Fagnar algjörri metþátttöku í umsögnum um klukkubreytingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2019 09:12 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aldrei hafi jafnmargir sent inn umsagnir í samráðsgátt stjórnarráðsins og raunin er með hugmyndir um breytingu klukkunnar á Íslandi. Opnað var fyrir umsagnir í gær en klukkan níu í morgun voru þær orðnar tæplega 400 talsins. Ljóst er að mikill áhugi er á tillögum um klukkubreytinguna sem finna má í greinargerðinni Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur. Þrír kostir eru lagðir til: Óbreytt staða, að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eða að klukkunni verði haldið óbreyttri en skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana.Sjá einnig: Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Katrín ræddi málið í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ekki hafa haft sterka skoðun á málinu þegar hún var þingmaður, og tíundaði ekki frekar skoðun sína á málinu sem forsætisráðherra. Hún benti þó á að klukkunni hefði síðast verið breytt árið 1968 þegar sumartími var afnuminn og sagði að viðbrögðin hefðu ekki látið á sér standa nú. „En það eru alveg gríðarleg viðbrögð. Ég hef hvatt fólk til að taka þátt, og það hefur aldrei verið svona mikil þátttaka. Ég held það séu 360 umsagnir komnar inn á einum degi,“ sagði Katrín skömmu fyrir klukkan átta í morgun en eins og áður sagði bætist hratt við umsagnirnar. „En ég er mjög ánægð með það því hluti af þessu er að við stjórnmálamennirnir viljum líka geta sett málin á dagskrá og kallað eftir sjónarmiðum fólks. Og það er það sem við erum að gera núna.“ Innt eftir því hvernig framkvæmdin verði, komi breytingar til með að ganga í gegn, vildi Katrín ekki slá neinu föstu um það. „Nú er þetta í samráðsferli í tvo mánuði og síðan verðum við að sjá hvað gerist, hvað kemur út úr því, og þá verður þetta spennandi. En eins og ég segi, maður sér ekki verkefnin fyrir, og það er bara gott.“Hlusta má á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í heild í spilaranum hér að neðan. Alþingi Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aldrei hafi jafnmargir sent inn umsagnir í samráðsgátt stjórnarráðsins og raunin er með hugmyndir um breytingu klukkunnar á Íslandi. Opnað var fyrir umsagnir í gær en klukkan níu í morgun voru þær orðnar tæplega 400 talsins. Ljóst er að mikill áhugi er á tillögum um klukkubreytinguna sem finna má í greinargerðinni Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur. Þrír kostir eru lagðir til: Óbreytt staða, að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund eða að klukkunni verði haldið óbreyttri en skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana.Sjá einnig: Hvaða klukkubreytingu líst þér best á? Katrín ræddi málið í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist ekki hafa haft sterka skoðun á málinu þegar hún var þingmaður, og tíundaði ekki frekar skoðun sína á málinu sem forsætisráðherra. Hún benti þó á að klukkunni hefði síðast verið breytt árið 1968 þegar sumartími var afnuminn og sagði að viðbrögðin hefðu ekki látið á sér standa nú. „En það eru alveg gríðarleg viðbrögð. Ég hef hvatt fólk til að taka þátt, og það hefur aldrei verið svona mikil þátttaka. Ég held það séu 360 umsagnir komnar inn á einum degi,“ sagði Katrín skömmu fyrir klukkan átta í morgun en eins og áður sagði bætist hratt við umsagnirnar. „En ég er mjög ánægð með það því hluti af þessu er að við stjórnmálamennirnir viljum líka geta sett málin á dagskrá og kallað eftir sjónarmiðum fólks. Og það er það sem við erum að gera núna.“ Innt eftir því hvernig framkvæmdin verði, komi breytingar til með að ganga í gegn, vildi Katrín ekki slá neinu föstu um það. „Nú er þetta í samráðsferli í tvo mánuði og síðan verðum við að sjá hvað gerist, hvað kemur út úr því, og þá verður þetta spennandi. En eins og ég segi, maður sér ekki verkefnin fyrir, og það er bara gott.“Hlusta má á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í heild í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00
Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52
Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15