Ítreka að hækkun launa bankastjórans sé í samræmi við starfskjarastefnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 11:50 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Fréttablaðið/Eyþór Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku en þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans. Í svari bankaráðsins er það sjónarmið ítrekað sem fram kom í síðustu viku eftir að greint var frá launhækkunum Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra, að ákvarðanir um launakjör hennar væru í samræmi við starfskjarastefnu bankans.Sjá einnig:Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Bankaráðið vísar í eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki í svari sínu þar sem kveðið er á um eftirfarandi meginreglu: „Félagið skal setja sér starfskjarastefnu sem er samkeppnishæf, en hófleg og ekki leiðandi.“ Þá er á það bent að á árunum 2009 til 2017 hafi laun bankastjórans ekki verið samkeppnishæf að mati bankaráðsins en á þessum árum heyrðu kjör bankastjóra Landsbankans undir kjararáð. Þetta hafi bankaráðið ítrekað bent á þar sem það hafi talið að launakjörin hafi ekki verið í samræmi við starfskjarastefnu, það er sambærileg við aðra æðstu stjórnendur í bankakerfinu en þó ekki leiðandi. Í svari bankaráðsins til Bankasýslunnar er það rakið hvernig ákvörðun um launakjör Lilju Bjarkar var tekin en hún var ráðin til starfa sem bankastjóri í janúar 2017. Í frétt á vef bankans um svar bankaráðsins segir: „Við mat bankaráðs á hver laun nýs bankastjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráðgjafarfyrirtækjum um laun stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja og forstjóra stórra fyrirtækja á Íslandi og óskað álits á hver samkeppnishæf laun væru. Niðurstöður þeirra voru m.a. að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5-4,9 milljónir króna á mánuði. Í kjölfarið var samið um að laun bankastjóra yrðu 3,25 milljónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðningarsamningnum kemur fram að það sé stefna bankaráðs að greiða bankastjóra samkeppnishæf laun. Launin voru síðan endurskoðuð í samræmi við ákvæði samningsins og starfskjarastefnunnar frá og með 1. apríl 2018. Heildarlaun bankastjóra nema nú 3,8 milljónum króna á mánuði. Eftir hækkunina eru laun bankastjóra Landsbankans umtalsvert lægri en laun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.“Svar bankráðsins til Bankasýslunnar má nálgast hér. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37 Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45 Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. 15. febrúar 2019 07:45 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku en þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans. Í svari bankaráðsins er það sjónarmið ítrekað sem fram kom í síðustu viku eftir að greint var frá launhækkunum Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra, að ákvarðanir um launakjör hennar væru í samræmi við starfskjarastefnu bankans.Sjá einnig:Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Bankaráðið vísar í eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki í svari sínu þar sem kveðið er á um eftirfarandi meginreglu: „Félagið skal setja sér starfskjarastefnu sem er samkeppnishæf, en hófleg og ekki leiðandi.“ Þá er á það bent að á árunum 2009 til 2017 hafi laun bankastjórans ekki verið samkeppnishæf að mati bankaráðsins en á þessum árum heyrðu kjör bankastjóra Landsbankans undir kjararáð. Þetta hafi bankaráðið ítrekað bent á þar sem það hafi talið að launakjörin hafi ekki verið í samræmi við starfskjarastefnu, það er sambærileg við aðra æðstu stjórnendur í bankakerfinu en þó ekki leiðandi. Í svari bankaráðsins til Bankasýslunnar er það rakið hvernig ákvörðun um launakjör Lilju Bjarkar var tekin en hún var ráðin til starfa sem bankastjóri í janúar 2017. Í frétt á vef bankans um svar bankaráðsins segir: „Við mat bankaráðs á hver laun nýs bankastjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráðgjafarfyrirtækjum um laun stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja og forstjóra stórra fyrirtækja á Íslandi og óskað álits á hver samkeppnishæf laun væru. Niðurstöður þeirra voru m.a. að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5-4,9 milljónir króna á mánuði. Í kjölfarið var samið um að laun bankastjóra yrðu 3,25 milljónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðningarsamningnum kemur fram að það sé stefna bankaráðs að greiða bankastjóra samkeppnishæf laun. Launin voru síðan endurskoðuð í samræmi við ákvæði samningsins og starfskjarastefnunnar frá og með 1. apríl 2018. Heildarlaun bankastjóra nema nú 3,8 milljónum króna á mánuði. Eftir hækkunina eru laun bankastjóra Landsbankans umtalsvert lægri en laun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.“Svar bankráðsins til Bankasýslunnar má nálgast hér.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37 Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45 Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. 15. febrúar 2019 07:45 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37
Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45
Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. 15. febrúar 2019 07:45