Hvað trompar lýðheilsu? Guðmundur Steingrímsson skrifar 14. janúar 2019 07:00 Það er ekki augljóst hver munurinn er á því að tala um lýðheilsu og einfaldlega bara heilsu, en ég geri ráð fyrir að með því að tala um lýðheilsu og markmið um betri lýðheilsu sé átt við eitthvað sem skapar almennt betri heilsu. Það er verið að ræða um eitthvað sem gerir lífið betra fyrir ótrúlega marga í einu. Sumir myndu segja að þetta ætti að vera markmiðið í stjórnmálum. Að gera lífið betra fyrir mjög marga í einu. Helst alla. Þetta mistekst oft. Sumir segja að í stjórnmálum takist mönnum yfirleitt á einhvern ótrúlegan hátt, hvað eftir annað, að gera lífið verra fyrir mjög marga í einu. Málið er það, að oft blasir ekki fyllilega við hvað er fólki fyrir bestu, hvað bætir lífið. Það er hægt að taka arfaslakar ákvarðanir í þeim efnum. Sérstaklega finnst mér misheppnað þegar forystufólk ætlar sér að taka heilsufarsákvarðanir fyrir alla aðra. Ég held að það sé ekki hægt að bæta heiminn með forræðishyggju nema að mjög takmörkuðu leyti. Hvatning og fræðsla, í frjálsu og upplýstu samfélagi þar sem fólk ber ábyrgð á sjálfu sér, er betri blanda. Lög um skokk væru til dæmis fásinna. Að því sögðu blasir þó hitt líka við: Sumt þarf að ákveða. Það er ekkert annað í boði. Við getum ekki bæði haft vinstri og hægri umferð. Það verður að vera annað hvort. Sama gildir um klukkuna. Hún þarf að vera stillt einhvern veginn.Nýjar rannsóknir Árið 1968 var ákveðið á Íslandi að hafa klukkuna stillta þannig að birta í síðdeginu yrði meiri yfir árið heldur en birta á morgnana. Jafnframt fannst fólki í viðskiptalífinu fínt að vera nálægt Evrópu í tíma, ef senda ætti telefax. Sumartími var festur í sessi. Fólk sem stundar til dæmis golf síðdegis á haustin og snemma á vorin nýtur góðs af þessu. Fólk sem vill grilla síðdegis í dagsbirtu getur gert það oftar yfir árið. Ég ætla ekki að gera lítið úr þessum dásemdum. Á síðari árum hefur hins vegar komið í ljós, og það er stutt rannsóknum sem nýverið fengu Nóbelsverðlaunin, að það sem skiptir mestu, þegar kemur að klukkunni, er að klukkan á úlnliðnum sé í samræmi við sólargang og líkamsklukkuna. Þegar sólin er hæst á lofti yfir daginn, þá á klukkan að vera sem næst því að slá tólf, en ekki hálf tvö eins og nú er. Ef opinbera klukkan er vanstillt, hefur það margvísleg slæm líkamleg og andleg áhrif.Þreytt þjóð Nefnd sérfræðinga, sem nú hefur skilað skýrslu um þetta mál, og mælt sterklega með klukkubreytingu, er miklu betri í að rekja vísindin á bak þetta en nokkurn tímann ég. Veruleikinn segir hins vegar sína sögu. Út af rangri klukku eru Íslendingar látnir vakna á hverjum virkum degi um miðja nótt. Sú tilhögun felur í sér sérstaklega ömurlega aðför að ungu fólki. Að vekja ungling á Íslandi að morgni skóladags yfir vetrarmánuðina er fyrir mörgum svipuð reynsla og að reyna að svæla púkann út úr stelpunni í Exorcist. Íslendingar hafa verið rændir eðlilegum svefni síðan 1968. Vill Vigdís Hauks ekki skjóta því til héraðssaksóknara? Djók. En í alvöru talað: Getur verið að ævarandi lítil framleiðni á vinnumarkaði, metnotkun geðlyfja og brottfall ungmenna úr skólum, sé eitthvað tengt því að fólk fær ekki að sofa almennilega?Myrkraöflin Hvað mælir þá gegn því að breyta klukkunni, og hafa klukkuna stillta í samræmi við náttúruna, líkamsstarfsemi og stöðu landsins á jarðkringlunni? Einhvern veginn þarf hún að vera, og hvers vegna þá ekki þannig? Hér virðist hafa skapast dauðafæri til að bæta líf ótrúlega margra í einu, með einni ákvörðun. Hvað hindrar? Ég lagði nokkrum sinnum fram tillögu um klukkubreytingu á þingi. Það er skemmst frá því að segja, að ég hef aldrei fengið jafn úrill og nöturleg viðbrögð við nokkru því sem ég hef lagt fram og talað fyrir á lífsleiðinni. Frá örfáum aðilum. Eiginlega voru viðbrögð þeirra þess eðlis að þau vöktu grunsemdir í sjálfu sér um slæman svefn fólks. Ég var vændur um að hafa ekkert fram að færa annað en bara eitthvert klukkuhjal. Klukkumálið var talið bera málefnafátækt minni, og stjórnmálahreyfingarinnar, vitni. Viðbrögðin voru eins og handabendingar og hrakyrði vansvefta fólks sem vakið er um miðja nótt. Þetta eru myrkraöflin, gæti ég svarað álíka vansvefta. Það er réttnefni. Þau vilja jú að fólk byrji daga sína sem oftast örþreytt í svartamyrkri. Eða hvað? Spurningar blasa við. Þær eru mjög athyglisverðar. Er lýðheilsa léttvæg? Er hægt að réttlæta þannig pólitík til lengri tíma? Hvað trompar lýðheilsu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það er ekki augljóst hver munurinn er á því að tala um lýðheilsu og einfaldlega bara heilsu, en ég geri ráð fyrir að með því að tala um lýðheilsu og markmið um betri lýðheilsu sé átt við eitthvað sem skapar almennt betri heilsu. Það er verið að ræða um eitthvað sem gerir lífið betra fyrir ótrúlega marga í einu. Sumir myndu segja að þetta ætti að vera markmiðið í stjórnmálum. Að gera lífið betra fyrir mjög marga í einu. Helst alla. Þetta mistekst oft. Sumir segja að í stjórnmálum takist mönnum yfirleitt á einhvern ótrúlegan hátt, hvað eftir annað, að gera lífið verra fyrir mjög marga í einu. Málið er það, að oft blasir ekki fyllilega við hvað er fólki fyrir bestu, hvað bætir lífið. Það er hægt að taka arfaslakar ákvarðanir í þeim efnum. Sérstaklega finnst mér misheppnað þegar forystufólk ætlar sér að taka heilsufarsákvarðanir fyrir alla aðra. Ég held að það sé ekki hægt að bæta heiminn með forræðishyggju nema að mjög takmörkuðu leyti. Hvatning og fræðsla, í frjálsu og upplýstu samfélagi þar sem fólk ber ábyrgð á sjálfu sér, er betri blanda. Lög um skokk væru til dæmis fásinna. Að því sögðu blasir þó hitt líka við: Sumt þarf að ákveða. Það er ekkert annað í boði. Við getum ekki bæði haft vinstri og hægri umferð. Það verður að vera annað hvort. Sama gildir um klukkuna. Hún þarf að vera stillt einhvern veginn.Nýjar rannsóknir Árið 1968 var ákveðið á Íslandi að hafa klukkuna stillta þannig að birta í síðdeginu yrði meiri yfir árið heldur en birta á morgnana. Jafnframt fannst fólki í viðskiptalífinu fínt að vera nálægt Evrópu í tíma, ef senda ætti telefax. Sumartími var festur í sessi. Fólk sem stundar til dæmis golf síðdegis á haustin og snemma á vorin nýtur góðs af þessu. Fólk sem vill grilla síðdegis í dagsbirtu getur gert það oftar yfir árið. Ég ætla ekki að gera lítið úr þessum dásemdum. Á síðari árum hefur hins vegar komið í ljós, og það er stutt rannsóknum sem nýverið fengu Nóbelsverðlaunin, að það sem skiptir mestu, þegar kemur að klukkunni, er að klukkan á úlnliðnum sé í samræmi við sólargang og líkamsklukkuna. Þegar sólin er hæst á lofti yfir daginn, þá á klukkan að vera sem næst því að slá tólf, en ekki hálf tvö eins og nú er. Ef opinbera klukkan er vanstillt, hefur það margvísleg slæm líkamleg og andleg áhrif.Þreytt þjóð Nefnd sérfræðinga, sem nú hefur skilað skýrslu um þetta mál, og mælt sterklega með klukkubreytingu, er miklu betri í að rekja vísindin á bak þetta en nokkurn tímann ég. Veruleikinn segir hins vegar sína sögu. Út af rangri klukku eru Íslendingar látnir vakna á hverjum virkum degi um miðja nótt. Sú tilhögun felur í sér sérstaklega ömurlega aðför að ungu fólki. Að vekja ungling á Íslandi að morgni skóladags yfir vetrarmánuðina er fyrir mörgum svipuð reynsla og að reyna að svæla púkann út úr stelpunni í Exorcist. Íslendingar hafa verið rændir eðlilegum svefni síðan 1968. Vill Vigdís Hauks ekki skjóta því til héraðssaksóknara? Djók. En í alvöru talað: Getur verið að ævarandi lítil framleiðni á vinnumarkaði, metnotkun geðlyfja og brottfall ungmenna úr skólum, sé eitthvað tengt því að fólk fær ekki að sofa almennilega?Myrkraöflin Hvað mælir þá gegn því að breyta klukkunni, og hafa klukkuna stillta í samræmi við náttúruna, líkamsstarfsemi og stöðu landsins á jarðkringlunni? Einhvern veginn þarf hún að vera, og hvers vegna þá ekki þannig? Hér virðist hafa skapast dauðafæri til að bæta líf ótrúlega margra í einu, með einni ákvörðun. Hvað hindrar? Ég lagði nokkrum sinnum fram tillögu um klukkubreytingu á þingi. Það er skemmst frá því að segja, að ég hef aldrei fengið jafn úrill og nöturleg viðbrögð við nokkru því sem ég hef lagt fram og talað fyrir á lífsleiðinni. Frá örfáum aðilum. Eiginlega voru viðbrögð þeirra þess eðlis að þau vöktu grunsemdir í sjálfu sér um slæman svefn fólks. Ég var vændur um að hafa ekkert fram að færa annað en bara eitthvert klukkuhjal. Klukkumálið var talið bera málefnafátækt minni, og stjórnmálahreyfingarinnar, vitni. Viðbrögðin voru eins og handabendingar og hrakyrði vansvefta fólks sem vakið er um miðja nótt. Þetta eru myrkraöflin, gæti ég svarað álíka vansvefta. Það er réttnefni. Þau vilja jú að fólk byrji daga sína sem oftast örþreytt í svartamyrkri. Eða hvað? Spurningar blasa við. Þær eru mjög athyglisverðar. Er lýðheilsa léttvæg? Er hægt að réttlæta þannig pólitík til lengri tíma? Hvað trompar lýðheilsu?
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun