Vilja sömu laun og aðrir sauðfjárbændur Sveinn Arnarsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Tekist á um fé. vísir/gva Kaupfélag Skagfirðinga og sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga sem staðsett er á Hvammstanga hafa ákveðið að greiða viðbótargreiðslu á allt lambakjöt sem lagt var inn síðastliðið haust. Viðbótargreiðsla til sauðfjárbænda nemur um 10 prósentum á innlegg í ágústmánuði og um sex prósenta viðbótargreiðsla verður greidd fyrir innlegg bænda í september og október. Í tilkynningu frá kaupfélögunum segir að ágæt sala hafi verið á afurðum og að krónan hafi veikst á tímabilinu sem skapi nokkuð ágætan grundvöll til að greiða bændum þessa viðbót. En það eru ekki allir sem hafa fengið þessa hækkun og hafa bændur sem lögðu inn til Norðlenska sent fyrirtækinu áskorun um að greiða sama álag til þeirra. „Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð, Félag sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu, Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum og Félag sauðfjárbænda á Suðurfjörðum skorar á Norðlenska ehf. að greiða innleggjendum sauðfjárafurða uppbót á haustinnlegg 2018 að lágmarki sambærilega öðrum sláturleyfishöfum,“ segir í kröfugerðinni frá bændum til fyrirtækisins. Sauðfjárframleiðsla hefur á síðustu árum staðið illa og hefur verið nokkuð tap af framleiðslu sauðfjárafurða upp á síðkastið. Stjórnvöld og bændur hafa reynt eftir fremsta megni að flytja meira út af dýrum vöðvum til að stemma stigu við framleiðslutapinu.Uppfært:Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að Kaupfélag Vestur-Húnvetninga væri á Blönduósi en hið rétta er að það er á Hvammstanga. Þetta hefur verið leiðrétt. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga og sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga sem staðsett er á Hvammstanga hafa ákveðið að greiða viðbótargreiðslu á allt lambakjöt sem lagt var inn síðastliðið haust. Viðbótargreiðsla til sauðfjárbænda nemur um 10 prósentum á innlegg í ágústmánuði og um sex prósenta viðbótargreiðsla verður greidd fyrir innlegg bænda í september og október. Í tilkynningu frá kaupfélögunum segir að ágæt sala hafi verið á afurðum og að krónan hafi veikst á tímabilinu sem skapi nokkuð ágætan grundvöll til að greiða bændum þessa viðbót. En það eru ekki allir sem hafa fengið þessa hækkun og hafa bændur sem lögðu inn til Norðlenska sent fyrirtækinu áskorun um að greiða sama álag til þeirra. „Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð, Félag sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu, Félag sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum og Félag sauðfjárbænda á Suðurfjörðum skorar á Norðlenska ehf. að greiða innleggjendum sauðfjárafurða uppbót á haustinnlegg 2018 að lágmarki sambærilega öðrum sláturleyfishöfum,“ segir í kröfugerðinni frá bændum til fyrirtækisins. Sauðfjárframleiðsla hefur á síðustu árum staðið illa og hefur verið nokkuð tap af framleiðslu sauðfjárafurða upp á síðkastið. Stjórnvöld og bændur hafa reynt eftir fremsta megni að flytja meira út af dýrum vöðvum til að stemma stigu við framleiðslutapinu.Uppfært:Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að Kaupfélag Vestur-Húnvetninga væri á Blönduósi en hið rétta er að það er á Hvammstanga. Þetta hefur verið leiðrétt.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira