
Veiðum þar sem besti aflinn er
Enn er of snemmt að segja til um hvernig árið 2019 kemur til með að þróast. ISAVIA hefur þegar spáð lítils háttar fækkun ferðamanna til landsins í fyrsta skipti og við stöndum frammi fyrir erfiðri stöðu í kjaramálum. Ef allt fer á versta veg er ekki ólíklegt að ferðaþjónusta verði skotspónn skæruverkfalla, sem geta haft mjög alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir greinina og þjóðfélagið allt. Þar eru ekki bara yfirstandandi viðskipti í hættu, heldur einnig orðspor og ímynd áfangastaðarins. Verði samið um launahækkanir, sem verðmætasköpun greinarinnar stendur ekki undir – og við vitum að svigrúmið er allt frá engu upp í mjög lítið – er alveg ljóst að samkeppnishæfni Íslands á alþjóðamörkuðum mun skerðast enn frekar. Gengi krónu hefur verið of sterkt fyrir ferðaþjónustu allt frá árinu 2016 og þrátt fyrir að hún hafi veikst í lok síðasta árs, er enn engan stöðugleika að sjá og inngrip Seðlabanka Íslands til að stöðva frekari veikingu hennar orðin ansi tíð.
Flugsamgöngur við landið eru undirstaða ferðaþjónustu á Íslandi, en ástandið á þeim vígstöðvum hefur verið með fjörugra móti undanfarna mánuði. Óvissu tengdri flugmálum er enn ekki lokið, en þó er komið í ljós að líklega mun draga verulega úr framboði flugs á milli Bandaríkjanna og Íslands, sem mun líklega draga úr fjölda gesta frá helsta vaxtarsvæði síðustu ára. Góðu fréttirnar eru þær að horfur í ferðaþjónustu til langs tíma eru mjög góðar. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem er í hvað örustum vexti í heiminum og engin ástæða til að ætla annað en að við með okkar frábæru möguleika í höndunum, verðum framarlega á þeim vettvangi. Auðvitað gerist þó ekkert af sjálfu sér og enn eru fjölmörg verkefni ókláruð, ef tryggja á ferðaþjónustu í sessi sem burðaratvinnugrein og stærstu útflutningsgrein þjóðarinnar.
Stórefla þarf rannsóknir í þágu ferðaþjónustunnar og klára heildarstefnumótun fyrir greinina. Binda þarf enda á hina eilífu gjaldtökuumræðu og koma skikki og samræmingu á þá gjaldtöku sem fyrir er. Uppræta þarf ólöglega starfsemi, sem skekkir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar. Eins þarf að finna praktískar leiðir til þess að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Áratugum saman hefur verið talað um að stuðla að betra flæði ferðamanna um landið – nú er kominn tími til alvöru aðgerða.
Síðast en ekki síst er mikilvægt að skerpa fókusinn í markaðsaðgerðum okkar á erlendum mörkuðum. Ekki má láta tilviljanir eða skyndihugdettur ráða því hvar borið er niður – heldur þarf að skilgreina þá markaði sem við viljum einbeita okkur að til þess að það litla fjármagn og mannauður sem til ráðstöfunar er skili okkur sem mestu. Svo gripið sé til vinsæls líkingamáls úr sjávarútvegi – sem allir Íslendingar skilja – þá eigum við að veiða á þeim svæðum þar sem besta aflann fyrir land og þjóð er að finna.
Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar

Börn í skugga stríðs
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?
Ævar Harðarson skrifar

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar

Gildi kærleika og mannúðar
Toshiki Toma skrifar

Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar?
Jón Skafti Gestsson skrifar

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar