Laumaðist til að "stela“ leikmunum úr Friends Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. janúar 2019 22:28 Á síðasta tökudegi vinsælu þáttaraðarinnar Friends ákvað Matt Le Blanc, sem lék Joey Tribbiani, að laumast til að taka ákveðna leikmuni með sér heim. Vísir/getty Á síðasta tökudegi vinsælu þáttaraðarinnar Friends ákvað Matt LeBlanc, sem lék Joey Tribbiani, að laumast til að taka ákveðna leikmuni með sér heim. LeBlanc var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon þar sem hann ræddi um Friends en um 15 ár eru liðin síðan þættirnir voru í loftinu. LeBlanc segir að honum finnist óþægilegt að horfa á þættina í dag því þá líði honum eins hann sé „hundrað ára gamall“. Fallon spurði LeBlanc hvort hann hefði ekki freistast til þess að taka eitthvað með sér til minnis um þættina. LeBlanc gantaðist þá með að hafa tekið heilan helling af pening en hann efnaðist mjög vegna gríðarlegrar velgengni þáttanna. LeBlanc sagði að öllu gríni slepptu að hann hafi fundið sig knútinn til að „stela“ litlum hvítum bolta úr fótboltaspilinu sem var í aðalhlutverkinu í íbúð Joey og Chandlers. Hann sagðist geyma boltann í verkfærakassanum sínum. Þetta var þó ekki það eina sem hann tók með sér af tökustað því hann tók einnig svokallað „Magna doodle“ sem er eins konar hvítt teiknispjald. Teiknispjaldið hékk á hurð Joey og Chandlers en Paul Swain, einn rafvirkjanna í teyminu, skrifaði iðulega setningar eða teiknaði myndir á teiknispjaldið sem tengdist efni hvers þáttar með einhverjum hætti. Le Blanc segist hafa stolið því til þess að láta Swain hafa það til minnis um þættina. „Hann á það núna svo það er frekar svalt. Ég hefði getað selt það fyrir mikinn pening,“ segir LeBlanc. Bíó og sjónvarp Friends Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
Á síðasta tökudegi vinsælu þáttaraðarinnar Friends ákvað Matt LeBlanc, sem lék Joey Tribbiani, að laumast til að taka ákveðna leikmuni með sér heim. LeBlanc var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon þar sem hann ræddi um Friends en um 15 ár eru liðin síðan þættirnir voru í loftinu. LeBlanc segir að honum finnist óþægilegt að horfa á þættina í dag því þá líði honum eins hann sé „hundrað ára gamall“. Fallon spurði LeBlanc hvort hann hefði ekki freistast til þess að taka eitthvað með sér til minnis um þættina. LeBlanc gantaðist þá með að hafa tekið heilan helling af pening en hann efnaðist mjög vegna gríðarlegrar velgengni þáttanna. LeBlanc sagði að öllu gríni slepptu að hann hafi fundið sig knútinn til að „stela“ litlum hvítum bolta úr fótboltaspilinu sem var í aðalhlutverkinu í íbúð Joey og Chandlers. Hann sagðist geyma boltann í verkfærakassanum sínum. Þetta var þó ekki það eina sem hann tók með sér af tökustað því hann tók einnig svokallað „Magna doodle“ sem er eins konar hvítt teiknispjald. Teiknispjaldið hékk á hurð Joey og Chandlers en Paul Swain, einn rafvirkjanna í teyminu, skrifaði iðulega setningar eða teiknaði myndir á teiknispjaldið sem tengdist efni hvers þáttar með einhverjum hætti. Le Blanc segist hafa stolið því til þess að láta Swain hafa það til minnis um þættina. „Hann á það núna svo það er frekar svalt. Ég hefði getað selt það fyrir mikinn pening,“ segir LeBlanc.
Bíó og sjónvarp Friends Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira