Skagamenn fengu heldur betur góðan liðsstyrk í dag er tilkynnt var að Tryggvi Hrafn Haraldsson væri kominn heim.
Þessi 22 ára strákur kemur til uppeldisfélagsins frá Halmstad í Svíþjóð. Hann fór til Halmstad seinni hluta árs 2017.
Tryggvi Hrafn spilaði 33 leiki með ÍA áður en hann fór út og náði að skora sex mörk í efstu deild. Hann hefur leikið þrjá leiki og skorað eitt mark með A landsliði Íslands og 13 leiki og eitt mark með U-21.
Hann býr því að mikilvægri reynslu og verður klárlega í lykilhlutverki hjá Skagamönnum í Pepsi-deildinni næsta sumar.

