Gunnar Þorri tók við verðlaununum úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta á Gljúfrasteini í Mosfellsdal.
Í dómnefnd sátu Steinþór Steingrímsson formaður, Hildur Hákonardóttir og Brynja Cortes Andrésardóttir.
Í tilkynningu frá Bandalagi þýðenda og túlka segir að Íslensku þýðingaverðlaunin hafi verið sett á stofn til að minna á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska tungu og menningu. Sömuleiðis til að heiðra þýðendur sem sinna því vandasama verki að færa okkur vandaðar erlendar bókmenntir á móðurmáli okkar.
Eftirfarandi verk voru tilnefnd að þessu sinni:
- Þetta er Alla, eftir Jon Fosse í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar.
- Hin Órólegu, eftir Linn Ullmann í þýðingu Ingibjargar Eyþórsdóttur.
- Víti, eftir Dante Alighieri í þýðingu Einars Thoroddsen.
- Hinir smánuðu og svívirtu, eftir Fjodor Dostojevskí í þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar og Ingibjargar Haraldsdóttur.
- Etýður í snjó, eftir Yoko Tawada í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur.
- Sæluvíma, eftir Lily King í þýðingu Ugga Jónssonar.