Ökumaður, sem grunaður er um að hafa keyrt undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, missti stjórn á bifreið sinni og ók á aðra bifreið á Nýbýlavegi við Þverbrekku í kvöld.
Lögreglan handtók þrjá menn sem voru í bifreiðinni því það lá ekki fyrir hver þeirra keyrði. Þetta segir Gunnar Hilmarmsson aðalvarðstjóri á Lögreglustöð 3.
Sjúkrabíll var kallaður til en meiðsli eru ekki talin alvarleg.
Á sama tíma missti annar ökumaður stjórn á bifreið sinni og lenti á staur á Kársnesbraut. Sá liggur ekki undir grun um að hafa keyrt undir áhrifum áfengis.
Miklar umferðartafir urðu í Kópavogi vegna óhappanna.
