Þór gerði sér lítið fyrir og burstaði Magna Grenavík með sjö mörkum gegn engu er liðin mættust í Lengjubikarnum í kvöld.
Ignacio Gil Echevarria kom Þór yfir á sautjándu mínútu og fimmtán mínútum síðar tvöfaldaði Jakob Snær Árnason forystuna. Jónas Björgvin Sigurbergsson kom Þór í 3-0 fyrir leikhlé.
Jóhann Helgi Hannesson skoraði fjórða markið í upphafi síðari hálfeliks áður en Jakob Snær bætti við öðru marki sínu. Alvaro Montejo Calleja og Guðni Sigþórsson bættu við marki áður en yfir lauk. Lokatölur 7-0.
Þór er því með þrjú stig eftir fyrsta leikinn í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins en í riðlinum eru einnig ÍA, Stjarnan, Grindavík og Leiknir R.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
