Staðlausir stafir, rangfærslur Sighvats Björgvinssonar leiðréttar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 13:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðs og sérfræðingur í mannréttindalögum svarar ámælisgrein Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 23. janúar síðastliðinn. Þann 18. janúar s.l. birti ég pistil í Stundinni þar sem ég lýsti þeirri afstöðu að lagaramminn um nauðungarvistun á geðdeildum sjúkrahúsa á Íslandi sé of veikur til að varna misnotkun. Ég tók sem dæmi sögu Aldísar Schram sem hefur haldið því fram að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi misnotað valdastöðu sína og tengslanet til að fá hana nauðungarvistaða sex sinnum. Ávallt í kjölfar þess að hún sakaði hann um kynferðisbrot. Inntak pistilsins var að lögræðislögin komi ekki í veg fyrir slíkar aðfarir og að hvetja okkur á Alþingi til að styrkja réttarstöðu nauðungarvistaðra einstaklinga. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gagnrýnir pistil minn harðlega og heldur því fram að ég fari vísvitandi með rangt mál um lagaumhverfi nauðungarvistana. Hins vegar er það svo, að Sighvatur fer fram með fjölda staðreyndarvillna í grein sinni um lögræðislög, jafnt fyrri tíma laga sem núgildandi. Alvarlegasta villan er sú, að Sighvatur ruglar saman nauðungarvistun og lögræðissviptingu og lögum þar um.Lögræðissvipting og nauðungarvistun Nú hef ég rannsakað íslensku lögræðislögin töluvert í störfum mínum fyrir Landssamtökin Geðhjálp. Ég get því frætt Sighvat um að lögræðissvipt manneskja hefur orðið fyrir því að dómari hefur svipt hana réttinum til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í eigin lífi (sjálfræði og fjárræði) og skipað lögráðamann til að taka ákvarðanir fyrir hana. Sá getur m.a. ákveðið að vista eigi viðkomandi einstakling á stofnun gegn vilja sínum. Nauðungarvistun þýðir hins vegar að sjálfráða manneskja er vistuð á stofnun gegn vilja sínum til að fá meðferð við alvarlegum geðsjúkdómi. Dómari þarf ekki og hefur aldrei verið skylt að koma að slíkum beiðnum, samkvæmt íslenskum lögum.Ísland er ekki eyland Yfirvöld í flestum lýðræðisríkjum nýta nauðungarvistun sem neyðarúrræði fyrir manneskjur sem vegna veikinda sinna eru hættulegar sjálfum sér eða öðrum. Í lögræðislögum Danmerkur, Skotlands og Noregs er það enda tryggt að nauðungarvistun megi einungis beita í neyðartilfellum þegar önnur úrræði hafa verið reynd eða eru ómöguleg. Þessi lönd gera einnig þá grundvallarkröfu að beiðni um nauðungarvistun fylgi læknisvottorð tveggja óháðra lækna með sérþekkingu í geðheilbrigði, sem eru sammála um að líf viðkomandi og heilsa sé í húfi. Þessar lagakröfur lágmarka hættuna á að sjálfráða fólk sé nauðungarvistað, nema það sé bráðnauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum og síðasta úrræði.Lágmarkskröfum ekki fullnægt Lögræðislögin okkar gera ekki þessar lágmarkskröfur, og þau voru verri í ráðherratíð Sighvats. Þá, og reyndar allt til 2016, var það dómsmálaráðuneytið sem tók ákvarðanir um áframhaldandi nauðungarvistanir, og til 1. janúar 1998 gat ráðuneytið lagt fram slíka beiðni að eigin frumkvæði. Eins og umboðsmaður Alþingis hefur bent á þá var víðtekin venja að halda einstaklingum lengur en þá 15 sólarhringa sem lög um nauðungarvistanir heimiluðu. Tíðkaðist þá jafnan sú framkvæmd að sótt var um sjálfræðissviptingu viðkomandi og þeim haldið innan stofnunar, án dóms og laga, á meðan slík umsókn velktist um í kerfinu.Rétt skal vera rétt Sighvatur segir mig staðhæfa: „að valdsmenn geti lokað hvern og einn inni á geðdeild, sem þeir telja sig eiga sakir við”. Hér leggur Sighvatur mér orð í munn. Auðvitað er það ekki svo að hvaða ráðamaður sem er geti látið nauðungarvista fólk án tilefnis og jafnvel til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. En að valdamaður eins og Jón Baldvin Hannibalsson hafi getað fengið dóttur sína nauðungarvistaða að ósekju í þeim tilgangi að þagga niður í henni, og það margoft, er alls ekki útilokað miðað við þágildandi og núgildandi lög um nauðungarvistun.Einn er of mikið Einn þolandi er of mikið - ein manneskja, sem án nokkurs tilefnis annars en að hafa greint frá ofbeldi eða kúgun, verður fyrir því að áhrifamikill einstaklingur sem braut á henni beitir þessu kerfi gegn henni. Rænir hana ærunni. Veldur því að manneskjan sem brotið var á er sprautuð niður, deyfð, bæld. Lögin okkar komast ekki nálægt því að innihalda fullnægjandi varnir til að hindra misnotkun á þessu ferli. Óskandi væri, að Sighvatur Björgvinsson einbeitti sér að því að hvetja okkur til dáða sem viljum breyta þessum ólögum, frekar en að ráðast að mér með ómerkilegri varnarræðu fyrir gamlan flokksfélaga og vin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, formaður laga-og mannréttindanefndar Evrópuráðs og sérfræðingur í mannréttindalögum svarar ámælisgrein Sighvats Björgvinssonar fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem birtist í Morgunblaðinu 23. janúar síðastliðinn. Þann 18. janúar s.l. birti ég pistil í Stundinni þar sem ég lýsti þeirri afstöðu að lagaramminn um nauðungarvistun á geðdeildum sjúkrahúsa á Íslandi sé of veikur til að varna misnotkun. Ég tók sem dæmi sögu Aldísar Schram sem hefur haldið því fram að faðir hennar, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi misnotað valdastöðu sína og tengslanet til að fá hana nauðungarvistaða sex sinnum. Ávallt í kjölfar þess að hún sakaði hann um kynferðisbrot. Inntak pistilsins var að lögræðislögin komi ekki í veg fyrir slíkar aðfarir og að hvetja okkur á Alþingi til að styrkja réttarstöðu nauðungarvistaðra einstaklinga. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gagnrýnir pistil minn harðlega og heldur því fram að ég fari vísvitandi með rangt mál um lagaumhverfi nauðungarvistana. Hins vegar er það svo, að Sighvatur fer fram með fjölda staðreyndarvillna í grein sinni um lögræðislög, jafnt fyrri tíma laga sem núgildandi. Alvarlegasta villan er sú, að Sighvatur ruglar saman nauðungarvistun og lögræðissviptingu og lögum þar um.Lögræðissvipting og nauðungarvistun Nú hef ég rannsakað íslensku lögræðislögin töluvert í störfum mínum fyrir Landssamtökin Geðhjálp. Ég get því frætt Sighvat um að lögræðissvipt manneskja hefur orðið fyrir því að dómari hefur svipt hana réttinum til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í eigin lífi (sjálfræði og fjárræði) og skipað lögráðamann til að taka ákvarðanir fyrir hana. Sá getur m.a. ákveðið að vista eigi viðkomandi einstakling á stofnun gegn vilja sínum. Nauðungarvistun þýðir hins vegar að sjálfráða manneskja er vistuð á stofnun gegn vilja sínum til að fá meðferð við alvarlegum geðsjúkdómi. Dómari þarf ekki og hefur aldrei verið skylt að koma að slíkum beiðnum, samkvæmt íslenskum lögum.Ísland er ekki eyland Yfirvöld í flestum lýðræðisríkjum nýta nauðungarvistun sem neyðarúrræði fyrir manneskjur sem vegna veikinda sinna eru hættulegar sjálfum sér eða öðrum. Í lögræðislögum Danmerkur, Skotlands og Noregs er það enda tryggt að nauðungarvistun megi einungis beita í neyðartilfellum þegar önnur úrræði hafa verið reynd eða eru ómöguleg. Þessi lönd gera einnig þá grundvallarkröfu að beiðni um nauðungarvistun fylgi læknisvottorð tveggja óháðra lækna með sérþekkingu í geðheilbrigði, sem eru sammála um að líf viðkomandi og heilsa sé í húfi. Þessar lagakröfur lágmarka hættuna á að sjálfráða fólk sé nauðungarvistað, nema það sé bráðnauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum og síðasta úrræði.Lágmarkskröfum ekki fullnægt Lögræðislögin okkar gera ekki þessar lágmarkskröfur, og þau voru verri í ráðherratíð Sighvats. Þá, og reyndar allt til 2016, var það dómsmálaráðuneytið sem tók ákvarðanir um áframhaldandi nauðungarvistanir, og til 1. janúar 1998 gat ráðuneytið lagt fram slíka beiðni að eigin frumkvæði. Eins og umboðsmaður Alþingis hefur bent á þá var víðtekin venja að halda einstaklingum lengur en þá 15 sólarhringa sem lög um nauðungarvistanir heimiluðu. Tíðkaðist þá jafnan sú framkvæmd að sótt var um sjálfræðissviptingu viðkomandi og þeim haldið innan stofnunar, án dóms og laga, á meðan slík umsókn velktist um í kerfinu.Rétt skal vera rétt Sighvatur segir mig staðhæfa: „að valdsmenn geti lokað hvern og einn inni á geðdeild, sem þeir telja sig eiga sakir við”. Hér leggur Sighvatur mér orð í munn. Auðvitað er það ekki svo að hvaða ráðamaður sem er geti látið nauðungarvista fólk án tilefnis og jafnvel til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. En að valdamaður eins og Jón Baldvin Hannibalsson hafi getað fengið dóttur sína nauðungarvistaða að ósekju í þeim tilgangi að þagga niður í henni, og það margoft, er alls ekki útilokað miðað við þágildandi og núgildandi lög um nauðungarvistun.Einn er of mikið Einn þolandi er of mikið - ein manneskja, sem án nokkurs tilefnis annars en að hafa greint frá ofbeldi eða kúgun, verður fyrir því að áhrifamikill einstaklingur sem braut á henni beitir þessu kerfi gegn henni. Rænir hana ærunni. Veldur því að manneskjan sem brotið var á er sprautuð niður, deyfð, bæld. Lögin okkar komast ekki nálægt því að innihalda fullnægjandi varnir til að hindra misnotkun á þessu ferli. Óskandi væri, að Sighvatur Björgvinsson einbeitti sér að því að hvetja okkur til dáða sem viljum breyta þessum ólögum, frekar en að ráðast að mér með ómerkilegri varnarræðu fyrir gamlan flokksfélaga og vin.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun