Brennivínsskandalar stjórnmálamanna Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2019 09:00 Bakkus hefur verið förunautur íslenskra stjórnmálamanna frá öndverðu. Þingið er í úlfakreppu vegna brennivínsrauss þeirra sexmenninga sem nú eru kenndir við Klaustur bar: Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur Miðflokki og svo þeirra sem reknir voru úr Flokki fólksins í kjölfar málsins: Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar. Reyndar hefur þjóðfélagið allt verið undirlagt eftir að upptökurnar af Klaustur bar voru gerðar heyrinkunnar. Er öl innri maður eða kannski annar maður?Eitthvert eftirminnilegasta „blackout“ sem um getur „Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ sagði Gunnar Bragi í viðtali við Hringbraut um þetta (ó)eftirminnilega fyllerí þingmannanna.Fyllerí þeirra sexmenninga sem nú eru kenndir við Klaustur bar er þegar orðið eitt frægasta sumbl Íslandssögunnar og liggur sem mara á þinginu.HalldórAð hve miklu leyti setur áfengi mark sitt á stjórnmálin? Þessi lýsing Gunnars Braga á ofneyslu áfengis og orsökum hennar er líklega einhver sú magnaðasta sem heyrst hefur, í það minnsta frá fyrstu hendi og opinberlega. En það er ekki svo að um frávik sé að ræða þegar drykkja stjórnmálamanna er annars vegar. Fjölmargar sögur eru til af rallhálfum þingmönnum að delera.Pólitíkusar halda sínu striki í drykkjunni „Hér á landi hefur mótazt sú góða siðvenja, að fólk drekki ekki í vinnunni. Innleiðing bjórsins breytti þessu ekki, þótt ástæða væri til að óttast, að hún hvetti til dagdrykkju á svipaðan hátt og sjá má víða erlendis. Slíkar hrakspár hafa einfaldlega ekki rætzt,“ skrifaði Jónas Kristjánsson ritstjóri DV árið 1991. Og hann heldur áfram: „Ein undantekning er á þessari góðu reglu. Í stjórnmálum hefur borið nokkuð á einstaklingum, sem fara ekki eftir þjóðarvenjunni. Í rituðum endurminningum kemur fram, að ýmsir stjórnmálamenn hafa vanmetið störf sín nógu mikið til að sinna þeim drukknir.“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi segir í samtali við Vísi engum blöðum um það að fletta að áfengissýki og stjórnmálastarf hafi verið samofin fyrirbæri lengi. „Já já, Guð minn almáttugur. Þeir eru margir frægir. Sérstaklega utanríkisráðherrar Alþýðuflokksins, ekki bara utanríkisráðherrar Framsóknarflokksins. Þeir eru í áhættuhópi,“ segir Þórarinn og vísar meðal annars til þess að í utanríkisþjónustunni sé stöðugt verið að lyfta glösum. Sú staðreynd lögð við það að Gunnar Bragi, fyrrverandi utanríkisráðherra, vildi og vill einmitt gerast sendiherra, vekur upp spurningar. Þórarinn Tyrfingsson segir það fyrirliggjandi að drykkjuskapur hefur verið samofin stjórnmálasögunni. Stjórnmálamenn eiga hins vegar ekki gott með að fara í meðferð.Þingflokksformenn áttu alltaf bokku Læknirinn nefnir að um það hafi verið talað þegar SÁÁ var stofnað; breytingar á vinnustöðum. Til dæmis menn í blaðamannastétt og var sérstakt prógramm sem lagt var upp til að reyna að stemma stigu við áfengissýki til dæmis meðal blaðamanna á New York Times. En, blaðamenn voru lengi taldir með þeim drykkfelldari. „En, það var líka talað um annan vinnustað sem var Alþingi. Menn komu utan að landi fjarri fjölskyldu sinni og þingflokksformennirnir áttu alltaf vínkjallara. Réttlætingin fyrir því að þeir gætu keypt áfengi án skatta var að þeir þyrftu að taka á móti fólki utan að landi og þá bjóða áfengi. Þetta er samofið,“ segir Þórarinn. Og að það hafi verið þegjandi samkomulag um að vera ekki að tala ekki mikið um það. Á seinni tímum, þegar menn hafa farið yfir strikið og mál þeirra komast í hámæli segjast þeir gjarnan vilja gera eitthvað í sínum málum. En, Þórarinn segir þeir eigi erfitt með að koma til meðferðar. „Líkt og prestar. Þeir eiga erfiðara með það en flestir aðrir. Það er út af fordómunum.Já, stjórnmálamenn og prestar eiga erfiðast með að mæta í meðferð. Það er mín reynsla. En það eru þó á þessu góðar undantekningar, menn sem hafa verið opinberað það að hafa farið í meðferð svo sem Árni Magnússon sem seinna varð ráðherra, hann gafst upp, Eyþór Arnalds gerði það líka og sagði öllum frá.“ Og einhverja aðra má nefna. Er ekki betur að heyra en Þórarni þyki það virðingarvert en hann segist ekki vita hvort áfengissýki sé almennari meðal stjórnmálamanna en annarra stétta. En, þetta hafi hins vegar gengið eins og rauður þráður, sögur af slíku í fjölmiðlum, þannig sé það í hugum almennings.Boris Jeltsin er líklega frægasti drykkjurúturinn úr stétt stjórnmálamanna. Jónas hundskammaði hann í leiðara og var utanríkisþjónustan í standandi vandræðum vegna skrifa hans.gettyHér verður tæpt á nokkrum slíkum málum sem komust í hámæli. Þetta er ekki tæmandi listi og talsvert fleiri eru þær sögurnar af fullum delerandi stjórnmálamönnum sem aldrei hafa komist upp á yfirborðið.Milliríkjadeilur í kjölfar skrifa um drykkjurútinn Jeltsín Áfengisneysla hefur verið samofin stjórnmálaþátttöku sennilega frá upphafi, svo mjög að alþýða manna virðist hafa gengið út frá því að svona ætti þetta að vera. Í það minnsta bólar ekki mikið á aðhaldi frá almenningi í þeim efnum, lengstum. Einna fyrstur manna til að fetta fingur út í slíkt opinberlega, og hann gerði það með eftirminnilegum hætti, var áðurnefndur Jónas en hann beindi spjótum sínum að Boris Jeltsín Rússlandsforseta í leiðaraskrifum. Hrafn Jökulsson, þá ritstjóri Alþýðublaðsins, gerði þetta að umfjöllunarefni í sínum leiðara sem birtist 19. janúar 1996. „Raunum Rússlandsforseta virðast hinsvegar engin takmörk sett: í gær spurðust þau tíðindi að Kreml væri í uppnámi vegna leiðaraskrifa Jónasar Kristjánssonar í DV. Starfsmenn íslenska utanríkisráðuneytisins upplýstu að þeir hefðu vart undan að biðja rússneska kollega afsökunar á skrifum Jónasar um drykkjusiði forsetans,“ skrifar Hrafn og það má vera ljóst að honum þykir ekki leiðinlegt að fjalla um þetta. Hrafn vitnar í Jónas sjálfan:Jónas Kristjánsson sýndi áfengisdrykkju stjórnmálamanna mikinn áhuga og var í vissum skilningi brautryðjandi á því sviði, sem og mörgum öðrum.Fbl/GVA„Þetta er vonlaus barátta langt gengins drykkjumanns með skerta dómgreind. Jeltsín nýtur hvorki trausts þings né þjóðar .... Þetta er sorgarsaga fyrrverandi þjóðhetju, sem nú velkist um ýmist timbraður eða kófdrukkinn á almannafæri heima fyrir og í útlöndum, leikandi fárveikur hlutverk fíflsins úti um víðan völl, rekandi og ráðandi sama manninn í beinni útsendingu frá blaðamannafundum.“Bermúdaskálin hans Davíðs ekkert tiltökumál Hrafn heldur áfram og spyr:„Er nema von að Boris sárni? Þetta er í annað sinn á tæpum þremur mánuðum sem Jónas Kristjánsson úthrópar Rússlandsforseta sem óforbetranlegan drykkjurút. Rússneska utanríkisráðuneytið mun hafa borið fram formlega kvörtun vegna forystugreinar DV hinn 26. október síðastliðinn: sendiherra okkar í Moskvu var tekinn á teppið í Kreml og Júrí Reshetov, hinn ágæti sendiherra Rússlands í Reykjavik, var sendur útaf örkinni til að klaga í utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg.“ En, heldur virtist andinn í samfélaginu sá að Jónas væri þarna að skipta sér af einhverju því sem honum kæmi ekki við. Því fáeinum árum áður gerist það að Íslendingar urðu heimsmeistarar í bridge eða 1991. Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra, fór ásamt fríðu föruneyti út á flugvöll til að taka á móti hetjunum. Og það gat ekki farið fram hjá neinum að forsætisráðherrann var hífaður við þetta tækifæri. Davíð lyfti glasi og mælti hina frægu „Bermúdaskál!“ En, einkum var það þó í útvarpsviðtali við Bjarna Felixson sem ölvun Davíðs þótti ekki fara neitt á milli mála. En, fáum datt í hug að gera sér rellu vegna þessa; þarna var tilefni til að fagna og fremur var að þetta yrði Davíð til fremdar en hitt.Einn helsti aðdáandi Davíðs, Hallur Hallsson fyrrverandi fréttamaður, hefur þó aðra sögu að segja, hann vill meina að Davíð hafi bara alls ekki verið fullur og fjallaði seinna og nýverið um þetta atvik í tímaritinu Þjóðmál: „Við höfðum setið saman til borðs í veislu Skáksambands Íslands í veislusölum ríkisins í Borgartúni.Davíð var þá með slæm útbrot á enni eftir erfið veikindi og á sterkum fúkkalyfjum. Davíð hélt úr veislunni til þess að taka á móti heimsmeisturum okkar færandi heim Bermúdaskálina; HM-bikar bridgeheimsins. Ótrúlegt afrek og mikil gleði í Leifsstöð. Þar var skálað. „Við segjum ekki bara skál, heldur Bermúdaskál,“ sagði Davíð. Þar var með hljóðnema Bjarni vinur minn Felixson. Bjarni Fel fylgdi Davíð líkt og skugginn þó að athyglin hefði átt að beinast að sigursælum heimsmeisturum. RÚV-arar töldu sig finna keim af áfengi og í fréttatíma eftir fréttatíma sóttu hart að Davíð. Það lá vel á ráðherra en hann var fráleitt fullur,“ segir Hallur sem hefur þetta til marks um einelti Ríkisútvarpsins á hendur Davíð. Brennivínið litar feril Jóns Baldvins En, á þessum árum virðist sem mórallinn engu að síður og almennt, þó Hallur vilji nú sverja edrúmennsku upp á Davíð, hafi verið sá að ef menn vildu gera athugasemdir við brennivínsþamb ráðamanna teldust þeir hálfgerðir leiðindamenn. Það er ef neyslan er annars vegar. Að sumbla á kostnað almennings var ekki eins vel séð. Því fékk Jón Baldvin Hannibalsson að kynnast 1988. Jón Baldvin keypti hundrað flöskur af freyðivíni og sex flöskur af sterku víni í maí árið 1988 og gaf til fertugsafmælis Ingólfs Margeirssonar. „Útsöluverð á þessu víni er núna 74.300 krónur,“ segir í frétt blaðamannsins Gunnars Smára Egilssonar sem hefur frétt sína í DV með þessum orðum: „Þrátt fyrir að ráðherrar hafi haldið ógrynni af veislum og veitt áfengi á sérkjörum áður en núgildandi reglur voru settar er mál Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi fjármálaráðherra, sérstætt fyrir að hann keypti áfengið og gaf einstaklingi úti í bæ.“Jón Baldvin er með þekktari stjórnmálamönnum landsins. Honum hefur löngum þótt sopinn góður, þarna sem skólastjóri í hópi nemenda sem voru að dimmitera á Ísafirði og samkvæmt frásögn eins þeirra tókst Jóni að verða fyllstur allra og greip þá um sig algert hömluleysi.Sigríður HuldaÞað má ef til vill vera til marks um breyttan tíðaranda að engum þótti það þá í frásögur færandi að Jón Baldvin hafði áður, í skólastjóratíð sinni á Ísafirði, í dimmisjón 1979 verið algerlega hauslaus af drykkju. Sigríður Hulda Richards sem var í hópi nemenda segir svo frá: „Þegar ég og skólasystur mínar vorum nýkomnar út í laugina í Bolungarvík,þá stökk JBH allsnakinn út í laugina. Mér dauðbrá, allir vissu að sund væri á prógramminu og fólk hafði sundföt með sér. Þessi nakti maður kom syndandi í áttina til okkar og við vorum allar í sjokki að ég held, allavega ég.“ Þessi frásögn kom ekki fram fyrr en okkar dögum. Þannig má segja að áfengisneysla hafi sett mark sitt á feril Jóns Baldvins sem meðal annars hefur greint frá því að ósæmileg bréf sem hann ritaði ungri frænku eiginkonu sinnar hafi hann ritað í áfengisvímu. Kosningabarátta í uppnámi eftir að Eyþór keyrði á staur Árið 2006 ákvað Eyþór Arnalds, sem nú er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, að gefa kost á sér sem forystusauður flokksins í Árborg í sveitarstjórnarkosningum sem þá stóðu fyrir dyrum. Eyþór sigraði með glæsibrag í prófkjörinu og skoðanakannanir leiddu í ljós að aldrei hafði verið eins mikill byr í segl Sjálfstæðismanna. En áður en til þeirra kemur er frá því greint í fréttum að Eyþór hafi verið gripinn, ásamt unnustu sinni, af lögreglu í Ártúnsbrekku, drukkinn eftir að hafa ekið á ljósastaur á Sæbraut við Kleppsveg í Reykjavík.Mál Eyþórs Arnalds vöktu mikla athygli en Eyþór sagðist einlæglega ætla að leita sér aðstoðar vegna áfengisvanda síns, og er hann ásamt Árna Magnússyni brautryðjandi í því.FBL/ANTON BRINKViðbrögð Eyþórs þá hafa líklega lagt línuna, því nú lýsa allir stjórnmálamenn sem skandalísera fullir því yfir að þeir ætli að gera eitthvað í sínum málum og tala við áfengisráðgjafa. Eyþór reyndi aldrei að þræta fyrir það að honum hafi orðið á. „Hvort sem maður er í framboði eða ekki á enginn að setjast undir stýri undir áhrifum. En það sem er mikilvægast er að gera sér grein fyrir því að þetta voru klárlega mistök.Fyrsta skrefið er að viðurkenna mistökin,“ sagði Eyþór í viðtali við Fréttablaðið þar sem hann leit um öxl. Margur stúturinn undir stýri hefur verið gripinn, jafnvel þótt um stjórnmálamann sé að ræða, án þess að það hafi komist í hámæli. Áætlað er að hátt í 2.000 manns séu teknir árlega ölvaðir við akstur. Hins vegar er það tímasetningin sem verður til að gera þetta atvik allt hið dramatískasta, að oddviti lista sé korteri í kosningar gripinn fyrir ölvun við akstur. Eyþór dró sig í hlé út úr kosningabaráttunni. Og fór í áfengismeðferð. Og Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg hlaut fína kosningu þó nokkuð hafi verið um það að kjósendur hafi strikað Eyþór út af lista. Sigmundur Ernir kenndur í púlti að ræða Icesave Sigmundur Ernir Rúnarsson sjónvarpsmaður var áberandi í fréttum á árinu 2009 en hann var þá þingmaður Samfylkingarinnar. Töldu margir að Sigmundur Ernir hafi verið við skál þegar hann tók þátt í Icesave-umræðum á hinu háa Alþingi, hann hafi í það minnsta verið hinn einkennilegasti í ræðupúltinu. „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær til þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks við að tækifæri.Sigmundur Ernir átti í vök að verjast, hann sagðist síðar aðeins hafa drukkið tvö vínglös áður en hann mætti á þingið. Hann sagði það mistök að hafa bragðað áfengi og baðst afsökunar á því.Ástæðan var sú að hann hafði verið við móttöku hjá MP Banka og þar hafi hann ekki kennt áhrifa. Sigmundur sagði að ástæðan fyrir veru sinni þar hafi verið sú að hann væri í viðskiptum við bankanna og hefði sem slíkum verið boðið að taka þátt í golfmóti á hans vegum. Sigmundur Ernir vísaði því hins vegar alfarið á bug, sem látið hafði verið að liggja, að hann hafi ekið undir áhrifum; sonur sinn hefði skutlað sér. Málið vakti sem fyrr sagði heilmikla athygli og var fjallað ítarlega um það í fjölmiðlum. Meðal þeirra sem fenginn var til að tjá sig var Þorsteinn G. Gunnarsson ráðgjafi og almannatengill sem sagði að Sigmundur hafi brotið grundvallaratrið krísustjórnunar: „Ef hann hefði brugðist strax við og komið hreint fram, viðurkennt að hann hafi verið á golfmóti, viðurkennt að hafa tekið þátt í þessum kvöldverði, viðurkennt að hafa drukkið vín og farið síðan inn á Alþingi; talað um dómgreindarleysi sitt og beðið þjóðina auðmjúklega afsökunar, þá hefði umræðan fyrir það fyrsta ekki verið eins mikil og hún var, fleiri hefðu fyrirgefið og staða hans væri núna mun betri en raunin er.“ Fjörugar og fullar Framsóknarkonur á ferð Stjórnmála- og hagfræðinemar við Háskóla Íslands fengu að kynnast drukknum og kátum stjórnmálakonum sem gerðust boðflennur í partí hjá þeim septemberkvöld eitt 2014. Gleðskapur nemenda var haldinn í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu og þær Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir og Jóna Björg Sætran þótti upplagt að líta við hjá háskólanemum. Þær hefðu betur sleppt því vegna þess að fjörið í þeim þar náðist á myndbandsupptöku og þaðan rataði atriði þeirra á netið og þaðan lögum samkvæmt í fjölmiðla. Einn nemenda segir svo frá að Vigdís hafi fyrst mætt til leiks klukkan níu og blandaði geði við nemana: „Nokkuð margar selfies voru teknar með Vigdísi og hún endaði á því að flytja þessa ræðu.Hún virtist vera frekar ölvuð og það furðuðu sig allir á þessar framkomu og hlógu.“ Hinar fylgdu svo á á eftir; „og voru nú ekkert í mikið betra ástandi en Vigdís. Þegar þær höfðu gert sig að fífli var ákveðið að segja þetta gott enda voru þær allar boðflennur eins og kemur fram á upptökunni.“Guðfinna neitaði því seinna að hafa verið drukkin, eða ekkert sérstaklega, hafði drukkið tvö hvítvínsglös og hún sagði að Sveinbjörg hafi verið bláedrú. Og, Guðfinna vildi setja spurningarmerki við málið allt og kveður þar við kunnuglegan tón, líkt og Guðfinna sé forspá þá sé litið til Klausturmálsins: Á hvaða stað við séum komin þegar fólk er að taka upp á síma á föstudagskvöldi úti í bæ?Varaþingmaður verður sér til skammar Þjóðinni var brugðið á vormánuðum í fyrra þegar spurðist að Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, hafi hellt sig mígandi fullan og hagaði sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Guðmundur Sævar Sævarsson. Guðmundur áreitti konur í veislusalnum með óviðeigandi snertingum þar til fólk fékk nóg og henti starfsmaður staðarins honum út. Guðmundur sagðist í samtali við Vísi hafa beðið tiltekna aðila afsökunar á hegðun sinni. „Á sama tíma hafi hann gert þeim ljóst að hann ætti við áfengisvandamál að stríða. Hann myndi leita sér aðstoðar strax, sem hann hafi þegar byrjað að gera. Viðkomandi aðilar hafi þegið afsökunarbeiðni sína sem honum þótti innilega vænt um.“ Ekki hefur farið mikið fyrir stjórnmálamanninum Guðmundi eftir þennan skandal. En, eins og dæmin sem hér hafa verið nefnd sýna, þá eiga menn afturkvæmt; sér í lagi ef þeir gangast við óásættanlegri framkomu sinni. En, það flækir óneitanlega málin þegar kynferðisleg áreitni blandast inn í dæmið.Og þá var eftir einn Og þannig er það með Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingar, en óljóst er hvort hann á eftir að snúa til baka til þingstarfa. Flest bendir þó til þess. Óljóst er hvort að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, snúi aftur á þing. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur er nú sem stendur í leyfi eftir ósæmilega framkomu en hömlu- og markaleysi sitt rekur hann meðal annars til áfengisneyslu. Í það minnsta tengist það pöbbarölti þingmannsins. Ágúst Ólafur hefur, eins og svo margir sem verða uppvísir af slíku á seinni árum, gefið það út að hann sé að leita sér hjálpar hjá fagaðilum, eins og það er orðað. Atvikið var í kjölfar barferðar þingmannsins þar sem hann hitti Báru Huld Beck, blaðamann á Kjarnanum, og þau fóru saman á ritstjórnarskrifstofur Kjarnans. „Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði. Ég brást við þessari skýru höfnun hennar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Ég er ekki stoltur af þeim orðum eða framkomu minni og vegferð almennt þetta kvöld.Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar. Hún bað mig því næst að fara, sem ég og gerði,“ sagði Ágúst Ólafur í yfirlýsingu. Sem Bára sagði síðar að þar væri talsvert minna gert úr atvikinu en efni stæðu til. Hún taldi sig til neydda að stíga fram, nokkuð sem hún hafði ekki hugsað sér að gera, til að benda á það. Alþingi Áfengi og tóbak Fréttaskýringar MeToo Sveitarstjórnarmál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira
Þingið er í úlfakreppu vegna brennivínsrauss þeirra sexmenninga sem nú eru kenndir við Klaustur bar: Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur Miðflokki og svo þeirra sem reknir voru úr Flokki fólksins í kjölfar málsins: Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar. Reyndar hefur þjóðfélagið allt verið undirlagt eftir að upptökurnar af Klaustur bar voru gerðar heyrinkunnar. Er öl innri maður eða kannski annar maður?Eitthvert eftirminnilegasta „blackout“ sem um getur „Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ sagði Gunnar Bragi í viðtali við Hringbraut um þetta (ó)eftirminnilega fyllerí þingmannanna.Fyllerí þeirra sexmenninga sem nú eru kenndir við Klaustur bar er þegar orðið eitt frægasta sumbl Íslandssögunnar og liggur sem mara á þinginu.HalldórAð hve miklu leyti setur áfengi mark sitt á stjórnmálin? Þessi lýsing Gunnars Braga á ofneyslu áfengis og orsökum hennar er líklega einhver sú magnaðasta sem heyrst hefur, í það minnsta frá fyrstu hendi og opinberlega. En það er ekki svo að um frávik sé að ræða þegar drykkja stjórnmálamanna er annars vegar. Fjölmargar sögur eru til af rallhálfum þingmönnum að delera.Pólitíkusar halda sínu striki í drykkjunni „Hér á landi hefur mótazt sú góða siðvenja, að fólk drekki ekki í vinnunni. Innleiðing bjórsins breytti þessu ekki, þótt ástæða væri til að óttast, að hún hvetti til dagdrykkju á svipaðan hátt og sjá má víða erlendis. Slíkar hrakspár hafa einfaldlega ekki rætzt,“ skrifaði Jónas Kristjánsson ritstjóri DV árið 1991. Og hann heldur áfram: „Ein undantekning er á þessari góðu reglu. Í stjórnmálum hefur borið nokkuð á einstaklingum, sem fara ekki eftir þjóðarvenjunni. Í rituðum endurminningum kemur fram, að ýmsir stjórnmálamenn hafa vanmetið störf sín nógu mikið til að sinna þeim drukknir.“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi segir í samtali við Vísi engum blöðum um það að fletta að áfengissýki og stjórnmálastarf hafi verið samofin fyrirbæri lengi. „Já já, Guð minn almáttugur. Þeir eru margir frægir. Sérstaklega utanríkisráðherrar Alþýðuflokksins, ekki bara utanríkisráðherrar Framsóknarflokksins. Þeir eru í áhættuhópi,“ segir Þórarinn og vísar meðal annars til þess að í utanríkisþjónustunni sé stöðugt verið að lyfta glösum. Sú staðreynd lögð við það að Gunnar Bragi, fyrrverandi utanríkisráðherra, vildi og vill einmitt gerast sendiherra, vekur upp spurningar. Þórarinn Tyrfingsson segir það fyrirliggjandi að drykkjuskapur hefur verið samofin stjórnmálasögunni. Stjórnmálamenn eiga hins vegar ekki gott með að fara í meðferð.Þingflokksformenn áttu alltaf bokku Læknirinn nefnir að um það hafi verið talað þegar SÁÁ var stofnað; breytingar á vinnustöðum. Til dæmis menn í blaðamannastétt og var sérstakt prógramm sem lagt var upp til að reyna að stemma stigu við áfengissýki til dæmis meðal blaðamanna á New York Times. En, blaðamenn voru lengi taldir með þeim drykkfelldari. „En, það var líka talað um annan vinnustað sem var Alþingi. Menn komu utan að landi fjarri fjölskyldu sinni og þingflokksformennirnir áttu alltaf vínkjallara. Réttlætingin fyrir því að þeir gætu keypt áfengi án skatta var að þeir þyrftu að taka á móti fólki utan að landi og þá bjóða áfengi. Þetta er samofið,“ segir Þórarinn. Og að það hafi verið þegjandi samkomulag um að vera ekki að tala ekki mikið um það. Á seinni tímum, þegar menn hafa farið yfir strikið og mál þeirra komast í hámæli segjast þeir gjarnan vilja gera eitthvað í sínum málum. En, Þórarinn segir þeir eigi erfitt með að koma til meðferðar. „Líkt og prestar. Þeir eiga erfiðara með það en flestir aðrir. Það er út af fordómunum.Já, stjórnmálamenn og prestar eiga erfiðast með að mæta í meðferð. Það er mín reynsla. En það eru þó á þessu góðar undantekningar, menn sem hafa verið opinberað það að hafa farið í meðferð svo sem Árni Magnússon sem seinna varð ráðherra, hann gafst upp, Eyþór Arnalds gerði það líka og sagði öllum frá.“ Og einhverja aðra má nefna. Er ekki betur að heyra en Þórarni þyki það virðingarvert en hann segist ekki vita hvort áfengissýki sé almennari meðal stjórnmálamanna en annarra stétta. En, þetta hafi hins vegar gengið eins og rauður þráður, sögur af slíku í fjölmiðlum, þannig sé það í hugum almennings.Boris Jeltsin er líklega frægasti drykkjurúturinn úr stétt stjórnmálamanna. Jónas hundskammaði hann í leiðara og var utanríkisþjónustan í standandi vandræðum vegna skrifa hans.gettyHér verður tæpt á nokkrum slíkum málum sem komust í hámæli. Þetta er ekki tæmandi listi og talsvert fleiri eru þær sögurnar af fullum delerandi stjórnmálamönnum sem aldrei hafa komist upp á yfirborðið.Milliríkjadeilur í kjölfar skrifa um drykkjurútinn Jeltsín Áfengisneysla hefur verið samofin stjórnmálaþátttöku sennilega frá upphafi, svo mjög að alþýða manna virðist hafa gengið út frá því að svona ætti þetta að vera. Í það minnsta bólar ekki mikið á aðhaldi frá almenningi í þeim efnum, lengstum. Einna fyrstur manna til að fetta fingur út í slíkt opinberlega, og hann gerði það með eftirminnilegum hætti, var áðurnefndur Jónas en hann beindi spjótum sínum að Boris Jeltsín Rússlandsforseta í leiðaraskrifum. Hrafn Jökulsson, þá ritstjóri Alþýðublaðsins, gerði þetta að umfjöllunarefni í sínum leiðara sem birtist 19. janúar 1996. „Raunum Rússlandsforseta virðast hinsvegar engin takmörk sett: í gær spurðust þau tíðindi að Kreml væri í uppnámi vegna leiðaraskrifa Jónasar Kristjánssonar í DV. Starfsmenn íslenska utanríkisráðuneytisins upplýstu að þeir hefðu vart undan að biðja rússneska kollega afsökunar á skrifum Jónasar um drykkjusiði forsetans,“ skrifar Hrafn og það má vera ljóst að honum þykir ekki leiðinlegt að fjalla um þetta. Hrafn vitnar í Jónas sjálfan:Jónas Kristjánsson sýndi áfengisdrykkju stjórnmálamanna mikinn áhuga og var í vissum skilningi brautryðjandi á því sviði, sem og mörgum öðrum.Fbl/GVA„Þetta er vonlaus barátta langt gengins drykkjumanns með skerta dómgreind. Jeltsín nýtur hvorki trausts þings né þjóðar .... Þetta er sorgarsaga fyrrverandi þjóðhetju, sem nú velkist um ýmist timbraður eða kófdrukkinn á almannafæri heima fyrir og í útlöndum, leikandi fárveikur hlutverk fíflsins úti um víðan völl, rekandi og ráðandi sama manninn í beinni útsendingu frá blaðamannafundum.“Bermúdaskálin hans Davíðs ekkert tiltökumál Hrafn heldur áfram og spyr:„Er nema von að Boris sárni? Þetta er í annað sinn á tæpum þremur mánuðum sem Jónas Kristjánsson úthrópar Rússlandsforseta sem óforbetranlegan drykkjurút. Rússneska utanríkisráðuneytið mun hafa borið fram formlega kvörtun vegna forystugreinar DV hinn 26. október síðastliðinn: sendiherra okkar í Moskvu var tekinn á teppið í Kreml og Júrí Reshetov, hinn ágæti sendiherra Rússlands í Reykjavik, var sendur útaf örkinni til að klaga í utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg.“ En, heldur virtist andinn í samfélaginu sá að Jónas væri þarna að skipta sér af einhverju því sem honum kæmi ekki við. Því fáeinum árum áður gerist það að Íslendingar urðu heimsmeistarar í bridge eða 1991. Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra, fór ásamt fríðu föruneyti út á flugvöll til að taka á móti hetjunum. Og það gat ekki farið fram hjá neinum að forsætisráðherrann var hífaður við þetta tækifæri. Davíð lyfti glasi og mælti hina frægu „Bermúdaskál!“ En, einkum var það þó í útvarpsviðtali við Bjarna Felixson sem ölvun Davíðs þótti ekki fara neitt á milli mála. En, fáum datt í hug að gera sér rellu vegna þessa; þarna var tilefni til að fagna og fremur var að þetta yrði Davíð til fremdar en hitt.Einn helsti aðdáandi Davíðs, Hallur Hallsson fyrrverandi fréttamaður, hefur þó aðra sögu að segja, hann vill meina að Davíð hafi bara alls ekki verið fullur og fjallaði seinna og nýverið um þetta atvik í tímaritinu Þjóðmál: „Við höfðum setið saman til borðs í veislu Skáksambands Íslands í veislusölum ríkisins í Borgartúni.Davíð var þá með slæm útbrot á enni eftir erfið veikindi og á sterkum fúkkalyfjum. Davíð hélt úr veislunni til þess að taka á móti heimsmeisturum okkar færandi heim Bermúdaskálina; HM-bikar bridgeheimsins. Ótrúlegt afrek og mikil gleði í Leifsstöð. Þar var skálað. „Við segjum ekki bara skál, heldur Bermúdaskál,“ sagði Davíð. Þar var með hljóðnema Bjarni vinur minn Felixson. Bjarni Fel fylgdi Davíð líkt og skugginn þó að athyglin hefði átt að beinast að sigursælum heimsmeisturum. RÚV-arar töldu sig finna keim af áfengi og í fréttatíma eftir fréttatíma sóttu hart að Davíð. Það lá vel á ráðherra en hann var fráleitt fullur,“ segir Hallur sem hefur þetta til marks um einelti Ríkisútvarpsins á hendur Davíð. Brennivínið litar feril Jóns Baldvins En, á þessum árum virðist sem mórallinn engu að síður og almennt, þó Hallur vilji nú sverja edrúmennsku upp á Davíð, hafi verið sá að ef menn vildu gera athugasemdir við brennivínsþamb ráðamanna teldust þeir hálfgerðir leiðindamenn. Það er ef neyslan er annars vegar. Að sumbla á kostnað almennings var ekki eins vel séð. Því fékk Jón Baldvin Hannibalsson að kynnast 1988. Jón Baldvin keypti hundrað flöskur af freyðivíni og sex flöskur af sterku víni í maí árið 1988 og gaf til fertugsafmælis Ingólfs Margeirssonar. „Útsöluverð á þessu víni er núna 74.300 krónur,“ segir í frétt blaðamannsins Gunnars Smára Egilssonar sem hefur frétt sína í DV með þessum orðum: „Þrátt fyrir að ráðherrar hafi haldið ógrynni af veislum og veitt áfengi á sérkjörum áður en núgildandi reglur voru settar er mál Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi fjármálaráðherra, sérstætt fyrir að hann keypti áfengið og gaf einstaklingi úti í bæ.“Jón Baldvin er með þekktari stjórnmálamönnum landsins. Honum hefur löngum þótt sopinn góður, þarna sem skólastjóri í hópi nemenda sem voru að dimmitera á Ísafirði og samkvæmt frásögn eins þeirra tókst Jóni að verða fyllstur allra og greip þá um sig algert hömluleysi.Sigríður HuldaÞað má ef til vill vera til marks um breyttan tíðaranda að engum þótti það þá í frásögur færandi að Jón Baldvin hafði áður, í skólastjóratíð sinni á Ísafirði, í dimmisjón 1979 verið algerlega hauslaus af drykkju. Sigríður Hulda Richards sem var í hópi nemenda segir svo frá: „Þegar ég og skólasystur mínar vorum nýkomnar út í laugina í Bolungarvík,þá stökk JBH allsnakinn út í laugina. Mér dauðbrá, allir vissu að sund væri á prógramminu og fólk hafði sundföt með sér. Þessi nakti maður kom syndandi í áttina til okkar og við vorum allar í sjokki að ég held, allavega ég.“ Þessi frásögn kom ekki fram fyrr en okkar dögum. Þannig má segja að áfengisneysla hafi sett mark sitt á feril Jóns Baldvins sem meðal annars hefur greint frá því að ósæmileg bréf sem hann ritaði ungri frænku eiginkonu sinnar hafi hann ritað í áfengisvímu. Kosningabarátta í uppnámi eftir að Eyþór keyrði á staur Árið 2006 ákvað Eyþór Arnalds, sem nú er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, að gefa kost á sér sem forystusauður flokksins í Árborg í sveitarstjórnarkosningum sem þá stóðu fyrir dyrum. Eyþór sigraði með glæsibrag í prófkjörinu og skoðanakannanir leiddu í ljós að aldrei hafði verið eins mikill byr í segl Sjálfstæðismanna. En áður en til þeirra kemur er frá því greint í fréttum að Eyþór hafi verið gripinn, ásamt unnustu sinni, af lögreglu í Ártúnsbrekku, drukkinn eftir að hafa ekið á ljósastaur á Sæbraut við Kleppsveg í Reykjavík.Mál Eyþórs Arnalds vöktu mikla athygli en Eyþór sagðist einlæglega ætla að leita sér aðstoðar vegna áfengisvanda síns, og er hann ásamt Árna Magnússyni brautryðjandi í því.FBL/ANTON BRINKViðbrögð Eyþórs þá hafa líklega lagt línuna, því nú lýsa allir stjórnmálamenn sem skandalísera fullir því yfir að þeir ætli að gera eitthvað í sínum málum og tala við áfengisráðgjafa. Eyþór reyndi aldrei að þræta fyrir það að honum hafi orðið á. „Hvort sem maður er í framboði eða ekki á enginn að setjast undir stýri undir áhrifum. En það sem er mikilvægast er að gera sér grein fyrir því að þetta voru klárlega mistök.Fyrsta skrefið er að viðurkenna mistökin,“ sagði Eyþór í viðtali við Fréttablaðið þar sem hann leit um öxl. Margur stúturinn undir stýri hefur verið gripinn, jafnvel þótt um stjórnmálamann sé að ræða, án þess að það hafi komist í hámæli. Áætlað er að hátt í 2.000 manns séu teknir árlega ölvaðir við akstur. Hins vegar er það tímasetningin sem verður til að gera þetta atvik allt hið dramatískasta, að oddviti lista sé korteri í kosningar gripinn fyrir ölvun við akstur. Eyþór dró sig í hlé út úr kosningabaráttunni. Og fór í áfengismeðferð. Og Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg hlaut fína kosningu þó nokkuð hafi verið um það að kjósendur hafi strikað Eyþór út af lista. Sigmundur Ernir kenndur í púlti að ræða Icesave Sigmundur Ernir Rúnarsson sjónvarpsmaður var áberandi í fréttum á árinu 2009 en hann var þá þingmaður Samfylkingarinnar. Töldu margir að Sigmundur Ernir hafi verið við skál þegar hann tók þátt í Icesave-umræðum á hinu háa Alþingi, hann hafi í það minnsta verið hinn einkennilegasti í ræðupúltinu. „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær til þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks við að tækifæri.Sigmundur Ernir átti í vök að verjast, hann sagðist síðar aðeins hafa drukkið tvö vínglös áður en hann mætti á þingið. Hann sagði það mistök að hafa bragðað áfengi og baðst afsökunar á því.Ástæðan var sú að hann hafði verið við móttöku hjá MP Banka og þar hafi hann ekki kennt áhrifa. Sigmundur sagði að ástæðan fyrir veru sinni þar hafi verið sú að hann væri í viðskiptum við bankanna og hefði sem slíkum verið boðið að taka þátt í golfmóti á hans vegum. Sigmundur Ernir vísaði því hins vegar alfarið á bug, sem látið hafði verið að liggja, að hann hafi ekið undir áhrifum; sonur sinn hefði skutlað sér. Málið vakti sem fyrr sagði heilmikla athygli og var fjallað ítarlega um það í fjölmiðlum. Meðal þeirra sem fenginn var til að tjá sig var Þorsteinn G. Gunnarsson ráðgjafi og almannatengill sem sagði að Sigmundur hafi brotið grundvallaratrið krísustjórnunar: „Ef hann hefði brugðist strax við og komið hreint fram, viðurkennt að hann hafi verið á golfmóti, viðurkennt að hafa tekið þátt í þessum kvöldverði, viðurkennt að hafa drukkið vín og farið síðan inn á Alþingi; talað um dómgreindarleysi sitt og beðið þjóðina auðmjúklega afsökunar, þá hefði umræðan fyrir það fyrsta ekki verið eins mikil og hún var, fleiri hefðu fyrirgefið og staða hans væri núna mun betri en raunin er.“ Fjörugar og fullar Framsóknarkonur á ferð Stjórnmála- og hagfræðinemar við Háskóla Íslands fengu að kynnast drukknum og kátum stjórnmálakonum sem gerðust boðflennur í partí hjá þeim septemberkvöld eitt 2014. Gleðskapur nemenda var haldinn í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu og þær Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Gréta Björg Egilsdóttir og Jóna Björg Sætran þótti upplagt að líta við hjá háskólanemum. Þær hefðu betur sleppt því vegna þess að fjörið í þeim þar náðist á myndbandsupptöku og þaðan rataði atriði þeirra á netið og þaðan lögum samkvæmt í fjölmiðla. Einn nemenda segir svo frá að Vigdís hafi fyrst mætt til leiks klukkan níu og blandaði geði við nemana: „Nokkuð margar selfies voru teknar með Vigdísi og hún endaði á því að flytja þessa ræðu.Hún virtist vera frekar ölvuð og það furðuðu sig allir á þessar framkomu og hlógu.“ Hinar fylgdu svo á á eftir; „og voru nú ekkert í mikið betra ástandi en Vigdís. Þegar þær höfðu gert sig að fífli var ákveðið að segja þetta gott enda voru þær allar boðflennur eins og kemur fram á upptökunni.“Guðfinna neitaði því seinna að hafa verið drukkin, eða ekkert sérstaklega, hafði drukkið tvö hvítvínsglös og hún sagði að Sveinbjörg hafi verið bláedrú. Og, Guðfinna vildi setja spurningarmerki við málið allt og kveður þar við kunnuglegan tón, líkt og Guðfinna sé forspá þá sé litið til Klausturmálsins: Á hvaða stað við séum komin þegar fólk er að taka upp á síma á föstudagskvöldi úti í bæ?Varaþingmaður verður sér til skammar Þjóðinni var brugðið á vormánuðum í fyrra þegar spurðist að Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, hafi hellt sig mígandi fullan og hagaði sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Guðmundur Sævar Sævarsson. Guðmundur áreitti konur í veislusalnum með óviðeigandi snertingum þar til fólk fékk nóg og henti starfsmaður staðarins honum út. Guðmundur sagðist í samtali við Vísi hafa beðið tiltekna aðila afsökunar á hegðun sinni. „Á sama tíma hafi hann gert þeim ljóst að hann ætti við áfengisvandamál að stríða. Hann myndi leita sér aðstoðar strax, sem hann hafi þegar byrjað að gera. Viðkomandi aðilar hafi þegið afsökunarbeiðni sína sem honum þótti innilega vænt um.“ Ekki hefur farið mikið fyrir stjórnmálamanninum Guðmundi eftir þennan skandal. En, eins og dæmin sem hér hafa verið nefnd sýna, þá eiga menn afturkvæmt; sér í lagi ef þeir gangast við óásættanlegri framkomu sinni. En, það flækir óneitanlega málin þegar kynferðisleg áreitni blandast inn í dæmið.Og þá var eftir einn Og þannig er það með Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingar, en óljóst er hvort hann á eftir að snúa til baka til þingstarfa. Flest bendir þó til þess. Óljóst er hvort að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, snúi aftur á þing. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur er nú sem stendur í leyfi eftir ósæmilega framkomu en hömlu- og markaleysi sitt rekur hann meðal annars til áfengisneyslu. Í það minnsta tengist það pöbbarölti þingmannsins. Ágúst Ólafur hefur, eins og svo margir sem verða uppvísir af slíku á seinni árum, gefið það út að hann sé að leita sér hjálpar hjá fagaðilum, eins og það er orðað. Atvikið var í kjölfar barferðar þingmannsins þar sem hann hitti Báru Huld Beck, blaðamann á Kjarnanum, og þau fóru saman á ritstjórnarskrifstofur Kjarnans. „Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði. Ég brást við þessari skýru höfnun hennar með því að láta mjög særandi orð falla um hana. Ég er ekki stoltur af þeim orðum eða framkomu minni og vegferð almennt þetta kvöld.Ég varð mér einfaldlega til háborinnar skammar. Hún bað mig því næst að fara, sem ég og gerði,“ sagði Ágúst Ólafur í yfirlýsingu. Sem Bára sagði síðar að þar væri talsvert minna gert úr atvikinu en efni stæðu til. Hún taldi sig til neydda að stíga fram, nokkuð sem hún hafði ekki hugsað sér að gera, til að benda á það.
Alþingi Áfengi og tóbak Fréttaskýringar MeToo Sveitarstjórnarmál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira