Trump hundsar beiðni þingsins um að upplýsa morðið á Khashoggi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 11:24 Jamal Khashoggi. Myndin er frá minningarathöfn um blaðamanninn. Chris McGrath/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump mun ekki bregðast við beiðni Bandaríkjaþings um að skila frá sér skýrslu þar sem því er svarað hver ber ábyrgð á morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi í byrjun október á síðasta ári. Stuttu eftir morðið á blaðamanninum samþykkti Bandaríkjaþing að krefja Trump og ríkisstjórn hans um skýrslu sem leiða ætti í ljós hver bæri ábyrgð á dauða Khashoggi. Forsetinn hefur kosið að bregðast ekki við kröfu þingsins. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni segir að forsetinn „standi fastur á rétti sínum til að neita að bregðast við beiðnum þingnefnda sé það viðeigandi.“ Demókratar telja hins vegar að afstaða forsetans brjóti í bága við Magnitsky-lögin frá árinu 2012, sem gera forsetanum skylt að bregðast við tilmælum nefndarformönnum þingsins innan 120 daga frá því þær eru settar fram. Þegar þetta er skrifað eru 122 dagar síðan þingið lagði beiðnina fram.Donald Trump og Mohammed bin Salman.Mark Wilson/GettyMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði leiðtogum þingsins bréf þar sem kom fram að háttsettir einstaklingar innan sádiarabíska stjórnkerfisins verði beittir refsiaðgerðum vegna málsins, en þar kom ekki fram hver ríkisstjórnin teldi að bæri ábyrgð á morðinu. Í kjölfar fregnanna af aðgerðarleysi Trump hafa margir öldungardeildarþingmenn gagnrýnt forsetann fyrir að vilja ekki fordæma krónprins Sádi-Arabíu, Mohemmad bin Salman, sem margir telja að hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Meðal þeirra er CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi. 12. janúar 2019 22:43 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump mun ekki bregðast við beiðni Bandaríkjaþings um að skila frá sér skýrslu þar sem því er svarað hver ber ábyrgð á morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi í byrjun október á síðasta ári. Stuttu eftir morðið á blaðamanninum samþykkti Bandaríkjaþing að krefja Trump og ríkisstjórn hans um skýrslu sem leiða ætti í ljós hver bæri ábyrgð á dauða Khashoggi. Forsetinn hefur kosið að bregðast ekki við kröfu þingsins. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni segir að forsetinn „standi fastur á rétti sínum til að neita að bregðast við beiðnum þingnefnda sé það viðeigandi.“ Demókratar telja hins vegar að afstaða forsetans brjóti í bága við Magnitsky-lögin frá árinu 2012, sem gera forsetanum skylt að bregðast við tilmælum nefndarformönnum þingsins innan 120 daga frá því þær eru settar fram. Þegar þetta er skrifað eru 122 dagar síðan þingið lagði beiðnina fram.Donald Trump og Mohammed bin Salman.Mark Wilson/GettyMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði leiðtogum þingsins bréf þar sem kom fram að háttsettir einstaklingar innan sádiarabíska stjórnkerfisins verði beittir refsiaðgerðum vegna málsins, en þar kom ekki fram hver ríkisstjórnin teldi að bæri ábyrgð á morðinu. Í kjölfar fregnanna af aðgerðarleysi Trump hafa margir öldungardeildarþingmenn gagnrýnt forsetann fyrir að vilja ekki fordæma krónprins Sádi-Arabíu, Mohemmad bin Salman, sem margir telja að hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Meðal þeirra er CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi. 12. janúar 2019 22:43 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Sjá meira
Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með sádiarabíska krónprinsinum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á morgun halda til Sádí-Arabíu þar sem hann mun funda með krónprinsi landsins. Sá er grunaður um að vera aðili að morðinu á blaðamanninum Khashoggi. 12. janúar 2019 22:43
Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32