Í leikhúsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Börn eru forvitin, athugul og hugmyndarík. Sem sagt fyrirmyndarfólk sem þeir fullorðnu ættu að taka sér oftar til fyrirmyndar. Fullorðið fólk er vissulega ágætt, svona yfirleitt, en samt ekki alltaf ratvíst í lífinu. Það villist auðveldlega af leið, gleymir að gleðjast og fer að nöldra yfir hlutum sem skipta engu máli. Um leið hættir það að taka eftir alls kyns undrum sem fylla börn lotningu, eins og regnboga og skýjum. Börn búa yfir sköpunarkrafti sem mikilvægt er að þau fái að nýta, sjálfum sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar. Þau hafa margt fram að færa – eins og sýndi sig í Borgarleikhúsinu á laugardag og sunnudag. Þá voru sýnd þar leikrit eftir tvær ungar stúlkur sem unnu leikritasamkeppni sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV. Annar verðlaunahafinn er hin 11 ára Iðunn Ólöf Berndsen, höfundur Töluvírussins, og hinn er Sunna Stella Stefánsdóttir, 7 ára, höfundur Friðþjófs á geimflakki. Bæði verkin eru bráðskemmtileg, einkennast af hugmyndaríki og fjöri og eru með góðan boðskap sem á erindi á öllum tímum. Áhorfendur skemmtu sér konunglega á frumsýningu, ekki bara börnin heldur líka þeir fullorðnu sem áttu það allir sameiginlegt að vera svo lánsamir að hafa varðveitt barnið í sér – sem jafngildir því að kunna að hrífast og gleðjast. Í Tölvuvírusnum var umfjöllunarefnið tæknivæðing og samskipti. Þar fannst kennara lítið til um hæfni eins nemanda til að læra hluti utan að og sagði honum að utanbókarlærdómur væri óþörf iðja því allt væri hægt að gúgla. Kennarinn sá heldur enga ástæðu til að börn væru úti að leika þegar þau gætu verið inni í tölvunni og „haft það kósí“, eins og hann orðaði það. Hann afhenti börnunum nýjar tölvur sem þau urðu sjúklega háð og þegar einn nemandi virtist hafa í ógáti skemmt tölvu annars nemanda hrópaði sá sem hafði orðið fyrir skaðanum í örvæntingu: „Þú drapst besta vin minn!“ Í leikritinu var minnst á þunglyndi og kvíða, sem þjáir svo fjölmarga sem hafa gert tæki og tól að bestu vinum sínum. Undir lokin gerðist svo það, sem gerist ekki nægilega oft í samtíma okkar, að allir áttuðu sig á því að lykillinn að hamingjunni er að eiga samverustundir með öðrum, þar sem fólk talast við og á raunveruleg samskipti. Þá þarf að leggja frá sér tölvuna og símann – og það þarf ekki að vera svo erfitt. Ýmislegt sögulegt gerðist í leikriti hinnar sjö ára Sunnu, Friðþjófi á geimflakki, og þar var mikið um magnaðar tæknibrellur þar sem áhorfandinn var skyndilega kominn út í geiminn. Aðalpersónan, Friðþjófur, átti þá heitu ósk að vera ofurhetja, en sagðist sjálfur klúðra öllu og honum var strítt og hann hafður út undan. Svo framdi hann hetjudáð og öllum varð ljós hversu mikið var í hann spunnið. Allt fór því vel. Það er mikilvægt að hlusta á börn, taka þau alvarlega og vinna með þeim. Það var einmitt það sem aðstandendur Borgarleikhússins gerðu við uppsetningu þessara tveggja leikrita. Þar var allt til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Börn eru forvitin, athugul og hugmyndarík. Sem sagt fyrirmyndarfólk sem þeir fullorðnu ættu að taka sér oftar til fyrirmyndar. Fullorðið fólk er vissulega ágætt, svona yfirleitt, en samt ekki alltaf ratvíst í lífinu. Það villist auðveldlega af leið, gleymir að gleðjast og fer að nöldra yfir hlutum sem skipta engu máli. Um leið hættir það að taka eftir alls kyns undrum sem fylla börn lotningu, eins og regnboga og skýjum. Börn búa yfir sköpunarkrafti sem mikilvægt er að þau fái að nýta, sjálfum sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar. Þau hafa margt fram að færa – eins og sýndi sig í Borgarleikhúsinu á laugardag og sunnudag. Þá voru sýnd þar leikrit eftir tvær ungar stúlkur sem unnu leikritasamkeppni sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV. Annar verðlaunahafinn er hin 11 ára Iðunn Ólöf Berndsen, höfundur Töluvírussins, og hinn er Sunna Stella Stefánsdóttir, 7 ára, höfundur Friðþjófs á geimflakki. Bæði verkin eru bráðskemmtileg, einkennast af hugmyndaríki og fjöri og eru með góðan boðskap sem á erindi á öllum tímum. Áhorfendur skemmtu sér konunglega á frumsýningu, ekki bara börnin heldur líka þeir fullorðnu sem áttu það allir sameiginlegt að vera svo lánsamir að hafa varðveitt barnið í sér – sem jafngildir því að kunna að hrífast og gleðjast. Í Tölvuvírusnum var umfjöllunarefnið tæknivæðing og samskipti. Þar fannst kennara lítið til um hæfni eins nemanda til að læra hluti utan að og sagði honum að utanbókarlærdómur væri óþörf iðja því allt væri hægt að gúgla. Kennarinn sá heldur enga ástæðu til að börn væru úti að leika þegar þau gætu verið inni í tölvunni og „haft það kósí“, eins og hann orðaði það. Hann afhenti börnunum nýjar tölvur sem þau urðu sjúklega háð og þegar einn nemandi virtist hafa í ógáti skemmt tölvu annars nemanda hrópaði sá sem hafði orðið fyrir skaðanum í örvæntingu: „Þú drapst besta vin minn!“ Í leikritinu var minnst á þunglyndi og kvíða, sem þjáir svo fjölmarga sem hafa gert tæki og tól að bestu vinum sínum. Undir lokin gerðist svo það, sem gerist ekki nægilega oft í samtíma okkar, að allir áttuðu sig á því að lykillinn að hamingjunni er að eiga samverustundir með öðrum, þar sem fólk talast við og á raunveruleg samskipti. Þá þarf að leggja frá sér tölvuna og símann – og það þarf ekki að vera svo erfitt. Ýmislegt sögulegt gerðist í leikriti hinnar sjö ára Sunnu, Friðþjófi á geimflakki, og þar var mikið um magnaðar tæknibrellur þar sem áhorfandinn var skyndilega kominn út í geiminn. Aðalpersónan, Friðþjófur, átti þá heitu ósk að vera ofurhetja, en sagðist sjálfur klúðra öllu og honum var strítt og hann hafður út undan. Svo framdi hann hetjudáð og öllum varð ljós hversu mikið var í hann spunnið. Allt fór því vel. Það er mikilvægt að hlusta á börn, taka þau alvarlega og vinna með þeim. Það var einmitt það sem aðstandendur Borgarleikhússins gerðu við uppsetningu þessara tveggja leikrita. Þar var allt til fyrirmyndar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun