Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands stendur fyrir athyglisverðum opnum fundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal á miðvikudagskvöldið.
Viðfangsefni fundarins er að greina hvers vegna hlutfall kvenna í þjálfarastétt er jafn lágt og raun ber vitni.
Í fréttatilkynningu um fundinni kemur fram að aðeins sjö prósent þeirra sem hafa lokið þjálfaragráðu hjá KSÍ eru konur og þá eru aðeins fimm prósent meðlima þjálfarafélagsins konur.
Aðeins eitt af tíu liðum í Pepsi-deild kvenna 2018 og tvö af tíu liðum í Inkasso deild kvenna 2018 enduðu tímabilið með konu sem þjálfara. Það þýðir að aðeins þrjú af tuttugu þjálfarastörfum í efstu deildum kvenna í fótbolta síðasta sumar voru skipuð af konum. Eitt annað lið í Inkasso byrjaði með konu sem þjálfara en hún hætti í júlí.
Það er ekki nóg með að Bojana Besic hjá KR var eina konan sem þjálfaði lið í Pepsi-deild kvenna sumarið 2018 þá voru aðeins tvö félög af tíu með kvenkyns aðstoðarþjálfara. Þau lið voru KR (Katrín Ómarsdóttir, spilandi) og HK/Víkingur (Lidija Stojkanovic).
Tuttugu þjálfarastörf voru í Pepsi deild kvenna sumarið 2018 en aðeins þrjú þeirra voru skipuð af konum. KR var með tvo kvenkynsþjálfara en í sautján af átján þjálfarastörfum hinna félaganna voru karlar.
Það er því ljóst á öllu að aðgerða er þörf og Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands er að bregðast við þessari ómögulegu stöðu.
Fyrirkomulag fundarins verður þannig að skipt verður í hópa sem ræða málefnið frá ýmsum hliðum og koma með ábendingar og tillögur fyrir KÞÍ og KSÍ.
Fundurinn hefst í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal klukkan 18.00 miðvikudaginn 20. febrúar næstkomandi.
Aðeins fimm prósent meðlima knattspyrnuþjálfarafélagsins eru konur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað
Íslenski boltinn


„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“
Íslenski boltinn



Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna
Íslenski boltinn


Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu
Handbolti