Stafrænt framhaldslíf íslenskunnar Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 10. janúar 2019 08:00 Tölvutækni hefur nú þegar mikil áhrif á daglegt líf okkar og mun sú þróun verða hraðari og áhrifin meiri í fyrirsjáanlegri framtíð. Það að eiga í samskiptum við fólk og fyrirtæki í gegnum tölvur og snjalltæki ýmiss konar er samofið daglegu lífi, og fjöldi þeirra tækja sem við getum gefið raddskipanir og stýrt þannig eykst stöðugt, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Undanfarin ár hafa framfarir í gervigreind og auknir möguleikar í notkun stórra gagnasafna síðan aukið möguleika fólks til að nýta talað mál í samskiptum við tölvur og tæki gríðarlega, svo mikið að lyklaborð, mýs og snertiskjáir gætu fljótlega orðið algerlega óþörf í samskiptum við og í gegnum tölvur, snjalltæki og síma. Máltækni felur í sér alla þá tækni sem gerir hugbúnaði kleift að fást við tungumál. Innan máltækninnar eru ólík sérsvið sem krefjast fjölbreyttrar sérþekkingar en meðal þeirra fræðigreina sem nýtast innan máltækni eru tölvunarfræði, málvísindi, verkfræði, stærðfræði, heimspeki og tölfræði. Hefðbundin máltæknimenntun felur þó fyrst og fremst í sér að þar er tvinnað saman málvísindum og tölvunarfræði.Mun helmingur tungumála verða útdauður 2100? Hraði framfaranna er svo mikill að erfitt er að spá fyrir um hvert þessi þróun leiðir okkur og hvernig sú vegferð verður. Þó er öruggt að framtíð tölvunotkunar er samofin máltækni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir kjarnast hins vegar í þeirri staðreynd að tölvur og snjalltæki skilja ekki öll heimsins tungumál og hafa Íslendingar því þurft að nota ensku að mestu í þessum samskiptum. Íslenskunni stafar hætta af þessari þróun og verði ekkert að gert mun tungumálið okkar deyja stafrænum dauða. Í dag eru 6.800 tungumál töluð í heiminum, og því er jafnframt spáð að helmingur þeirra verði útdauður um næstu aldamót. Það sem ekki er notað glatast. Almannarómur – Miðstöð um máltækni, ber ábyrgð á því að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er megináhersla lögð á þróun opinna innviða sem skiptast í nokkur kjarnaverkefni. Fjögur þeirra hafa það markmið að þróa málföng (e. language resources, hvers kyns auðlindir í máltækni og málvinnslu, svo sem gögn, gagnasöfn og hugbúnað) og aðra innviði fyrir talgreiningu, talgervil, vélrænar þýðingar og ritvilluleiðréttingar eða málrýni. Í fimmta forgangsverkefninu er unnið að þróun almennra málheilda, orðfræðigögn búin til og nauðsynleg stoðtól þróuð. Við munum jafnframt leggja mikla áherslu á nýsköpun í máltækni og hvatningu til nýsköpunarfyrirtækja að láta sig málið varða. Í þriðja lagi leggjum við áherslu á að byggja upp samband við þau tæknifyrirtæki sem nú þegar þróa og smíða tækin og hugbúnaðinn sem við getum talað við, enda þurfum við að tryggja að allar þær góðu lausnir sem verða smíðaðar fyrir íslenskt mál verði nothæfar og þar af leiðandi notaðar í tækjunum sem fólk er líklegast til að kaupa. Íslenskan er flókið tungumál, en tækniumhverfið er sterkt og rannsóknarsamfélagið er öflugt. Þær lausnir sem íslensk hugvitsfyrirtæki í máltækni munu þróa geta því haft mun stærri skírskotun, í önnur og stærri málsvæði, og því ekki aðeins tryggt stafrænt framhaldslíf íslenskunnar, heldur einnig tryggt varðveislu þess menningarlega og samfélagslega auðs sem felst í öllum 6.800 tungumálum heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Tölvutækni hefur nú þegar mikil áhrif á daglegt líf okkar og mun sú þróun verða hraðari og áhrifin meiri í fyrirsjáanlegri framtíð. Það að eiga í samskiptum við fólk og fyrirtæki í gegnum tölvur og snjalltæki ýmiss konar er samofið daglegu lífi, og fjöldi þeirra tækja sem við getum gefið raddskipanir og stýrt þannig eykst stöðugt, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Undanfarin ár hafa framfarir í gervigreind og auknir möguleikar í notkun stórra gagnasafna síðan aukið möguleika fólks til að nýta talað mál í samskiptum við tölvur og tæki gríðarlega, svo mikið að lyklaborð, mýs og snertiskjáir gætu fljótlega orðið algerlega óþörf í samskiptum við og í gegnum tölvur, snjalltæki og síma. Máltækni felur í sér alla þá tækni sem gerir hugbúnaði kleift að fást við tungumál. Innan máltækninnar eru ólík sérsvið sem krefjast fjölbreyttrar sérþekkingar en meðal þeirra fræðigreina sem nýtast innan máltækni eru tölvunarfræði, málvísindi, verkfræði, stærðfræði, heimspeki og tölfræði. Hefðbundin máltæknimenntun felur þó fyrst og fremst í sér að þar er tvinnað saman málvísindum og tölvunarfræði.Mun helmingur tungumála verða útdauður 2100? Hraði framfaranna er svo mikill að erfitt er að spá fyrir um hvert þessi þróun leiðir okkur og hvernig sú vegferð verður. Þó er öruggt að framtíð tölvunotkunar er samofin máltækni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir kjarnast hins vegar í þeirri staðreynd að tölvur og snjalltæki skilja ekki öll heimsins tungumál og hafa Íslendingar því þurft að nota ensku að mestu í þessum samskiptum. Íslenskunni stafar hætta af þessari þróun og verði ekkert að gert mun tungumálið okkar deyja stafrænum dauða. Í dag eru 6.800 tungumál töluð í heiminum, og því er jafnframt spáð að helmingur þeirra verði útdauður um næstu aldamót. Það sem ekki er notað glatast. Almannarómur – Miðstöð um máltækni, ber ábyrgð á því að tryggja að íslenskan verði gjaldgeng í samskiptum sem byggja á tölvu- og fjarskiptatækni. Í fyrsta hluta áætlunarinnar er megináhersla lögð á þróun opinna innviða sem skiptast í nokkur kjarnaverkefni. Fjögur þeirra hafa það markmið að þróa málföng (e. language resources, hvers kyns auðlindir í máltækni og málvinnslu, svo sem gögn, gagnasöfn og hugbúnað) og aðra innviði fyrir talgreiningu, talgervil, vélrænar þýðingar og ritvilluleiðréttingar eða málrýni. Í fimmta forgangsverkefninu er unnið að þróun almennra málheilda, orðfræðigögn búin til og nauðsynleg stoðtól þróuð. Við munum jafnframt leggja mikla áherslu á nýsköpun í máltækni og hvatningu til nýsköpunarfyrirtækja að láta sig málið varða. Í þriðja lagi leggjum við áherslu á að byggja upp samband við þau tæknifyrirtæki sem nú þegar þróa og smíða tækin og hugbúnaðinn sem við getum talað við, enda þurfum við að tryggja að allar þær góðu lausnir sem verða smíðaðar fyrir íslenskt mál verði nothæfar og þar af leiðandi notaðar í tækjunum sem fólk er líklegast til að kaupa. Íslenskan er flókið tungumál, en tækniumhverfið er sterkt og rannsóknarsamfélagið er öflugt. Þær lausnir sem íslensk hugvitsfyrirtæki í máltækni munu þróa geta því haft mun stærri skírskotun, í önnur og stærri málsvæði, og því ekki aðeins tryggt stafrænt framhaldslíf íslenskunnar, heldur einnig tryggt varðveislu þess menningarlega og samfélagslega auðs sem felst í öllum 6.800 tungumálum heimsins.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun