114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2019 10:15 Sverrir Einar Eiríksson hefur vakið athygli fyrir ýmis viðskipti undanfarin ár. Vísir Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. Starfsmannaleigan var mest með um 80 starfsmenn, flesta pólska, á mála hjá sér fyrir hrun en annar stofnenda, og andlit leigunnar, var Sverrir Einar Eiríksson sem reglulega hefur ratað í fréttir á undanförnum árum fyrir skrautlega viðskiptasögu. Proventus var hins vegar tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009. „Það fór með þetta eins og flest önnur fyrirtæki í þessum geira,“ sagði Sverrir Einar í samtali við Viðskiptablaðið skömmu eftir hrun og bætti við að starfsemi félagsins hafi dregist saman um 70% á örfáum mánuðum. Gengisþróun hafi leikið erlenda verkamenn grátt. „Þetta er ofboðsleg kjaraskerðing sem segja má að jafngildi þrjátíu prósenta launalækkun,“ sagði Sverrir í forsíðufrétt Fréttablaðsins.Umfjöllun um Promentus sem birtist í Viðskiptablaðinu í upphafi árs 2008.Þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota sat Sverrir hins vegar ekki í stjórn félagsins, en hafði þó prókúruumboð. Eini stjórnarmaður félagsins var pólskur maður sem hafði flúið landið vegna skulda. Meðal kröfuhafa var lífeyrissjóðurinn Gildi, sem gerði rúmlega 40 milljóna króna kröfu í búið. Sverrir kærði sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum í tengslum við gjaldþrotaskipti Proventus. Hann sakaði sýslumanninn auk starfsmannanna tveggja um að falsa aðfaragerð sem gjaldþrotaskiptin voru byggð á. Sverrir lét þó ekki gjaldþrot Proventus stöðva sig heldur skipti um kúrs. Hann gerðist gullkaupamaður, stundaði demantaviðskipti, opnaði smálánafyrirtæki, bauð 95% íbúðalán og rak veitingastaði; til að mynda Gömlu Smiðjuna og Þrastalund í Grímsnesi. Nánar má fræðast um viðskiptasögu hans hér.UppfærtFyrirtækið Valbjörg ehf. vill koma því á framfæri að efni fréttarinnar, starfsmannaleigan Proventus, tengist ekki á nokkurn hátt starfsmannaleigunni sem rekin er undir merkjum Proventus í dag. Um sitthvort fyrirtækið er að ræða, þrátt fyrir að nöfn þeirra kunni að gefa annað til kynna. Gjaldþrot Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Sýslumaður kærður vegna pólskrar starfsmannaleigu Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotaskipti pólsku starfsmannaleigunnar Proventus ehf., en prókúruhafi leigunnar, Sverrir Einar Eiríksson hefur kært sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum. 9. júlí 2009 14:25 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Sverrir Einar Eiríksson rekur skrifstofu í Kringlunni þar sem hann býður fólki að taka veðlán og býðst einnig til að kaupa gull. Hann stundaði áður demantaviðskipti í Afríku. 16. september 2014 13:37 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. Starfsmannaleigan var mest með um 80 starfsmenn, flesta pólska, á mála hjá sér fyrir hrun en annar stofnenda, og andlit leigunnar, var Sverrir Einar Eiríksson sem reglulega hefur ratað í fréttir á undanförnum árum fyrir skrautlega viðskiptasögu. Proventus var hins vegar tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009. „Það fór með þetta eins og flest önnur fyrirtæki í þessum geira,“ sagði Sverrir Einar í samtali við Viðskiptablaðið skömmu eftir hrun og bætti við að starfsemi félagsins hafi dregist saman um 70% á örfáum mánuðum. Gengisþróun hafi leikið erlenda verkamenn grátt. „Þetta er ofboðsleg kjaraskerðing sem segja má að jafngildi þrjátíu prósenta launalækkun,“ sagði Sverrir í forsíðufrétt Fréttablaðsins.Umfjöllun um Promentus sem birtist í Viðskiptablaðinu í upphafi árs 2008.Þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota sat Sverrir hins vegar ekki í stjórn félagsins, en hafði þó prókúruumboð. Eini stjórnarmaður félagsins var pólskur maður sem hafði flúið landið vegna skulda. Meðal kröfuhafa var lífeyrissjóðurinn Gildi, sem gerði rúmlega 40 milljóna króna kröfu í búið. Sverrir kærði sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum í tengslum við gjaldþrotaskipti Proventus. Hann sakaði sýslumanninn auk starfsmannanna tveggja um að falsa aðfaragerð sem gjaldþrotaskiptin voru byggð á. Sverrir lét þó ekki gjaldþrot Proventus stöðva sig heldur skipti um kúrs. Hann gerðist gullkaupamaður, stundaði demantaviðskipti, opnaði smálánafyrirtæki, bauð 95% íbúðalán og rak veitingastaði; til að mynda Gömlu Smiðjuna og Þrastalund í Grímsnesi. Nánar má fræðast um viðskiptasögu hans hér.UppfærtFyrirtækið Valbjörg ehf. vill koma því á framfæri að efni fréttarinnar, starfsmannaleigan Proventus, tengist ekki á nokkurn hátt starfsmannaleigunni sem rekin er undir merkjum Proventus í dag. Um sitthvort fyrirtækið er að ræða, þrátt fyrir að nöfn þeirra kunni að gefa annað til kynna.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10 Sýslumaður kærður vegna pólskrar starfsmannaleigu Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotaskipti pólsku starfsmannaleigunnar Proventus ehf., en prókúruhafi leigunnar, Sverrir Einar Eiríksson hefur kært sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum. 9. júlí 2009 14:25 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Sverrir Einar Eiríksson rekur skrifstofu í Kringlunni þar sem hann býður fólki að taka veðlán og býðst einnig til að kaupa gull. Hann stundaði áður demantaviðskipti í Afríku. 16. september 2014 13:37 Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fátt rökrétt við lækkanirnar Viðskipti innlent Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. 6. febrúar 2017 12:10
Sýslumaður kærður vegna pólskrar starfsmannaleigu Hæstiréttur Íslands staðfesti gjaldþrotaskipti pólsku starfsmannaleigunnar Proventus ehf., en prókúruhafi leigunnar, Sverrir Einar Eiríksson hefur kært sýslumann Reykjavíkur og tvo starfsmenn hans fyrir brot gegn hegningarlögum. 9. júlí 2009 14:25
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30
Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Sverrir Einar Eiríksson rekur skrifstofu í Kringlunni þar sem hann býður fólki að taka veðlán og býðst einnig til að kaupa gull. Hann stundaði áður demantaviðskipti í Afríku. 16. september 2014 13:37