Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2019 11:00 Sverrir Einar Eiríksson rak starfsmannaleiguna Proventus á árunum fyrir hrun. Vísir Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. Fordæmalausar efnahagslegar og pólitískar aðstæður hafi riðið Proventus að fullu. Hann kveðst þó vera stoltur af þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið stóð að og hvernig var komið fram við starfsfólk þess. Vísir greindi frá því á þriðjudag að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur í þrotabú Proventus, sem námu alls um 114 milljónum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009, eftir töluverðan uppgang á árunum fyrir hrun. Óhagstæð gengisþróun og samdráttur í byggingageiranum felldu þó fyrirtækið. Sverrir Einar Eiríksson, stofnandi og eigandi Proventus, segir í yfirlýsingu sinni til fréttastofu að það sé rétt sem fram kom í fréttinni að miklir erfiðleikar hafi komið upp í rekstri félagsins eftir fall bankakerfisins. „Starfseminni var í raun sjálfhætt eftir 6. október 2008, en þá höfðu tæplega 100 einstaklingar verið í vinnu hjá okkur í byrjun mánaðarins en voru aðeins fjórir mánaðamótin á eftir,“ segir Sverrir.Sjá einnig: 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu SverrisMánuðina á undan hafi fyrirtækinu reynst erfitt að innheimta útistandandi skuldir, „en eftir hrundag kom vart króna inn á reikninginn,“ segir Sverrir. „Eigi að síður náðum við að borga öllum starfsmönnum okkar laun og tryggja að þeir kæmust áfallalaust heim til fjölskyldna sinna.“ Sverrir segir þetta í takti við stefnu fyrirtækisins, sem ávallt hafi lagt upp úr því gera vel við þá 300 starfsmenn sem komu hingað til lands á vegum Proventus að vinna. Það hafi þeir gert við góðan aðbúnað þar sem farið var að öllu eftir kjarasamningum og reglum um starfsmannaleigur að sögn Sverris. „Það var í anda áherslna okkar um að tryggja velferð allra þótt reglum samkvæmt hefðum við átt að greiða skuldir fyrst, eins og við lífeyrissjóði, og láta starfsmennina bíða eftir greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa. Það skýrir að stærstum hluta upphæð krafna sem gerðar voru á hendur félaginu,“ útskýrir Sverrir en kröfurnar hljóðuðu upp á rúmlega 114 milljónum króna sem fyrr segir. Rétt er að taka fram að fyrirtækið Valbjörg ehf. rekur í dag starfsmannaleigu að nafni Proventus. Hún er þó ekki tengd starfsmannaleigu Sverris, sem tekin var til gjaldþrotaskipta um mitt árið 2009 sem fyrr segir. Gjaldþrot Tengdar fréttir 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. Fordæmalausar efnahagslegar og pólitískar aðstæður hafi riðið Proventus að fullu. Hann kveðst þó vera stoltur af þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið stóð að og hvernig var komið fram við starfsfólk þess. Vísir greindi frá því á þriðjudag að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur í þrotabú Proventus, sem námu alls um 114 milljónum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009, eftir töluverðan uppgang á árunum fyrir hrun. Óhagstæð gengisþróun og samdráttur í byggingageiranum felldu þó fyrirtækið. Sverrir Einar Eiríksson, stofnandi og eigandi Proventus, segir í yfirlýsingu sinni til fréttastofu að það sé rétt sem fram kom í fréttinni að miklir erfiðleikar hafi komið upp í rekstri félagsins eftir fall bankakerfisins. „Starfseminni var í raun sjálfhætt eftir 6. október 2008, en þá höfðu tæplega 100 einstaklingar verið í vinnu hjá okkur í byrjun mánaðarins en voru aðeins fjórir mánaðamótin á eftir,“ segir Sverrir.Sjá einnig: 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu SverrisMánuðina á undan hafi fyrirtækinu reynst erfitt að innheimta útistandandi skuldir, „en eftir hrundag kom vart króna inn á reikninginn,“ segir Sverrir. „Eigi að síður náðum við að borga öllum starfsmönnum okkar laun og tryggja að þeir kæmust áfallalaust heim til fjölskyldna sinna.“ Sverrir segir þetta í takti við stefnu fyrirtækisins, sem ávallt hafi lagt upp úr því gera vel við þá 300 starfsmenn sem komu hingað til lands á vegum Proventus að vinna. Það hafi þeir gert við góðan aðbúnað þar sem farið var að öllu eftir kjarasamningum og reglum um starfsmannaleigur að sögn Sverris. „Það var í anda áherslna okkar um að tryggja velferð allra þótt reglum samkvæmt hefðum við átt að greiða skuldir fyrst, eins og við lífeyrissjóði, og láta starfsmennina bíða eftir greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa. Það skýrir að stærstum hluta upphæð krafna sem gerðar voru á hendur félaginu,“ útskýrir Sverrir en kröfurnar hljóðuðu upp á rúmlega 114 milljónum króna sem fyrr segir. Rétt er að taka fram að fyrirtækið Valbjörg ehf. rekur í dag starfsmannaleigu að nafni Proventus. Hún er þó ekki tengd starfsmannaleigu Sverris, sem tekin var til gjaldþrotaskipta um mitt árið 2009 sem fyrr segir.
Gjaldþrot Tengdar fréttir 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf