Ungmenni nota snjallforrit til að kaupa Xanax: „Þetta eru náttúrulega stórhættuleg lyf“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. febrúar 2019 19:00 Forstöðumaður á Stuðlum segir grun um að ungmenni misnoti heimapressaðar Xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilskyld lyf. Töflurnar þrykktar á Íslandi Tilfinning starfsfólks á Stuðlum, meðferðarstöð fyrir ungmenni, er sú að notkun lyfseðilskyldra lyfja hafi verið að aukast hjá ungmennum. Nú virðist sérstaklega mikið um að xanax töflur gangi kaupum og sölum milli krakkanna. „Það virðist vera talsvert mikið af því í umferð og í raun óeðlilega mikið og við höfum fengið af því fregnir að það sé hreinlega verið að þrykkja slíkar töflur hér heima. Þar sem er verið að búa þær til og blanda þetta hér að einhverju leyti þá með efnum að utan,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á StuðlumXanax töflur eru ekki á markaði hér á landi. Þær innihalda lyfið Alprazolam sem er róandi og kvíðastillandi lyf sem fæst með lyfseðli á Íslandi. Þá er öðrum efnum iðulega bætt við. Alprazolam er mjög ávanabindandi og geta fráhvarfseinkenni verið gríðarleg. Funi segir fleiri efni hafa fundist í lyfjaprófum. „Það bendir til þess að þau séu blönduð með einhverju öðru eins og amfetamíni eða einhverju slíku,“ segir Funi.Stórhættulegt lyfSamkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa ábendingar borist þangað um að xanax töflur gætu verið pressaðar hér á landi. Funi segir því erfitt að vita hvaða efni heimapressaðar töflur sem seldar eru á svörtum markaði innihalda „Þau hafa enga hugmynd um það sjálf og þetta er náttúrulega stórhættulegt lyf og í of miklu magni þá geta þau sofnað og bara vaknað ekki aftur og það er það sem við höfum talsverðar áhyggjur af,“ segir Funi. Nýlegar fréttir frá Bretlandi herma að rekja megi rúmlega tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Auðvelt að nálgast Xanax Xanax töflur virðast einnig fluttar ólöglega inn til landsins en Tollgæslan lagði hald á um 6800 töflur árið 2018. Funi segir auðvelt fyrir ungmenni að nálgast efnið. „Það virðist vera þannig og þetta er ekki dýrt og það bendir til þess að það sé talsvert framboð af þessu,“ segir Funi.Guðmundur Fylkisson, aðstoðvarvarðstjóriNota app til að nálgast lyfseðilskyld lyf Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem starfar við það að leita að týndum börnum, segist einnig hafa það á tilfinningunni að ungmenni noti lyfið xanax mikið. Hann leitaði að hundrað börnum á síðasta ári en fjórðungur þeirra hafði misnotað lyfseðilskyld lyf. Guðmundur segir að nú nálgist ungmennin lyfin á appi í símanum sem er dulkóðað og heldur samskiptum leyndum. Þar komist krakkarnir inn í lokaða hópa þar sem efnin eru til sölu. „Ég myndi hafa áhyggjur af því ef ég finndi svona app í símanum hjá 15 ára unglingnum mínum. Þú veist, af hverju ? Vissulega getur það verið eitthvert sport, en sýndu mér þá hvað er þarna? Þarna geymast einhver skipaboð. En megin markmiðið er að halda lögreglu frá og foreldrum líka,“ segir Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Fleiri fréttir SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Sjá meira
Forstöðumaður á Stuðlum segir grun um að ungmenni misnoti heimapressaðar Xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilskyld lyf. Töflurnar þrykktar á Íslandi Tilfinning starfsfólks á Stuðlum, meðferðarstöð fyrir ungmenni, er sú að notkun lyfseðilskyldra lyfja hafi verið að aukast hjá ungmennum. Nú virðist sérstaklega mikið um að xanax töflur gangi kaupum og sölum milli krakkanna. „Það virðist vera talsvert mikið af því í umferð og í raun óeðlilega mikið og við höfum fengið af því fregnir að það sé hreinlega verið að þrykkja slíkar töflur hér heima. Þar sem er verið að búa þær til og blanda þetta hér að einhverju leyti þá með efnum að utan,“ segir Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á StuðlumXanax töflur eru ekki á markaði hér á landi. Þær innihalda lyfið Alprazolam sem er róandi og kvíðastillandi lyf sem fæst með lyfseðli á Íslandi. Þá er öðrum efnum iðulega bætt við. Alprazolam er mjög ávanabindandi og geta fráhvarfseinkenni verið gríðarleg. Funi segir fleiri efni hafa fundist í lyfjaprófum. „Það bendir til þess að þau séu blönduð með einhverju öðru eins og amfetamíni eða einhverju slíku,“ segir Funi.Stórhættulegt lyfSamkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa ábendingar borist þangað um að xanax töflur gætu verið pressaðar hér á landi. Funi segir því erfitt að vita hvaða efni heimapressaðar töflur sem seldar eru á svörtum markaði innihalda „Þau hafa enga hugmynd um það sjálf og þetta er náttúrulega stórhættulegt lyf og í of miklu magni þá geta þau sofnað og bara vaknað ekki aftur og það er það sem við höfum talsverðar áhyggjur af,“ segir Funi. Nýlegar fréttir frá Bretlandi herma að rekja megi rúmlega tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Auðvelt að nálgast Xanax Xanax töflur virðast einnig fluttar ólöglega inn til landsins en Tollgæslan lagði hald á um 6800 töflur árið 2018. Funi segir auðvelt fyrir ungmenni að nálgast efnið. „Það virðist vera þannig og þetta er ekki dýrt og það bendir til þess að það sé talsvert framboð af þessu,“ segir Funi.Guðmundur Fylkisson, aðstoðvarvarðstjóriNota app til að nálgast lyfseðilskyld lyf Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem starfar við það að leita að týndum börnum, segist einnig hafa það á tilfinningunni að ungmenni noti lyfið xanax mikið. Hann leitaði að hundrað börnum á síðasta ári en fjórðungur þeirra hafði misnotað lyfseðilskyld lyf. Guðmundur segir að nú nálgist ungmennin lyfin á appi í símanum sem er dulkóðað og heldur samskiptum leyndum. Þar komist krakkarnir inn í lokaða hópa þar sem efnin eru til sölu. „Ég myndi hafa áhyggjur af því ef ég finndi svona app í símanum hjá 15 ára unglingnum mínum. Þú veist, af hverju ? Vissulega getur það verið eitthvert sport, en sýndu mér þá hvað er þarna? Þarna geymast einhver skipaboð. En megin markmiðið er að halda lögreglu frá og foreldrum líka,“ segir Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Fleiri fréttir SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Sjá meira