Hafa ekki svarað boði á nefndarfund um sendiherrakapal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2019 08:33 Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru á meðal þeirra sem sátu á Klaustur bar. Vísir/Vilhelm Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður. Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði nefndarinnar. Bæði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á fundinn en til hans er boðað vegna Klaustursmálsins svokallaða. Á upptökum af Klaustur bar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra. Bæði Bjarni og Guðlaugur Þór hafa þvertekið fyrir það að Gunnar Bragi eigi eitthvað í þessa veru inni hjá Sjálfstæðismönnum en hafa staðfest að Sigmundur Davíð hafi greint þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Ekkert samkomulag hafi hins vegar legið fyrir um slíkt. Halda átti fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um málið fyrir jól en fundinum var frestað þar sem þeir Sigmundur og Gunnar Bragi höfðu ekki svarað ítrekuðum fundarboðum. Í kjölfarið var sett yfirlýsing á Facebook-síðu Miðflokksins þar sem fullyrt var að þeir sem voru boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefðu enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvorki náðist í Gunnar Braga né Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður í beinni útsendingu á Vísi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00 Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Alls óljóst er hvort að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, muni mæta á opinn fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar sem boðað hefur verið til klukkan 10:30 í dag en þar á að ræða skipan í sendiherrastöður. Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði nefndarinnar. Bæði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, munu mæta á fundinn en til hans er boðað vegna Klaustursmálsins svokallaða. Á upptökum af Klaustur bar mátti heyra þá Gunnar Braga og Sigmund Davíð tala fjálglega um skipanir í sendiherrastöður. Mátti skilja það sem svo af upptökunni að Gunnar Bragi taldi sig eiga inni hjá Sjálfstæðisflokknum og að hann vænti þess að verða skipaður sendiherra. Bæði Bjarni og Guðlaugur Þór hafa þvertekið fyrir það að Gunnar Bragi eigi eitthvað í þessa veru inni hjá Sjálfstæðismönnum en hafa staðfest að Sigmundur Davíð hafi greint þeim frá áhuga Gunnars Braga á sendiherrastöðu. Ekkert samkomulag hafi hins vegar legið fyrir um slíkt. Halda átti fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um málið fyrir jól en fundinum var frestað þar sem þeir Sigmundur og Gunnar Bragi höfðu ekki svarað ítrekuðum fundarboðum. Í kjölfarið var sett yfirlýsing á Facebook-síðu Miðflokksins þar sem fullyrt var að þeir sem voru boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefðu enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvorki náðist í Gunnar Braga né Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verður í beinni útsendingu á Vísi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00 Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47
Klausturmálið fer fyrir siðanefnd með einum hætti eða öðrum Steingrímur J. Sigfússon segir mál Ágústs Ólafs ekki komið á borð forsætisnefndar. 19. desember 2018 09:00
Bjarni og Guðlaugur ræða meintan sendiherrakapal á morgun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu. 15. janúar 2019 13:49