Sallaróleg í viðskiptaráðuneytinu með pólitíska óvissu yfirvofandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 18:00 Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður breska viðskiptaráðuneytisins, segir stemminguna afslappaða þar þrátt fyrir pólitísk stórtíðindi er varða Brexit. Mynd/aðsend Stórtíðinda er að vænta í Brexit málum innan fárra klukkustunda. Breskir þingmenn hefja atkvæðagreiðslu um umdeildan útgöngusáttmála Theresu May forsætisráðherra klukkan sjö og fastlega er reiknað með að hann verði felldur. Töluverð óvissa er um framhaldið. Þrátt fyrir einhvern stærsta áfangann í Brexit ævintýrinu segir Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður í deild Brexitmála og fríverslunar í breska viðskiptaráðuneytinu, að þrátt fyrir allt séu starfsmenn ráðuneytisins óvenju afslappaðir. „Stemmingin er bara góð,“ segir hún. „Þetta Brexit ferli er búið að vera langt og margir pólitískir áfangar á leiðinni. Þetta er líklega stærsti áfanginn til þessa því nú kýs þingið um þennan samning sem búið er verið að semja um síðustu árin. Þetta eru kannski svolítið erfið tímamót þar sem kannanir sýna að samningurinn fer ekkert endilega í gegn. Við sem vinnum í ráðuneytunum bíðum bara eftir næstu fyrirmælum,“ segir Salka en hún áréttar að þetta séu hennar skoðanir og hún talar ekki fyrir hönd ráðuneytisins. Nokkrir möguleikar eru til staðar ef sáttmálinn verður felldur. Theresa May forsætisráðherra hefur varað við því að Bretland geti endað á því að ganga út án sáttmála eða að hætt verði við Brexit ef þingið fellir sáttmálann á eftir. Fjöldi fólks hefur mótmælt fyrir utan breska þingið í dag. Bæði fólk sem er fylgjandi Brexit og þau sem eru því andvíg.EPA/Andy Rain Salka telur að May muni reyna til þrautar að koma samkomulagi við Evrópusambandið í gegn um þingið þrátt fyrir að það verði fellt í kvöld. „Forsætisráðherrann hefur þrjá daga til þess að reyna að breyta samningnum og leggja hann aftur fyrir þingið ef hann verður felldur núna,“ segir hún. „það sem er erfitt við það er að Evrópusambandið er skýrt um að engu sé hægt að breyta. Þá er svo spurning hvort að hún nái breytingum fram og samningnum breyttum í gegn um þingið eða hvort að hún nái engum breytingum fram og þá endum við í svokölluðu „No Deal territory“.“ Salka telur ólíklegt að það verði af því að Bretland gangi út án samnings og trúir því að skapað verði svogrúm til að finna viðunandi lausnir. Hinsvegar skapist óvissuástand ef samningurinn verði felldur í kvöld og enn meiri óvissa ef stefnt verður að útgöngu án samnings. „Það hefur aldrei verið prófað áður og ekkert land áður farið úr Evrópusambandinu eða verið með svona sérstakt samband að þessu leiti. Sennilega þýðir það varðandi fríverslun að þú stólar á Alþjóðaviðskiptastofnunina og þá samninga sem eru þar á milli margra ríkja,“ segir hún. Aðrir þættir kunni að vera óljósari eins og meðhöndlun persónuupplýsinga og annarra gagna og innflutningur og dreifing á lyfjum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Stórtíðinda er að vænta í Brexit málum innan fárra klukkustunda. Breskir þingmenn hefja atkvæðagreiðslu um umdeildan útgöngusáttmála Theresu May forsætisráðherra klukkan sjö og fastlega er reiknað með að hann verði felldur. Töluverð óvissa er um framhaldið. Þrátt fyrir einhvern stærsta áfangann í Brexit ævintýrinu segir Salka Margrét Sigurðardóttir, starfsmaður í deild Brexitmála og fríverslunar í breska viðskiptaráðuneytinu, að þrátt fyrir allt séu starfsmenn ráðuneytisins óvenju afslappaðir. „Stemmingin er bara góð,“ segir hún. „Þetta Brexit ferli er búið að vera langt og margir pólitískir áfangar á leiðinni. Þetta er líklega stærsti áfanginn til þessa því nú kýs þingið um þennan samning sem búið er verið að semja um síðustu árin. Þetta eru kannski svolítið erfið tímamót þar sem kannanir sýna að samningurinn fer ekkert endilega í gegn. Við sem vinnum í ráðuneytunum bíðum bara eftir næstu fyrirmælum,“ segir Salka en hún áréttar að þetta séu hennar skoðanir og hún talar ekki fyrir hönd ráðuneytisins. Nokkrir möguleikar eru til staðar ef sáttmálinn verður felldur. Theresa May forsætisráðherra hefur varað við því að Bretland geti endað á því að ganga út án sáttmála eða að hætt verði við Brexit ef þingið fellir sáttmálann á eftir. Fjöldi fólks hefur mótmælt fyrir utan breska þingið í dag. Bæði fólk sem er fylgjandi Brexit og þau sem eru því andvíg.EPA/Andy Rain Salka telur að May muni reyna til þrautar að koma samkomulagi við Evrópusambandið í gegn um þingið þrátt fyrir að það verði fellt í kvöld. „Forsætisráðherrann hefur þrjá daga til þess að reyna að breyta samningnum og leggja hann aftur fyrir þingið ef hann verður felldur núna,“ segir hún. „það sem er erfitt við það er að Evrópusambandið er skýrt um að engu sé hægt að breyta. Þá er svo spurning hvort að hún nái breytingum fram og samningnum breyttum í gegn um þingið eða hvort að hún nái engum breytingum fram og þá endum við í svokölluðu „No Deal territory“.“ Salka telur ólíklegt að það verði af því að Bretland gangi út án samnings og trúir því að skapað verði svogrúm til að finna viðunandi lausnir. Hinsvegar skapist óvissuástand ef samningurinn verði felldur í kvöld og enn meiri óvissa ef stefnt verður að útgöngu án samnings. „Það hefur aldrei verið prófað áður og ekkert land áður farið úr Evrópusambandinu eða verið með svona sérstakt samband að þessu leiti. Sennilega þýðir það varðandi fríverslun að þú stólar á Alþjóðaviðskiptastofnunina og þá samninga sem eru þar á milli margra ríkja,“ segir hún. Aðrir þættir kunni að vera óljósari eins og meðhöndlun persónuupplýsinga og annarra gagna og innflutningur og dreifing á lyfjum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Bein útsending: Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
Ögurstund í Brexit málum í kvöld Greidd verða atkvæði um Brexit sáttmála Theresu May forsætisráðherra Bretlands í kvöld. 15. janúar 2019 13:00
Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00