Sigurður Ragnar sækir um stóra stöðu í Singapúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 12:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Vísir/Getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Kína, stefnir á frekari ævintýri í Asíu ef marka má fréttir frá Singapúr. Sigurður Ragnar hefur nefnilega sótt um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Singapúr en Siggi Raggi talar um starfið í viðtali við The Straits Times sem er stærsta blaðið í Singapúr. Sigurður talar þar meðal annars um það að Ísland og velgengni landsliða okkar geti verið fyrirmynd fyrir land eins og Singapúr. Ísland telur 350 þúsund og hefur farið með bæði karla- og kvennalandsliðið á fleira en eitt stórmót á síðustu árum en 5,6 milljónir búa í Singapúr. Belginn Michael Sablon hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Singapúr í lok desember en þessi 71 árs gamli Belgi hafði verið í starfinu síðan í apríl 2015 eða í tvö og hálft ár. Landsliðum Singapúr hafði gengið illa í mörgum aldursflokkum og umræða hafði verið um framtíð Sablon þegar hann hætti. Nú horfi menn til framtíðar hjá knattspyrnusambandi Singapúr og vilja fá mann með sterka framtíðarsýn. Knattspyrnusamband Singapúr var stofnað fyrir 127 árum síðan en það fékk þó ekki inngöngu í FIFA fyrr en árið 1952. Singapúr hefur aldrei komist á HM og bara einu sinni í Asíubikarinn en það var árið 1984. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var síðast með kvennalandslið Kína frá 2017 til 2018 en hann hætti í maí 2018 þegar kínverska knattspyrnusambandið ákvað að endurnýja ekki samning hans. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið í sjö ár frá 2006 til 2013 og eftir það hafði hann þjálfað karlalið ÍBV, verið astoðarþjálfari Lilleström og þjálfari kínverska kvennaliðsins Jiangsu Suning sem hann gerði að bikarmeisturum 2017. Fótbolti Singapúr Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Kína, stefnir á frekari ævintýri í Asíu ef marka má fréttir frá Singapúr. Sigurður Ragnar hefur nefnilega sótt um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Singapúr en Siggi Raggi talar um starfið í viðtali við The Straits Times sem er stærsta blaðið í Singapúr. Sigurður talar þar meðal annars um það að Ísland og velgengni landsliða okkar geti verið fyrirmynd fyrir land eins og Singapúr. Ísland telur 350 þúsund og hefur farið með bæði karla- og kvennalandsliðið á fleira en eitt stórmót á síðustu árum en 5,6 milljónir búa í Singapúr. Belginn Michael Sablon hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Singapúr í lok desember en þessi 71 árs gamli Belgi hafði verið í starfinu síðan í apríl 2015 eða í tvö og hálft ár. Landsliðum Singapúr hafði gengið illa í mörgum aldursflokkum og umræða hafði verið um framtíð Sablon þegar hann hætti. Nú horfi menn til framtíðar hjá knattspyrnusambandi Singapúr og vilja fá mann með sterka framtíðarsýn. Knattspyrnusamband Singapúr var stofnað fyrir 127 árum síðan en það fékk þó ekki inngöngu í FIFA fyrr en árið 1952. Singapúr hefur aldrei komist á HM og bara einu sinni í Asíubikarinn en það var árið 1984. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var síðast með kvennalandslið Kína frá 2017 til 2018 en hann hætti í maí 2018 þegar kínverska knattspyrnusambandið ákvað að endurnýja ekki samning hans. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið í sjö ár frá 2006 til 2013 og eftir það hafði hann þjálfað karlalið ÍBV, verið astoðarþjálfari Lilleström og þjálfari kínverska kvennaliðsins Jiangsu Suning sem hann gerði að bikarmeisturum 2017.
Fótbolti Singapúr Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira