„Siðlausar“ njósnir Bielsa báru árangur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. janúar 2019 11:00 Argentínumaðurinn játaði að hafa stundað njósnir í áraraðir vísir/getty Njósnaleikir Marcelo Bielsa skiluðu honum fimm stiga forskoti á toppi ensku B-deildarinnar en Frank Lampard sakar Argentínumanninn um siðlausa hegðun. Topplið Leeds mætti Derby, sem situr í 6. sæti, í toppslag í gærkvöld og fór Leeds með 2-0 sigur. Keemar Roofe og Jack Harrison skoruðu mörk Leeds sem er nú með fimm stiga forskot á Norwich, en Kanarífuglarnir eiga þó leik til góða. Aðalfréttin í kringum leikinn kemur þó leiknum sjálfum minnst við. Fyrir leik í gær bárust fréttir af því að njósnari Leeds hafi sést á æfingu Derby á fimmtudag. Marcelo Bielsa játaði að hann hafi sent starfsmann sinn á völlinn. Lögreglan var kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða fyrir utan æfingasvæði Derby en enginn var handtekinn. Lögreglan sagði engar skemmdir hafa verið á girðingum og maðurinn stöðvaður fyrir utan æfingasvæðið. Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu. Frank Lampard, stjóri Derby, vildi ekki nota málið sem afsökun fyrir tapinu en sagði þó að eitthvað yrði að gera í málinu. „Þetta er ekki rétt. Ég hef verið aðdáandi Bielsa og ég á bókina hans heima í stofu, en þetta hefur aðeins breytt skoðun minni á honum,“ sagði Lampard við BBC eftir leikinn. „Ég hef aldrei heyrt um að einhver sé á fjórum fótum með klippur að reyna að brjótast inn á annara manna land til þess að njósna. En frammistaða okkar í kvöld, hún er á okkar ábyrgð.“ Bielsa segist hafa stundað njósnir í mörg ár og neitar því að það sé siðlaust. „Ég skil að Lampard sé reiður, honum finnst ég hafa svindlað. En mér finnst ég ekki hafa svindlað því ég var ekki að reyna að ná mér í ólöglegan hagnað,“ sagði Bielsa. „Ég get útskýrt gjörðir mínar en ég verð að virða venjurnar í því landi sem ég vinn í.“ Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Njósnaleikir Marcelo Bielsa skiluðu honum fimm stiga forskoti á toppi ensku B-deildarinnar en Frank Lampard sakar Argentínumanninn um siðlausa hegðun. Topplið Leeds mætti Derby, sem situr í 6. sæti, í toppslag í gærkvöld og fór Leeds með 2-0 sigur. Keemar Roofe og Jack Harrison skoruðu mörk Leeds sem er nú með fimm stiga forskot á Norwich, en Kanarífuglarnir eiga þó leik til góða. Aðalfréttin í kringum leikinn kemur þó leiknum sjálfum minnst við. Fyrir leik í gær bárust fréttir af því að njósnari Leeds hafi sést á æfingu Derby á fimmtudag. Marcelo Bielsa játaði að hann hafi sent starfsmann sinn á völlinn. Lögreglan var kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða fyrir utan æfingasvæði Derby en enginn var handtekinn. Lögreglan sagði engar skemmdir hafa verið á girðingum og maðurinn stöðvaður fyrir utan æfingasvæðið. Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu. Frank Lampard, stjóri Derby, vildi ekki nota málið sem afsökun fyrir tapinu en sagði þó að eitthvað yrði að gera í málinu. „Þetta er ekki rétt. Ég hef verið aðdáandi Bielsa og ég á bókina hans heima í stofu, en þetta hefur aðeins breytt skoðun minni á honum,“ sagði Lampard við BBC eftir leikinn. „Ég hef aldrei heyrt um að einhver sé á fjórum fótum með klippur að reyna að brjótast inn á annara manna land til þess að njósna. En frammistaða okkar í kvöld, hún er á okkar ábyrgð.“ Bielsa segist hafa stundað njósnir í mörg ár og neitar því að það sé siðlaust. „Ég skil að Lampard sé reiður, honum finnst ég hafa svindlað. En mér finnst ég ekki hafa svindlað því ég var ekki að reyna að ná mér í ólöglegan hagnað,“ sagði Bielsa. „Ég get útskýrt gjörðir mínar en ég verð að virða venjurnar í því landi sem ég vinn í.“
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira