Framboð og eftirspurn áls Pétur Blöndal skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Það vakti athygli í haust þegar nýi rafbíllinn I-Pace frá Jagúar var afhjúpaður að búkurinn er nánast alfarið úr áli eða um 94%. Ástæðan fyrir því að rafbílaframleiðendur á borð við Jagúar og Tesla velja ál sem efnivið er að það léttir rafbílana verulega og veldur því að þeir komast mun lengra á hleðslunni. En það sem meira er, í I-Pace leggja Novelis og Land Rover verksmiðjurnar upp úr því að nota eins mikið af endurunnu áli og mögulegt er til þess að minnka kolefnisfótsporið enn meira. Sömu þróunar gætir víða. Til að mynda kynnti Apple „grænustu Mac frá upphafi“ til sögunnar í haust, þar sem kolefnissporið dróst saman um 50%, meðal annars með notkun á endurunnu áli. Tilfellið er að sá efniviður er vandfundinn sem er endurunninn í meiri mæli en ál. Til marks um það fara yfir 90% áls í farartækjum og byggingum á Vesturlöndum til endurvinnslu. Og stöðugt hærra hlutfall áls sem til fellur í heiminum öðlast nýtt líf. Þannig getur gosdós eða bílfelga orðið að tölvu eða geimflaug. Það eru auðvitað jákvæð tíðindi, enda er afar loftslagsvænt að endurvinna ál. Staðreyndin er sú að við álframleiðslu á heimsvísu verður almennt mesta losunin við orkuvinnsluna. Til þess að endurvinna ál þarf einungis um 5% af orkunni sem fór í að frumframleiða það. Það hefur því afar jákvæð áhrif á kolefnisfótspor áls hversu stór hluti þess ratar til endurvinnslu og er brýnt að hækka það hlutfall enn meira. Lykilforsendan fyrir háu endurvinnsluhlutfalli áls er að vegna orkusparnaðarins skapast mikil verðmæti við endurvinnsluna. Þar sem ál má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum, þá hefur verið talað um það sem nokkurs konar „orkubanka“. Verðmætasköpunin færir aftur stoðir undir rekstur endurvinnslugeirans í Evrópu sem eru að miklu leyti lítil og meðalstór fyrirtæki. En endurvinnsla áls dugar þó hvergi nærri til að mæta eftirspurn eftiur áli á heimsvísu. Útlit er fyrir að frumframleiðsla áls fari yfir 70 milljónir tonna á þessu ári, en ofan á það bætist endurvinnsla áls sem nam um 30 milljónum tonna í fyrra. Eftirspurnin hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og má rekja það til þess að notkun áls er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig er ál notað til að létta bíla og þar með til að draga úr losun CO2. Gott dæmi um það er Wrangler jeppinn sem kynntur var til sögunnar í fyrra, en með meiri álnotkun léttist hann um 35 kíló. Samkvæmt tölum frá World Aluminium spara þau 20 milljón tonn af áli sem notuð eru í samgöngutæki í heiminum um 500 milljón tonn af CO2 eða sem nemur 100 milljörðum tonna af olíu á líftíma farartækjanna. En álið er til fleiri hluta nytsamlegt. Það er einnig notað til að einangra byggingar og draga þannig úr orkunotkun þeirra, umbúðir úr áli lengja endingartíma matvæla og ál er notað í orkumannvirki til að tengja nýja endurnýjanlega orkukosti við raforkunetið. Um 75% alls áls sem framleitt hefur verið eru enn í notkun. En þar sem ál er endingargóður málmur, þá er hann notaður í mannvirki og farartæki sem hafa langan líftíma. Og auðvitað er það jákvætt út frá loftslagssjónarmiðum að bílar hafi langan endingartíma en sé ekki hent eftir ársbrúk. Það getur því liðið langur tími frá notkun álsins þar til það ratar aftur út á markaðinn, en þá eru stöðugt meiri líkur á að það sé gripið af hringrásarhagkerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pétur Blöndal Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli í haust þegar nýi rafbíllinn I-Pace frá Jagúar var afhjúpaður að búkurinn er nánast alfarið úr áli eða um 94%. Ástæðan fyrir því að rafbílaframleiðendur á borð við Jagúar og Tesla velja ál sem efnivið er að það léttir rafbílana verulega og veldur því að þeir komast mun lengra á hleðslunni. En það sem meira er, í I-Pace leggja Novelis og Land Rover verksmiðjurnar upp úr því að nota eins mikið af endurunnu áli og mögulegt er til þess að minnka kolefnisfótsporið enn meira. Sömu þróunar gætir víða. Til að mynda kynnti Apple „grænustu Mac frá upphafi“ til sögunnar í haust, þar sem kolefnissporið dróst saman um 50%, meðal annars með notkun á endurunnu áli. Tilfellið er að sá efniviður er vandfundinn sem er endurunninn í meiri mæli en ál. Til marks um það fara yfir 90% áls í farartækjum og byggingum á Vesturlöndum til endurvinnslu. Og stöðugt hærra hlutfall áls sem til fellur í heiminum öðlast nýtt líf. Þannig getur gosdós eða bílfelga orðið að tölvu eða geimflaug. Það eru auðvitað jákvæð tíðindi, enda er afar loftslagsvænt að endurvinna ál. Staðreyndin er sú að við álframleiðslu á heimsvísu verður almennt mesta losunin við orkuvinnsluna. Til þess að endurvinna ál þarf einungis um 5% af orkunni sem fór í að frumframleiða það. Það hefur því afar jákvæð áhrif á kolefnisfótspor áls hversu stór hluti þess ratar til endurvinnslu og er brýnt að hækka það hlutfall enn meira. Lykilforsendan fyrir háu endurvinnsluhlutfalli áls er að vegna orkusparnaðarins skapast mikil verðmæti við endurvinnsluna. Þar sem ál má endurvinna aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum, þá hefur verið talað um það sem nokkurs konar „orkubanka“. Verðmætasköpunin færir aftur stoðir undir rekstur endurvinnslugeirans í Evrópu sem eru að miklu leyti lítil og meðalstór fyrirtæki. En endurvinnsla áls dugar þó hvergi nærri til að mæta eftirspurn eftiur áli á heimsvísu. Útlit er fyrir að frumframleiðsla áls fari yfir 70 milljónir tonna á þessu ári, en ofan á það bætist endurvinnsla áls sem nam um 30 milljónum tonna í fyrra. Eftirspurnin hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og má rekja það til þess að notkun áls er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig er ál notað til að létta bíla og þar með til að draga úr losun CO2. Gott dæmi um það er Wrangler jeppinn sem kynntur var til sögunnar í fyrra, en með meiri álnotkun léttist hann um 35 kíló. Samkvæmt tölum frá World Aluminium spara þau 20 milljón tonn af áli sem notuð eru í samgöngutæki í heiminum um 500 milljón tonn af CO2 eða sem nemur 100 milljörðum tonna af olíu á líftíma farartækjanna. En álið er til fleiri hluta nytsamlegt. Það er einnig notað til að einangra byggingar og draga þannig úr orkunotkun þeirra, umbúðir úr áli lengja endingartíma matvæla og ál er notað í orkumannvirki til að tengja nýja endurnýjanlega orkukosti við raforkunetið. Um 75% alls áls sem framleitt hefur verið eru enn í notkun. En þar sem ál er endingargóður málmur, þá er hann notaður í mannvirki og farartæki sem hafa langan líftíma. Og auðvitað er það jákvætt út frá loftslagssjónarmiðum að bílar hafi langan endingartíma en sé ekki hent eftir ársbrúk. Það getur því liðið langur tími frá notkun álsins þar til það ratar aftur út á markaðinn, en þá eru stöðugt meiri líkur á að það sé gripið af hringrásarhagkerfinu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun