Fimm aðilar börðust um sætin fjögur í stjórninni en Magnús Gylfason og Borghildur Sigurðardóttir endurnýjuðu umboð sitt.
Ásgeir Ásgeirsson, Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason og Þorsteinn Gunnarsson hafa verið kosin í aðalstjórn KSÍ.https://t.co/XvA8Umzf7B
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 9, 2019
Þorsteinn er gamall íþróttafréttamaður og hefur verið lengi í hreyfingunni en Ásgeir var formaður knattspyrnudeildar Fylkis um margra ára skeið.
Davíð Rúrik Ólafsson var fimmti aðilinn sem komst ekki inn í stjórnina en talninguna má sjá hér að neðan
Niðurstaða:
Ásgeir Ásgeirsson: 110 atkvæði
Borghildur Sigurðardóttir: 142
Davíð Rúnar Ólafsson: 76
Magnús Gylfason: 118
Þorsteinn Gunnarsson: 122
Auðir seðlar :1