„Eftir tvö og hálft tilfinningaþrungin ár með þessu liði og frábæru starfsfólki verð ég að segja bless. En, þegar að einar dyr lokast á opnast aðrar. Áfram Ísland, ég mun sakna ykkar,“ skrifar Þjóðverjinn.
Boxleitner var ráðinn í ágúst 2016 samhliða ráðningu Helga Kolviðssonar sem aðstoðarlandsliðsþjálfara Íslands en þeir komu inn í teymið þegar að Lars Lagerbäck hvarf á braut.
Þjóðverjinn fór með Íslandi í gegnum undankeppni HM 2018 og var með liðinu í Rússlandi. Þá hélt hann starfi sínu þegar að Erik Hamrén tók við liðinu ásamt Frey Alexanderssyni og kláraði Boxleitner Þjóðadeildina með Íslandi.