Náinn bandamaður Trump handtekinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2019 11:36 Roger Stone. Getty/Alex Wong Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. Hann hefur verið ákærður í sjö liðum fyrir að standa í vegi réttvísinnar, að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og fyrir að hafa áhrif á vitni. Mál Stone fór fyrir svokallaðan ákærudómstól. Slíkir dómstólar eru skipaðir kviðdómendum sem meta hvort saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur eða krefjast gagna og upplýsinga. Leynd ríkir um störf ákærudómstóla í bandarísku réttarkerfi og var ákæran ekki opinberuð fyrr en Stone hafði verið handtekinn. Ákæruna má sjá hér á vef Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Meðal annars snýr ákæran að því að Roger Stone hafi sagt starfsmönnum framboðs Trump frá því að Wikileaks ætlaði að birta upplýsingar sem kæmu niður á Hillary Clinton, áður en það var opinbert að samtökin ætluðu að birta tölvupósta sem rússneskir útsendarar stálu úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins.CNN hefur birt myndband af því þegar Stone var handtekinn á heimili sínu í Fort Lauderdale."FBI. Open the door.” Watch exclusive CNN footage of the FBI arresting longtime Trump associate Roger Stone. Stone has been indicted by a grand jury on charges brought by special counsel Robert Mueller. https://t.co/ZQCuuxLHAGpic.twitter.com/moQwNndB91 — CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Stone hefur unnið sem pólitískur ráðgjafi í Bandaríkjunum í áratugi. Hann starfaði innan framboðs Trump þar til í ágúst 2015 en var í nánum samskiptum við framboðið eftir það. Í ágúst 2016 er Stone sagður hafa sagt frá því opinberlega og í samskiptum við vini sína að hann væri í samskiptum við Wikileaks, þar til samtökin sögðust ekki hafa verið í samskiptum við hann. Eftir það sagði Stone að umrædd samskipti hefðu farið í gegnum millilið. Hann var spurður út í málið af minnst tveimur þingnefndum og rannsakendum FBI. Í ákærunni segir að hann hafi ítrekað logið til um samskipti sín við Wikileaks og sagt að hann byggi ekki yfir gögnum um þessi samskipti. Þá á hann að hafa reynt að fá vitni til að segja rannsakendum ósatt. Um er að ræða útvarpsþáttastjórnandann Randy Credico sem er sagður hafa verið í samskiptum við Julian Assange árið 2016.Stone sagði háttsettum starfsmönnum framboðs Trump frá því í júní og júlí 2016 að Wikileaks ætluðu að birta upplýsingar sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Eftir að fyrstu póstarnir voru birtir þann 22. júlí það ár ræddu starfsmenn framboðsins við Stone um hvaða upplýsingar yrðu birtar í framhaldi af því. Þá sendi Stone tölvupóst á ónafngreindan mann og bað hann um að komast að því hvað Wikileaks ætluðu að birta til viðbótar.Ónafngreindi maðurinn, sem sagður er vera stjórnmálaskýrandi sem starfað hafi fyrir vefmiðil, áframsendi póst Stone til félaga síns í Bretlandi, sem er ekki nafngreindur en er sagður hafa verið stuðningsmaður Trump. Stjórnmálaskýrandinn svaraði Stone seinna meir og sagði að „vinurinn í sendiráðinu hefði undirbúið tvær birtingar til viðbótar“. Eina í ágúst og eina í október og þær væru skipulagðar með þeim hætti að þær myndu „valda miklum skaða“, væntanlega á framboði Clinton. Hann skrifaði enn fremur að upplýsingar sem Wikileaks ætlaði að birta kæmu niður á góðgerðasamtökum Hillary og Bill Clinton, The Clinton Foundation. Í kjölfar þess sagðist Stone opinberlega hafa átt í samskiptum við Julian Assange og hann teldi að frekari gögn frá Wikileaks myndu snúa að áðurnefndum góðgerðasamtökum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. Hann hefur verið ákærður í sjö liðum fyrir að standa í vegi réttvísinnar, að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og fyrir að hafa áhrif á vitni. Mál Stone fór fyrir svokallaðan ákærudómstól. Slíkir dómstólar eru skipaðir kviðdómendum sem meta hvort saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur eða krefjast gagna og upplýsinga. Leynd ríkir um störf ákærudómstóla í bandarísku réttarkerfi og var ákæran ekki opinberuð fyrr en Stone hafði verið handtekinn. Ákæruna má sjá hér á vef Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Meðal annars snýr ákæran að því að Roger Stone hafi sagt starfsmönnum framboðs Trump frá því að Wikileaks ætlaði að birta upplýsingar sem kæmu niður á Hillary Clinton, áður en það var opinbert að samtökin ætluðu að birta tölvupósta sem rússneskir útsendarar stálu úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins.CNN hefur birt myndband af því þegar Stone var handtekinn á heimili sínu í Fort Lauderdale."FBI. Open the door.” Watch exclusive CNN footage of the FBI arresting longtime Trump associate Roger Stone. Stone has been indicted by a grand jury on charges brought by special counsel Robert Mueller. https://t.co/ZQCuuxLHAGpic.twitter.com/moQwNndB91 — CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Stone hefur unnið sem pólitískur ráðgjafi í Bandaríkjunum í áratugi. Hann starfaði innan framboðs Trump þar til í ágúst 2015 en var í nánum samskiptum við framboðið eftir það. Í ágúst 2016 er Stone sagður hafa sagt frá því opinberlega og í samskiptum við vini sína að hann væri í samskiptum við Wikileaks, þar til samtökin sögðust ekki hafa verið í samskiptum við hann. Eftir það sagði Stone að umrædd samskipti hefðu farið í gegnum millilið. Hann var spurður út í málið af minnst tveimur þingnefndum og rannsakendum FBI. Í ákærunni segir að hann hafi ítrekað logið til um samskipti sín við Wikileaks og sagt að hann byggi ekki yfir gögnum um þessi samskipti. Þá á hann að hafa reynt að fá vitni til að segja rannsakendum ósatt. Um er að ræða útvarpsþáttastjórnandann Randy Credico sem er sagður hafa verið í samskiptum við Julian Assange árið 2016.Stone sagði háttsettum starfsmönnum framboðs Trump frá því í júní og júlí 2016 að Wikileaks ætluðu að birta upplýsingar sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Eftir að fyrstu póstarnir voru birtir þann 22. júlí það ár ræddu starfsmenn framboðsins við Stone um hvaða upplýsingar yrðu birtar í framhaldi af því. Þá sendi Stone tölvupóst á ónafngreindan mann og bað hann um að komast að því hvað Wikileaks ætluðu að birta til viðbótar.Ónafngreindi maðurinn, sem sagður er vera stjórnmálaskýrandi sem starfað hafi fyrir vefmiðil, áframsendi póst Stone til félaga síns í Bretlandi, sem er ekki nafngreindur en er sagður hafa verið stuðningsmaður Trump. Stjórnmálaskýrandinn svaraði Stone seinna meir og sagði að „vinurinn í sendiráðinu hefði undirbúið tvær birtingar til viðbótar“. Eina í ágúst og eina í október og þær væru skipulagðar með þeim hætti að þær myndu „valda miklum skaða“, væntanlega á framboði Clinton. Hann skrifaði enn fremur að upplýsingar sem Wikileaks ætlaði að birta kæmu niður á góðgerðasamtökum Hillary og Bill Clinton, The Clinton Foundation. Í kjölfar þess sagðist Stone opinberlega hafa átt í samskiptum við Julian Assange og hann teldi að frekari gögn frá Wikileaks myndu snúa að áðurnefndum góðgerðasamtökum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira