Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2019 12:15 Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps stefnir að því að ákveða á fundi næstkomandi miðvikudag hvort hún hafni ákvörðun síðustu hreppsnefndar um að setja ÞH-leið um Teigsskóg inn í aðalskipulag en velja í staðinn R-leiðina, eða Reykhólaleið, en hún þýddi stórbrú yfir Þorskafjörð, auk þess sem Vestfjarðavegur myndi þá liggja um hlaðið á Reykhólum og um Barmahlíð.Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Í morgun var Tryggva Harðarsyni, sveitarstjóra Reykhólahrepps, afhentur listi með 95 undirskriftum þar sem mótmælt er þessum áformum. Textinn er svohljóðandi: „Við ábúendur, íbúar og aðrir sem málið varðar viljum mótmæla því að svokölluð R leið verði valin sem hluti af stofnvegakerfi fyrir sunnanverða Vestfirði með tilheyrandi vegalagningu út Reykjanesið og stóraukinni umferð út Barmahlíðina.“ Frá Reykhólasveitarvegi í Barmahlíð. Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað, einn þeirra sem stóð að undirskriftasöfnuninni, sagði í samtali við Bæjarins besta að hann teldi að meirihluti væri fyrir því í hreppnum að mótmæla R-leiðinni. Kristján Þór Ebeneserson og Rebekka Eiríksdóttir, bændur á Stað í Reykhólasveit, eru í hópi þeirra sem leggjast gegn R-leið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í vestfirska fréttamiðlinum segir að af þessum 95, sem skrifuðu undir mótmælin, séu 2/3 með lögheimili í hreppnum og 1/3 utan hans, en það séu fasteigna- eða jarðeigendur eða einstaklingar sem reka fyrirtæki í hreppnum. Til samanburðar hafi 52 mælt með R-leiðinni í fyrravor á undirskriftalista sem þá kom fram. Íbúar í Reykhólahreppi voru 259 í byrjun ársins, þar af tæplega 200 á kjörskrá, að því er segir í BB. Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00 Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps stefnir að því að ákveða á fundi næstkomandi miðvikudag hvort hún hafni ákvörðun síðustu hreppsnefndar um að setja ÞH-leið um Teigsskóg inn í aðalskipulag en velja í staðinn R-leiðina, eða Reykhólaleið, en hún þýddi stórbrú yfir Þorskafjörð, auk þess sem Vestfjarðavegur myndi þá liggja um hlaðið á Reykhólum og um Barmahlíð.Hér má sjá leiðirnar tvær sem nú er tekist á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Í morgun var Tryggva Harðarsyni, sveitarstjóra Reykhólahrepps, afhentur listi með 95 undirskriftum þar sem mótmælt er þessum áformum. Textinn er svohljóðandi: „Við ábúendur, íbúar og aðrir sem málið varðar viljum mótmæla því að svokölluð R leið verði valin sem hluti af stofnvegakerfi fyrir sunnanverða Vestfirði með tilheyrandi vegalagningu út Reykjanesið og stóraukinni umferð út Barmahlíðina.“ Frá Reykhólasveitarvegi í Barmahlíð. Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað, einn þeirra sem stóð að undirskriftasöfnuninni, sagði í samtali við Bæjarins besta að hann teldi að meirihluti væri fyrir því í hreppnum að mótmæla R-leiðinni. Kristján Þór Ebeneserson og Rebekka Eiríksdóttir, bændur á Stað í Reykhólasveit, eru í hópi þeirra sem leggjast gegn R-leið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í vestfirska fréttamiðlinum segir að af þessum 95, sem skrifuðu undir mótmælin, séu 2/3 með lögheimili í hreppnum og 1/3 utan hans, en það séu fasteigna- eða jarðeigendur eða einstaklingar sem reka fyrirtæki í hreppnum. Til samanburðar hafi 52 mælt með R-leiðinni í fyrravor á undirskriftalista sem þá kom fram. Íbúar í Reykhólahreppi voru 259 í byrjun ársins, þar af tæplega 200 á kjörskrá, að því er segir í BB.
Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00 Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45