Ed Miliband: Horfum til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála Sighvatur Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 18:30 „Horft er til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála,“ segir Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins. Miliband hrósar Jeremy Corbyn, núverandi leiðtoga flokksins, fyrir að rétta Theresu May, forsætisráðherra, hjálparhönd varðandi vandasama úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann segir May þurfa að leggja sig betur fram.Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon blása á 20 ára afmælistertu Vinstri grænna.Vísir/EgillMeðal gesta á málþingi Vinstri grænna í dag um stöðu vinstrisins og hnattrænar áskoranir var Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins og fyrrverandi formaður flokksins. Hann segir að formlegur systurflokkur á Íslandi sé jafnaðarmannaflokkur Samfylkingarinnar. Það sé þó alltaf gott að skiptast á skoðunum með fólki á vinstri væng stjórnmálanna. „Það er gott að skiptast á skoðunum og líka að sjá hvað er að gerast á Íslandi. Við dáumst að mörgu sem Ísland hefur gert, til dæmis áherslu ykkar á jafnrétti kynjanna, opinberri afstöðu ykkar um loftslagsbreytingar og kolefnisjöfnun. Ég er hingað kominn til að læra ásamt því að miðla af eigin reynslu,“ segir Ed Miliband í samtali við fréttastofu. Miliband segir ólíklegt að hægri og vinstir flokkar myndu starfa saman í ríkisstjórn í Bretlandi eins og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn gera á Íslandi.Ed Miliband, þingmaður breska Verkamannaflokksins.Vísir/EgillFormaður verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja lítið fram til lausnar Brexit mála á breska þinginu. Miliband er ánægður með að Corbyn sé farinn að ræða lausnir við forsætisráðherrann, Theresu May. „Hún vinnur samkvæmt því sem neðri málstofan samþykkti en þetta er samkomulag sem felur ekki í sér fyrirvarann um írsku landamærin. Hún leggur í raun ekki fram tillögu heldur segir hún að henni hugnist ekki tillagan um fyrirvarann. Hún þarf að sýna fram á að tillaga hennar sé á jákvæðum nótum.“ Ed Miliband telur að Jeremy Corbyn sé að opna leið fyrir Theresu May. „Ég vona að hún grípi það tækifæri. Í samtölum mínum skynja ég vissulega að fjölmargir íhaldsmenn á þingi telja hana ekki geta haldið áfram á sömu braut. Hún þarf að vera hugmyndarík. Vonandi að svo verði.“ Brexit Jafnréttismál Loftslagsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Horft er til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála,“ segir Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins. Miliband hrósar Jeremy Corbyn, núverandi leiðtoga flokksins, fyrir að rétta Theresu May, forsætisráðherra, hjálparhönd varðandi vandasama úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann segir May þurfa að leggja sig betur fram.Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon blása á 20 ára afmælistertu Vinstri grænna.Vísir/EgillMeðal gesta á málþingi Vinstri grænna í dag um stöðu vinstrisins og hnattrænar áskoranir var Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins og fyrrverandi formaður flokksins. Hann segir að formlegur systurflokkur á Íslandi sé jafnaðarmannaflokkur Samfylkingarinnar. Það sé þó alltaf gott að skiptast á skoðunum með fólki á vinstri væng stjórnmálanna. „Það er gott að skiptast á skoðunum og líka að sjá hvað er að gerast á Íslandi. Við dáumst að mörgu sem Ísland hefur gert, til dæmis áherslu ykkar á jafnrétti kynjanna, opinberri afstöðu ykkar um loftslagsbreytingar og kolefnisjöfnun. Ég er hingað kominn til að læra ásamt því að miðla af eigin reynslu,“ segir Ed Miliband í samtali við fréttastofu. Miliband segir ólíklegt að hægri og vinstir flokkar myndu starfa saman í ríkisstjórn í Bretlandi eins og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn gera á Íslandi.Ed Miliband, þingmaður breska Verkamannaflokksins.Vísir/EgillFormaður verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja lítið fram til lausnar Brexit mála á breska þinginu. Miliband er ánægður með að Corbyn sé farinn að ræða lausnir við forsætisráðherrann, Theresu May. „Hún vinnur samkvæmt því sem neðri málstofan samþykkti en þetta er samkomulag sem felur ekki í sér fyrirvarann um írsku landamærin. Hún leggur í raun ekki fram tillögu heldur segir hún að henni hugnist ekki tillagan um fyrirvarann. Hún þarf að sýna fram á að tillaga hennar sé á jákvæðum nótum.“ Ed Miliband telur að Jeremy Corbyn sé að opna leið fyrir Theresu May. „Ég vona að hún grípi það tækifæri. Í samtölum mínum skynja ég vissulega að fjölmargir íhaldsmenn á þingi telja hana ekki geta haldið áfram á sömu braut. Hún þarf að vera hugmyndarík. Vonandi að svo verði.“
Brexit Jafnréttismál Loftslagsmál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira