Um samflot og brúarsmíði Andri Steinn Hilmarsson skrifar 30. janúar 2019 07:36 Fossvogsbrú verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Önnur umferð, s.s. hópferðabifreiða eða fólksbíla verður ekki leyfð. Ástæða er til þess að skerpa á staðreyndum vegna umræðu á kaffistofum og samfélagsmiðlum í kjölfar bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar nýverið. Þar hvöttu þeir til þess að skoðaðir yrðu kostir þess að hleypa þétt setnum bílum, þ.e. samfloti, yfir brúna. Engin áform eru hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi um að hleypa almennri bílaumferð yfir brúna. Til að mynda sagði í afgreiðslu skipulagsráðs Kópavogsbæjar í október sl., sem var staðfest af bæjarstjórn, þegar samþykkt var að auglýsa tillögu að deiliskipulagi „Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.“ Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var við gildistöku gert ráð fyrir að brúin yrði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða gerð deiliskipulags við brúna var hins vegar gerð sú breyting á aðalskipulaginu í mars 2018 sem heimilar umferð almenningsvagna yfir brúna. Þá verður neyðarakstur leyfður í undantekningartilfellum sem kemur sér vel fyrir íbúa á Kársnesi. Kópavogur tók þátt í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni Nordic Built Cities Challenge árið 2016 og var þá Kársnes valið til þátttöku ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á Norðurlöndunum. Tillagan „Spot On Kársnes“ vann sigur úr býtum og gerði tillagan ráð fyrir að lagðar yrðu brýr fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur yfir Fossvog til Reykjavíkur annars vegar og hins vegar yfir Skerjafjörð á Álftanes. Þótt ekki sé unnið að breytingum í skipulagi í samræmi við tillöguna hefur hún orðið Kópavogi mikill innblástur við skipulagsvinnu. Ekki þarf að deila um jákvæð áhrif samflots í umferðinni og hvetur undirritaður til þess að horft verði til sérstakra hvata fyrir samflot þar sem því verður komið við í umferðinni. Þegar fleiri eru um hverja bílferð fækkar bílum í umferðinni og ferðatími fólks styttist. Samflot leiðir til sparnaðar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið og dregur úr mengun. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Kárnsesi á næstu árum. Þétting byggðar og fjölgun íbúa kallar á nýjar áherslur og áskoranir í samgöngumálum. Ekki er á það bætandi að auka á umferð á Kársnesi með tengingu fyrir almenna umferð yfir Fossvogsbrú. Þvert á móti hefur Kópavogsbær hefur sett sér metnaðarfullt markmið um að þrefalda ferðir sem farnar eru með almenningssamgöngum í bænum árið 2040 og fjölga verulega ferðum hjólandi og gangandi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fossvogsbrú Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fossvogsbrú verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Önnur umferð, s.s. hópferðabifreiða eða fólksbíla verður ekki leyfð. Ástæða er til þess að skerpa á staðreyndum vegna umræðu á kaffistofum og samfélagsmiðlum í kjölfar bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar nýverið. Þar hvöttu þeir til þess að skoðaðir yrðu kostir þess að hleypa þétt setnum bílum, þ.e. samfloti, yfir brúna. Engin áform eru hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi um að hleypa almennri bílaumferð yfir brúna. Til að mynda sagði í afgreiðslu skipulagsráðs Kópavogsbæjar í október sl., sem var staðfest af bæjarstjórn, þegar samþykkt var að auglýsa tillögu að deiliskipulagi „Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.“ Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var við gildistöku gert ráð fyrir að brúin yrði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða gerð deiliskipulags við brúna var hins vegar gerð sú breyting á aðalskipulaginu í mars 2018 sem heimilar umferð almenningsvagna yfir brúna. Þá verður neyðarakstur leyfður í undantekningartilfellum sem kemur sér vel fyrir íbúa á Kársnesi. Kópavogur tók þátt í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni Nordic Built Cities Challenge árið 2016 og var þá Kársnes valið til þátttöku ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á Norðurlöndunum. Tillagan „Spot On Kársnes“ vann sigur úr býtum og gerði tillagan ráð fyrir að lagðar yrðu brýr fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur yfir Fossvog til Reykjavíkur annars vegar og hins vegar yfir Skerjafjörð á Álftanes. Þótt ekki sé unnið að breytingum í skipulagi í samræmi við tillöguna hefur hún orðið Kópavogi mikill innblástur við skipulagsvinnu. Ekki þarf að deila um jákvæð áhrif samflots í umferðinni og hvetur undirritaður til þess að horft verði til sérstakra hvata fyrir samflot þar sem því verður komið við í umferðinni. Þegar fleiri eru um hverja bílferð fækkar bílum í umferðinni og ferðatími fólks styttist. Samflot leiðir til sparnaðar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið og dregur úr mengun. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Kárnsesi á næstu árum. Þétting byggðar og fjölgun íbúa kallar á nýjar áherslur og áskoranir í samgöngumálum. Ekki er á það bætandi að auka á umferð á Kársnesi með tengingu fyrir almenna umferð yfir Fossvogsbrú. Þvert á móti hefur Kópavogsbær hefur sett sér metnaðarfullt markmið um að þrefalda ferðir sem farnar eru með almenningssamgöngum í bænum árið 2040 og fjölga verulega ferðum hjólandi og gangandi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun