Breskt par er alvarlega slasað eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi við Hjörleifshöfða síðastliðinn fimmtudag. Taívanskt par var í hinum bílnum og er annað þeirra sömuleiðis alvarlega slasað.
Frá þessu greinir RÚV og vísar í Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi.
Slysið varð á síðdegis á fimmtudaginn og var fólkið flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Reykjavík. Suðurlandsvegi var lokað í um tvo tíma á meðan á aðgerðum lögreglu og sjúkraliðs stóð.
Breskt par og Taívani alvarlega slösuð eftir slysið við Hjörleifshöfða

Tengdar fréttir

Alvarlegt umferðarslys tveggja bíla á Suðurlandsvegi: Búið að opna Suðurlandsveg
Suðurlandsvegi austan Hjörleifshöfða hefur verið lokað vegna áreksturs tveggja bíla.

Fjórir slasaðir færðir með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi
Klukkan hálfníu lenti þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi með fjóra slasaða úr umferðarslysinu austan við Vík í Mýrdal.