramótin. Næst hæst eru þau á Fljótsdalshéraði, 38.783 kr. þar sem þau hækkuðu um 4,2% um áramót en þriðju hæst eru leikskólagjöldin á Akranesi, 37.170 kr. en þau hækkuðu um 3% um áramót. Lægst eru gjöldin í Reykjavík, 25.963 þrátt fyrir 2,9% hækkun og næst lægst á Seltjarnarnesi, 27.180 kr. eftir 5% hækkun um áramótin. Mesta hækkunin var á Seltjarnarnesi en mesta lækkunin í Fjarðarbyggð, 4,1% sem er með sjöttu ódýrustu gjöldin.ASÍHæstu gjöldin fyrir forgangshópa í Árborg Heildarmyndin breytist töluvert þegar gjöld fyrir forgangshópa eru skoðuð en meðal þeirra sem tilheyra þeim hópi eru einstæðir foreldrar, námsmenn og öryrkjar. Hæstu gjöldin fyrir þennan hóp miðað við 8 tíma með fæði eru hjá Sveitarfélaginu Árborg, 29.241 kr. eftir 3,61% hækkun um áramótin og næst hæstu gjöldin eru í Vestmanneyjum, 29.057 kr. eftir 3,81% hækkun. Reykjanesbær er með þriðju hæstu gjöldin eða 30 kr. lægri en Vestmanneyjar, 29.027 kr. eftir 2,99% hækkun. Mesta hækkunin milli ára hjá þessum hópi er á Seltjarnarnesi eða 5,41 % sem er þrátt fyrir það með næst lægstu gjöldin og næst mesta hækkunin er hjá Fljótsdalshéraði, 4,98% sem er með fjórðu hæstu gjöldin. Gjöldin lækka mest í Fjarðarbyggð um 5,35% og næst mest í Skagafirði um 5,34%. Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum er 69% eða 11.982 kr. sem gerir 131.802 kr. á ári.ASÍ9 tímar 44% dýrari en 8 tímar í Kópavogi Margir foreldrar nýta sér að geta haft börnin í 9 tíma á leikskóla til að auðveldara sé að samræma vistunartíma barna við vinnutíma og getur það jafnvel verið nauðsynlegt fyrir suma eins og einstæða foreldra. Níundi tíminn er hins vegar mjög dýr í mörgum tilfellum og getur hækkað leikskólagjöldin töluvert. Lægstu almennu gjöldin fyrir 9 tíma með fæði eru á Seltjarnarnesi, 30.685 kr. þrátt fyrir 4,9% hækkun en þau hæstu í Fljótsdalshéraði, 48.522 kr. eftir 3,7% hækkun.ASÍLægstu gjöldin (9 tímar m. fæði) fyrir forgangshópa eru í Reykjavík, 21.512 kr. (2,9% hækkun) en þau hæstu í Kópavogi, 34.387 kr. en þar hækkuðu gjöldin um 3,4% um áramót. Dýrasti níundi klukkutíminn er í Kópavogi á 14.472 kr. en gjöldin þar hækka um 44% við það að vera með barn í vistun í 9 tíma í stað 8 tíma. Ódýrastur er níundi tíminn í Skagafirði en þar kostar það einungis 3.066 kr. á mánuði að bæta níunda tímanum við.Systkinaafslættir Systkinaafslættir er eitt af því sem getur haft mikil áhrif ef fólk er með fleira en eitt barn á leikskóla. Afslátturinn er mismikill eftir sveitarfélögum eða frá 25-75% fyrir annað barn og 75-100% afsláttur fyrir þriðja barn. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám fyrir vistun og fæði í leikskólum hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2019.Sjá samanburð á leikskólagjöldum 2018 og 2019 hér. Garðabær Reykjanesbær Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Sjá meira
Allt að 53% eða 150.205 kr. verðmunur er á almennum leikskólagjöldum á ári milli sveitarfélaganna miðað við 8 tíma með fæði. Þetta sýnir ný könnun Alþýðusambands Íslands þar sem samanburður var gerður á leikskólagjöldum. Þar segir að verðmunurinn sé enn meiri, 69% eða 131.802 kr. á ári milli ef sömu leikskólagjöld fyrir forgangshópa eru skoðuð. Munurinn er líka meiri ef gjöld fyrir 9 tíma eru skoðuð. Á almennu gjaldi er 58% munur eða 17.837 kr. á mánuði sem jafngildir 196.207 kr. á ári og 65% munur er á hæsta og lægsta gjaldi fyrir forgangshópa eða 14.049 kr. á mánuði sem jafngildir 154.539 kr. á ári.Lægstu gjöldin í Reykjavík Miðað við 8 tíma (almennt gjald) eru lægstu gjöldin í Reykjavík, 25.963 kr. en þau hæstu í Garðabæ, 39.618 kr. Fyrir forgangshópa (8 tímar m. fæði) eru gjöldin lægst í Reykjavík. 