Starfsmönnum seldir smábílar Félagsbústaða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Einn bílanna sem Félagsbústaðir auglýstu til sölu. Mynd/félagsbústaðir „Þetta þótti ásættanleg niðurstaða enda með öllu óvíst hvort tekist hefði að selja alla bílana með öðrum hætti,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, um þá ákvörðun að selja starfsmanni fimm smábíla í eigu félagsins og dóttur annars einn. Alls fengust 780 þúsund krónur fyrir bílana sem orðnir voru gamlir og lúnir að sögn Sigrúnar. Ákveðið var að selja bílana innanhúss eftir að hefðbundnar auglýsingar báru ekki árangur. Í september síðastliðnum seldu Félagsbústaðir bifreiðar sem félagið hafði verið með í notkun um langt árabil og komið var að því að endurnýja. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóranum var um að ræða sex smábíla sem voru á bilinu 11 til 13 ára gamlir og eknir frá 108-160 þúsund kílómetra. Flestir hafi verið í döpru ástandi.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.„Fimm þessara bíla voru af gerðinni Honda Jazz en einn af gerðinni Toyota Yaris. Að mati bílasala sem FB leitaði til hefðu þessir bílar verið þungir í sölu vegna aldurs og ástands og taldi hann að fá mætti í hæsta lagi um 150 þús. kr. staðgreitt fyrir hvern Hondu bíl en eitthvað meira fyrir Toyotuna. Sölulaun fyrir hvern bíl hefðu verið 63.500 krónur,“ segir í svari Sigrúnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Af þessum sökum var þess freistað að auglýsa eftir tilboðum í bílana í Fréttablaðinu og á vef Félagsbústaða þann 18. ágúst 2018. „Þegar þessar auglýsingar báru ekki árangur var sendur tölvupóstur á starfsmenn FB og þeim boðið að gera tilboð í bílana. Mánuði síðar voru fimm þeirra seldir starfsmanni FB fyrir samtals 600 þúsund krónur og sá sjötti var seldur dóttur annars starfsmanns fyrir 180 þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við: „Samanlagt fengust því 780 þúsund krónur fyrir bílana með þessu móti sem er svipað eða heldur meira en vænta mátti samkvæmt upplýsingum sem fyrir lágu og að teknu tilliti til sölulauna,“ segir Sigrún. Félagsbústaðir hafa að sögn Sigrúnar endurnýjað átta bíla af þrettán. Kaupverð þeirra var á bilinu 2,9 til 3,2 milljónir. Hluti nýju bílanna var keyptur af innkaupadeild borgarinnar að undangengnu útboði en hluti eftir verðkönnun hjá umboðum. Félagið vinnur að mótun innkaupareglna í samráði við borgina. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
„Þetta þótti ásættanleg niðurstaða enda með öllu óvíst hvort tekist hefði að selja alla bílana með öðrum hætti,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, um þá ákvörðun að selja starfsmanni fimm smábíla í eigu félagsins og dóttur annars einn. Alls fengust 780 þúsund krónur fyrir bílana sem orðnir voru gamlir og lúnir að sögn Sigrúnar. Ákveðið var að selja bílana innanhúss eftir að hefðbundnar auglýsingar báru ekki árangur. Í september síðastliðnum seldu Félagsbústaðir bifreiðar sem félagið hafði verið með í notkun um langt árabil og komið var að því að endurnýja. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóranum var um að ræða sex smábíla sem voru á bilinu 11 til 13 ára gamlir og eknir frá 108-160 þúsund kílómetra. Flestir hafi verið í döpru ástandi.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.„Fimm þessara bíla voru af gerðinni Honda Jazz en einn af gerðinni Toyota Yaris. Að mati bílasala sem FB leitaði til hefðu þessir bílar verið þungir í sölu vegna aldurs og ástands og taldi hann að fá mætti í hæsta lagi um 150 þús. kr. staðgreitt fyrir hvern Hondu bíl en eitthvað meira fyrir Toyotuna. Sölulaun fyrir hvern bíl hefðu verið 63.500 krónur,“ segir í svari Sigrúnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Af þessum sökum var þess freistað að auglýsa eftir tilboðum í bílana í Fréttablaðinu og á vef Félagsbústaða þann 18. ágúst 2018. „Þegar þessar auglýsingar báru ekki árangur var sendur tölvupóstur á starfsmenn FB og þeim boðið að gera tilboð í bílana. Mánuði síðar voru fimm þeirra seldir starfsmanni FB fyrir samtals 600 þúsund krónur og sá sjötti var seldur dóttur annars starfsmanns fyrir 180 þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við: „Samanlagt fengust því 780 þúsund krónur fyrir bílana með þessu móti sem er svipað eða heldur meira en vænta mátti samkvæmt upplýsingum sem fyrir lágu og að teknu tilliti til sölulauna,“ segir Sigrún. Félagsbústaðir hafa að sögn Sigrúnar endurnýjað átta bíla af þrettán. Kaupverð þeirra var á bilinu 2,9 til 3,2 milljónir. Hluti nýju bílanna var keyptur af innkaupadeild borgarinnar að undangengnu útboði en hluti eftir verðkönnun hjá umboðum. Félagið vinnur að mótun innkaupareglna í samráði við borgina.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira