Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 22:40 Frá minningarathöfn í dag. EPA/ADAM WARLAWA Maðurinn sem stakk Pawal Adamowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, á langan sakaferil að baki. Hann hefur með annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Honum var síðast sleppt úr fangelsi undir lok síðasta árs. Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. Hann verður látinn sæta geðrannsókn svo kanna megi hvort hægt sé að rétta yfir honum. Fregnir herma, samkvæmt BBC, að árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, hafi öskrað Adamowicz er dauður á sviði og sagt að hann hafi verið ranglega dæmdur og fangelsaður. Þá mun hann hafa sagt að hann hefði verið pyntaður í fangelsi.Adamowicz gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Hann fékk meðal annars stungusár á hjartað og vélindað. Læknar segja hann hafa fengið 41 skammt af blóði á meðan á aðgerðinni stóð og þegar fregnir af alvarleika sára hans bárust mynduðust langar raðir af fólki sem vildi gefa blóð. Jónína Benediktsdóttir, sem er stödd í Gdansk, segir íbúa borgarinnar í Póllandi hálflamaða af sorg vegna morðs borgarstjórans Pawel Adamowicz. Hann var stunginn á góðgerðarviðburði í gær og lést á sjúkrahúsi í dag. Pawels Adamowicz var 53 ára gamall. Hann hlaut alvarlega kviðáverka í árásinni og gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Jónína segir Adamowicz hafa verið vel liðinn í borginni og Gdansk hafi blómstrað undir hans stjórn. Hann tók við stjórn borgarinnar árið 1998 og var endurkjörinn fjórum sinnum, nú síðast í nóvember.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um morðið, þar sem rætt var við Jónínu. Pólland Tengdar fréttir Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær. 14. janúar 2019 10:09 Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Maðurinn sem stakk Pawal Adamowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, á langan sakaferil að baki. Hann hefur með annars verið dæmdur fyrir bankarán og árás á lögregluþjón. Honum var síðast sleppt úr fangelsi undir lok síðasta árs. Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa. Hann verður látinn sæta geðrannsókn svo kanna megi hvort hægt sé að rétta yfir honum. Fregnir herma, samkvæmt BBC, að árásarmaðurinn, sem er 27 ára gamall, hafi öskrað Adamowicz er dauður á sviði og sagt að hann hafi verið ranglega dæmdur og fangelsaður. Þá mun hann hafa sagt að hann hefði verið pyntaður í fangelsi.Adamowicz gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Hann fékk meðal annars stungusár á hjartað og vélindað. Læknar segja hann hafa fengið 41 skammt af blóði á meðan á aðgerðinni stóð og þegar fregnir af alvarleika sára hans bárust mynduðust langar raðir af fólki sem vildi gefa blóð. Jónína Benediktsdóttir, sem er stödd í Gdansk, segir íbúa borgarinnar í Póllandi hálflamaða af sorg vegna morðs borgarstjórans Pawel Adamowicz. Hann var stunginn á góðgerðarviðburði í gær og lést á sjúkrahúsi í dag. Pawels Adamowicz var 53 ára gamall. Hann hlaut alvarlega kviðáverka í árásinni og gekkst undir fimm klukkustunda langa skurðaðgerð. Jónína segir Adamowicz hafa verið vel liðinn í borginni og Gdansk hafi blómstrað undir hans stjórn. Hann tók við stjórn borgarinnar árið 1998 og var endurkjörinn fjórum sinnum, nú síðast í nóvember.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um morðið, þar sem rætt var við Jónínu.
Pólland Tengdar fréttir Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær. 14. janúar 2019 10:09 Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14 Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær. 14. janúar 2019 10:09
Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu. 13. janúar 2019 21:14
Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall. 14. janúar 2019 14:14