17.259 kr. en hæst hjá Sveitarfélaginu Árborg 29.241 kr. Níu tíma vistun með fæði fyrir forgangshópa kostar mest í Kópavogi, 34.387 kr. en minnst í Reykjavík, 21.512 kr. en almennt gjald fyrir 9 tíma vistun er hæst í Fljótsdalshéraði, 46.770 kr. en lægst á Seltjarnarnesi, 29.249 kr. 13 af 16 sveitarfélögum hækka leikskólagjöldin (m. fæði) milli ára en hækkunin nam oftast um 2-3 %. Mestu hækkanirnar á 8 tíma gjaldi m. mat eru á Seltjarnarnesi, 5% almennt gjald og 5,4% fyrir forgangshópa og hjá Fljótsdalshéraði 4,2% á almennu gjaldi og 5% hjá forgangshópum. Mestu lækkanirnar eru hjá Fjarðarbyggð eða 4,1% á 8 tímum m. mat og 5,3% lækkun á sama gjaldi fyrir forgangshópa. Mesta hækkun á tímagjaldi er 4% hækkun á Seltjarnarnesi en mesta lækkun er 11,8% á tímagjaldi fyrir forgangshópa í Skagafirði. Mesta hækkun á matargjaldi er 12,8% hjá Fljótsdalshéraði en mesta lækkun á sama gjaldi er 16,6% í Fjarðarbyggð.8 tímar dýrastir í Garðabæ Mikill munur er á leikskólagjöldum sveitarfélaganna en 53% munur er á hæstu og lægstu almennu gjöldunum, 8 tímum með fæði eða 13.655 kr á mánuði sem jafngildir 150.205 kr. á ári. Hæst eru gjöldin í Garðabæ 39.618 en þau hækkuðu um 3% um áramótin. Næst hæst eru þau á Fljótsdalshéraði, 38.783 kr. þar sem þau hækkuðu um 4,2% um áramót en þriðju hæst eru leikskólagjöldin á Akranesi, 37.170 kr. en þau hækkuðu um 3% um áramót. Lægst eru gjöldin í Reykjavík, 25.963 þrátt fyrir 2,9% hækkun og næst lægst á Seltjarnarnesi, 27.180 kr. eftir 5% hækkun um áramótin. Mesta hækkunin var á Seltjarnarnesi en mesta lækkunin í Fjarðarbyggð, 4,1% sem er með sjöttu ódýrustu gjöldin.ASÍHæstu gjöldin fyrir forgangshópa í Árborg Heildarmyndin breytist töluvert þegar gjöld fyrir forgangshópa eru skoðuð en meðal þeirra sem tilheyra þeim hópi eru einstæðir foreldrar, námsmenn og öryrkjar. Hæstu gjöldin fyrir þennan hóp miðað við 8 tíma með fæði eru hjá Sveitarfélaginu Árborg, 29.241 kr. eftir 3,61% hækkun um áramótin og næst hæstu gjöldin eru í Vestmanneyjum, 29.057 kr. eftir 3,81% hækkun. Reykjanesbær er með þriðju hæstu gjöldin eða 30 kr. lægri en Vestmanneyjar, 29.027 kr. eftir 2,99% hækkun. Mesta hækkunin milli ára hjá þessum hópi er á Seltjarnarnesi eða 5,41 % sem er þrátt fyrir það með næst lægstu gjöldin og næst mesta hækkunin er hjá Fljótsdalshéraði, 4,98% sem er með fjórðu hæstu gjöldin. Gjöldin lækka mest í Fjarðarbyggð um 5,35% og næst mest í Skagafirði um 5,34%. Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum er 69% eða 11.982 kr. sem gerir 131.802 kr. á ári.ASÍ9 tímar 44% dýrari en 8 tímar í Kópavogi Margir foreldrar nýta sér að geta haft börnin í 9 tíma á leikskóla til að auðveldara sé að samræma vistunartíma barna við vinnutíma og getur það jafnvel verið nauðsynlegt fyrir suma eins og einstæða foreldra. Níundi tíminn er hins vegar mjög dýr í mörgum tilfellum og getur hækkað leikskólagjöldin töluvert. Lægstu almennu gjöldin fyrir 9 tíma með fæði eru á Seltjarnarnesi, 30.685 kr. þrátt fyrir 4,9% hækkun en þau hæstu í Fljótsdalshéraði, 48.522 kr. eftir 3,7% hækkun.ASÍLægstu gjöldin (9 tímar m. fæði) fyrir forgangshópa eru í Reykjavík, 21.512 kr. (2,9% hækkun) en þau hæstu í Kópavogi, 34.387 kr. en þar hækkuðu gjöldin um 3,4% um áramót. Dýrasti níundi klukkutíminn er í Kópavogi á 14.472 kr. en gjöldin þar hækka um 44% við það að vera með barn í vistun í 9 tíma í stað 8 tíma. Ódýrastur er níundi tíminn í Skagafirði en þar kostar það einungis 3.066 kr. á mánuði að bæta níunda tímanum við.Systkinaafslættir Systkinaafslættir er eitt af því sem getur haft mikil áhrif ef fólk er með fleira en eitt barn á leikskóla. Afslátturinn er mismikill eftir sveitarfélögum eða frá 25-75% fyrir annað barn og 75-100% afsláttur fyrir þriðja barn. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám fyrir vistun og fæði í leikskólum hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2019.Sjá samanburð á leikskólagjöldum 2018 og 2019 hér.
Garðabær Reykjanesbær Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Sjá meira