Boða til mótmæla gegn „Klaustursþingmönnum“ á Austurvelli Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 23:27 Ummæli þingmannanna á Klaustri í garð stjórnmálakvenna voru sérlega gróf. Vísir/Vilhelm Hópur sem kallar sig „Takk Bára“ hefur boðað til mótmæla gegn þingmönnum sem heyrðust hafa uppi gróf og óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur á hljóðupptökum á barnum Klaustri á sunnudag. Einn forsvarsmanna hópsins segist algerlega misboðið yfir framgöngu þingmannanna. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins sem höfðu sig mest frammi á Klaustursupptökunum svonefndu, sneru aftur á þing í vikunni eftir að hafa tekið sér launalaust leyfi eftir að ummæli þeirra ollu almennri hneykslan í lok nóvember. „Takk Bára“ hefur nú boðað til mótmæla gegn þingmönnunum sem heyrðust á upptökunni á Austurvelli klukkan 14 á sunnudag. Hópurinn var stofnaður af vinum Báru Halldórsdóttir, sem tók ummæli þingmannanna upp, vegna aðgerða þingmannanna gegn henni í fyrra. Í samtali við Vísi segir Sindri Viborg, einn stofnenda hópsins, að framganga þingmannanna sem hefur birst í blöðum og greinum undanfarna daga sem og endurkoma þeirra á þing misbjóði þeim. Segir hann þingmennina ætlast til þess að vera taldir fórnarlömb í málinu. „Þetta er bara með ljótustu tuddahegðun sem maður hefur séð á síðari árum og okkur er bara algerlega misboðið,“ segir Sindri. Ekki er gerð krafa um afsögn þingmannanna í boðunum á mótmælin á Facebook en Sindri segist gera ráð fyrir því að það sé krafa margra sem mæti á þau. „Okkur finnst eðlilegt að þeir víki. Það er ekkert eðlilegt í framgöngu þeirra í þessu máli alveg frá því í lok nóvember,“ segir Sindri. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Fullyrðingar Gunnars Braga um minnisleysi dregnar í efa DV birtir hluta af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist muna eftir samtölum á barnum Klaustri, þvert á það sem hann sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. 25. janúar 2019 18:26 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Hópur sem kallar sig „Takk Bára“ hefur boðað til mótmæla gegn þingmönnum sem heyrðust hafa uppi gróf og óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur á hljóðupptökum á barnum Klaustri á sunnudag. Einn forsvarsmanna hópsins segist algerlega misboðið yfir framgöngu þingmannanna. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins sem höfðu sig mest frammi á Klaustursupptökunum svonefndu, sneru aftur á þing í vikunni eftir að hafa tekið sér launalaust leyfi eftir að ummæli þeirra ollu almennri hneykslan í lok nóvember. „Takk Bára“ hefur nú boðað til mótmæla gegn þingmönnunum sem heyrðust á upptökunni á Austurvelli klukkan 14 á sunnudag. Hópurinn var stofnaður af vinum Báru Halldórsdóttir, sem tók ummæli þingmannanna upp, vegna aðgerða þingmannanna gegn henni í fyrra. Í samtali við Vísi segir Sindri Viborg, einn stofnenda hópsins, að framganga þingmannanna sem hefur birst í blöðum og greinum undanfarna daga sem og endurkoma þeirra á þing misbjóði þeim. Segir hann þingmennina ætlast til þess að vera taldir fórnarlömb í málinu. „Þetta er bara með ljótustu tuddahegðun sem maður hefur séð á síðari árum og okkur er bara algerlega misboðið,“ segir Sindri. Ekki er gerð krafa um afsögn þingmannanna í boðunum á mótmælin á Facebook en Sindri segist gera ráð fyrir því að það sé krafa margra sem mæti á þau. „Okkur finnst eðlilegt að þeir víki. Það er ekkert eðlilegt í framgöngu þeirra í þessu máli alveg frá því í lok nóvember,“ segir Sindri.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Fullyrðingar Gunnars Braga um minnisleysi dregnar í efa DV birtir hluta af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist muna eftir samtölum á barnum Klaustri, þvert á það sem hann sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. 25. janúar 2019 18:26 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13
Fullyrðingar Gunnars Braga um minnisleysi dregnar í efa DV birtir hluta af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist muna eftir samtölum á barnum Klaustri, þvert á það sem hann sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. 25. janúar 2019 18:26